Draumur valdhafa, að ráða efni fjölmðla.

Sjá má að afkastamikill bloggari sem titlar sig blaðamann átelur blaðamenn hjá Stundinni fyrir að hafa forsíðuna svarta en setja ekki eitthvað annað "fréttnæmt" í blaðið heldur en forsíðuna "fréttalausu."

Bloggarinn/blaðamaðurinn telur það aumt að blaðamenn Stundarinnar skyldu ekki setja eitthvað fréttnæmt á forsíðuna í stað þess efnis sem annars hefði verið þar, sem búið er að leggja lögbann á að birta. 

Þeir hefðu, þvert á móti átt að fylla blaðið svo út af flóði af öðrum og hugsanlega betri fréttum. 

Það er dapurlegt að "blaðamaður" skuli telja að ritskoðunarvaldið eigi að vera í raun utan fjölmiðlanna og lesenda eða áheyrenda/áhorfenda þeirra. 

Að skylda blaðamanna sé að fylla blaðið eingöngu af efni, sem handhafar valds og auðs náðarsamlegast leyfi. 

Ég tala af reynslu.   1999 var mér boðið "tilboð sem ég gæti ekki hafnað": Að hætta alveg að fjalla um orkunýtingaráform og svæði, sem þeim tengdust, þar sem þau væru dagskrá, en einbeita kröftum mínum að öðru efni. Ef ég gerði það myndi mér vegna vel á alla lund. Ef ég hafnaði tilboðinu "yrði ég stoppaður."

Konu minni var borið þetta tilboð einslega: Að stoppa mig og að þá myndi okkur hjónum vegna vel á alla lund. Ef hún gerði það ekki, myndi það engu breyta, ég yrði samt stoppaður.

Þess vegna hlyti hún auðvitað að taka því tilboði að stoppa mig.

Hún hafnaði tilboðinu á staðnum og var refsað á þeim vettvangi þar sem slíkt var í valdi tilboðsgjafans og ég hafnaði tilboðinu líka og reynt var að refsa mér fyrir það. 

Bloggarablaðamaðurinn telur að því er best verður séð að við höfum valið rangan kost. Það finnst mér sérkennilegt. 

 


mbl.is Svört forsíða Stundarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þarna skilur á milli. Sumir kjósa alltaf að fylgja sannfæringu sinni jafnvel þó það skaði þá fjárhagslega aðrir selja sína sannfæringu hæstbjóðenda.  Verst er að vita ekki strax hvort um keyptar skoðanir er að ræða. En það sem menn átta sig ekki á er að til lengri tíma litið, glata menn trúverðugleika og ölast hann aldrei aftur. Þannig er komið fyrir Páli Vilhjálmssyni. Hann er orðinn Hannes Gissurarson í öðru veldi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.10.2017 kl. 11:46

2 identicon

Vel mælt...

Snorri (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 11:49

3 identicon

Lögbannið sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar er einn sá mesti búhnykkur  sem þessi fjölmiðill gat fengið.

Án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því, þá gæti ég jafnvel ímynda mér að það sé undirbúið eða sviðsett á einhvern hátt.

Hvort þetta lögbann var sett á "stærstu ekkifrétt ársins" mun vonandi síðar koma í ljós.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 12:20

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var tilboðsgjafinn nokkuð tengdur þeim sem kostaði björgun af Esjunni? Varla.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2017 kl. 13:46

5 identicon

Ómar minn. Takk fyrir að deila þessum mikilvægu upplýsingum til lesenda á þínu bloggi. Svona er Íslandi stjórnað, og það er hreint og beint alveg óverjandi glæpsamlegt af valdníðingunum.

Ég er farin að átta mig á hversu lítil völd þeir hafa, sem raunverulega eiga að hafa þau á löggjafaþinginu og á ýmsum stofnunum samfélagsins.

Þess vegna verður almenningur að vera vakandi fyrir því sem er gagnrýnivert, og segja frá ef um þvinganir og kúganir er að ræða. Sá sem ekki hefur bakland og er illa staddur fjárhagslega á sér engar varnir gegn svona níðingslegri meðferð, nema samtakamátt velviljaðs almennings gegn valdaembættum og fjárglæfrakerfum landsins.

Þetta valdníð verður ekki stoppað af valdbeitandi embættiskerfinu. Það er til einskis að vonast eftir slíku. Þrýstingurinn og upplýsingarnar verða að koma frá samtakamætti almennings að baki löggjafans. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá öllum almenningi.

Fangelsi óttans er notað á varnarlaust fólk, og það getur ekki gengið endalaust og stigvaxandi, án skelfilegra afleiðinga fyrir allt samfélagið. Það skilja því miður ekki valdníðingar því þeir eru siðblindusjúkir og valdasjúkir, og hafa komist upp með að láta allt meðvirkni samfélagið tipla á tánum í kringum þennan valdaofstopa. Og þeir sem ráðskast bak við tjöldin svara aldrei fyrir neitt opinberlega, heldur láta aðra í fremstu víglínuna. Það er verst.

Ótti fólks hrekur það enn lengra í ófæruátt. Það getur bara endað á einn veg, ef ekki er snúið við.

Við verðum að gera okkar besta hvert og eitt í að standa með hvert öðru í upplýsingum um það sem ekki er siðferðislega og réttlætanlega verjandi. Ekkert kemur út úr illa meintum verkum, þegar upp er staðið. Öfundar og hefndar áróður er einungis til þess fallinn að næra og viðhalda valdníðinga plönin.

Gangi þér og þínum vel Ómar minn. Þú hefur þó reynt þitt besta, en einn eða fáir geta ekki náð neinu í gegn, ef ekki er samstaða í samfélaginu um breytingar til bóta í upplýsingum til almennings til stöðvunar á valdníðslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 15:08

6 identicon

Ég held enn í vonina um að ævisaga þín komi út áður en ég er allur.  En líkurnar eru ekki miklar, því aðeins annar okkar eldist.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband