Björt framtíð = svört framtíð?

Slagorð og nöfn stjórnmálaflokka geta oft falið í sér varasamar mótsagnir. Fyrir kosningarnar 1979 voru Sjálfstæðismennn með kjörorðið "Leiftursókn gegn verðbólgu!" 

Kjörorðið var einstaklega vel við eigandi, ekki vantaði það, því að þá hafði mikil verðbólga, allt að 25% um meira en eins árs skeið og þetta var stærsta pólitíska vandamálið. 

En það leyndist hætta í þessu slagorði vegna þess að á þýsku er leiftursókn blitzkrieg og hafði á sér einhvert versta yfirbragð sem hugsast gat vegna tengslanna við hernað nasista. 

Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér þetta fyrir Alþýðubandalagið og sneri slagorðinu upp í "leiftursókn gegn lífskjörum!" og ef ég mann rétt, gengu hann og fylgismenn Alþýðubandalagsins meira segja um með kröfuspjöld með nafni Sjálfstæðisflokksins og þessu slagaorði. 

Flokkurinn stóð að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins og úrslit kosninganna urðu vonbrigði fyrir Sjalla og krata. 

Þegar flokkurinn Björt framtíð var stofnaður með að mörgu leyti ágæta stefnuskrá sló nafn flokksins hins vegar mig vegna þess að það rímaði við nafnið "svört framtíð". 

Fannst mér sem gamall skemmtikraftur og vitandi um ýmsa möguleika fyrir púka á fjósbitum vera tekin viss áhætta með nafninu. 

Ráðherrar flokksins, einkum Björt Ólafsdóttir, hafa staðið sig ágætlega, og Besti flokkurinnn, annað foreldri flokksins, hafði farið með himinskautum í fylgi.

En rétt eins og við nafngiftina var tekin ákveðin áhætta með því að slíta stjórnarsamstarfinu á þann fljótlega hátt sem það var gert. 

Alþýðuflokkurinn gerði svipað 1979 og fór ekki vel út úr því í kosningunum sem á eftir fóru. 

Nú virðist fylgi Bjartrar framtíðar vera í öndunarvél samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, jafnvel komið niður fyrir "pilsner"tölu.

Það kom sér illa fyrir hann að einn af helstu feðrumm hans, Jón Gnarr, skyldi ganga úr honum og vera núna þátttakandi í því að Samfylkingin er á siglingu upp á við. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nöfn stjórnmálaflokka eru oft það sem kallast á þýsku “Etikettenschwindel”, “freudulent label”, fölsk vörumerking. Hvað hefur til að mynda Miðflokkur Sigmundar Davíðs, lukkuriddara á hvítum hesti, með “miðju” í stjórnmálum að gera? Gert er út á íslenska “Trumpfylgið”, sem er svo sannarlega ekki í miðjunni. Prívat flokkur Panama-pappírs, sem stofnaði reikning erlendis (Wintris og líklega fleiri) með þeim tilgangi að greiða ekki skatta á Íslandi í samræði við lög og reglur og það í 5 ár.

“...when somebody is cheating, it’s taken very seriously in Iceland. I can confirm that I have never hidden anywhere.” Úr viðtalinu við Sven Bergmann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband