Svipað gerðist 17. júní árið 2000.

Það getur skipt máli þegar jarðskjálftar verða að fyrstu upplýsingar séu sem nákvæmastar varðandi stærð og staðsetningu. 

Þegar stóri Suðurlandsskjálftinn varð 17. júní árið 2000 var sagt í fyrstu fréttum að hann væri 5,5 stig, sem var að mörgu leyti skrýtið, því að þar sem ég var staddur á flugvellinum á Tungubökkum með flugvél klára og allan nauðsynlegan myndavélarbúnað, fannst skjálftinn greinilega. 

Ef menn hefðu þá strax vitað að skjálftinn var í raun miklu stærri hefðu viðbrögð bæði mín og annarra kannski orðið önnur og gat þá skipt mestu máli að lögregla, læknar og björgunarsveitir vissu hvað var á seyði. 

Sjálfur gerði ég þau mistök að fljúga ekki strax af stað austur, taka þar myndir og fyrstu viðtöl og koma með þær til Reykjavíkur. 

Sjónvarpið hefði þá strax rofið útsendingu í stað þess að halda áfram að sjónvarpa fótboltaleik, sem ég man ekki lengur hver var. 

Yfirbragð viðbragða allra hefði orðið á aðra lund en varð. 

Þegar jarðskjálfti varð um miðja nótt 23. janúar varð bilaður jarðskjálftamælir til þess að ekki var hægt að miða staðsetningu jarðskjálftans út. 

Þess vegna kom það öllum algerlega í opna skjöldu þegar jörðin opnaðist við rætur Helgafells að austanverðu. 

Hvað sem segja má um kostnað við mælingar á ástandinu neðanjarðar og ofan á okkar mikla eldfjallalandi er óhætt að segja, að seint verði um of mikið af upplýsingum að ræða. 


mbl.is Skjálftinn mun stærri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Jarðskjálfta og þensluælar út um allt land detta út oft svo dögum skiptir. Fyrir skömmu gaf Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum nýjan mæli sem er staðsettur í Bjarnarey.http://www.eyjafrettir.is/frett/jardskjalftamaelir-i-bjarnarey-ad-frumkvaedi-vinnslustodvarinnar/2017-10-08  Það er ótækt að tæki og tól sem eiga að vera til að vakta jarðvá um allt land skuli vera í niðurníðslu vegna fjárskorts og hirðuleysis stjórnvalda. Þetta er orðið eins og í heilbrigðiskerfinu að líknarfélög og einkafyrirtæki þurfa að fjármagna eðlileg læknistæki og eftirlitstæki vegna niðurskurðar og fjársveltis. Í landi eldgosa og jarðskjálfta þarf þetta að vera í lagi. Alltaf.

Ragna Birgisdóttir, 21.10.2017 kl. 14:09

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

þenslumælar á þetta auðvitað að vera cool

Ragna Birgisdóttir, 21.10.2017 kl. 14:21

3 identicon

Ómar minn. Takk fyrir upplýsingarnar þínar, eftir bestu getu þinni pottþéttu, um þetta alls konar óverjandi rugl, á neðanjarðarkeri Íslands, á allan hátt.

Stundum dreymir mig fyrir ýmsu, sem ég skil ekki, en veit nú orðið að það er fyrir einhverju sem mun koma fram á einhvern óráðinn hátt. Nú ætla ég að byrja að segja frá því sem mig dreymir, á þennan undarlega hátt. Því það er kannski meining viskuberanna sem skammta mér sérstöku draumana.

Fyrir nokkrum dögum síðan dreymdi mig svartan gos strók sem ég sá, og var ég í draumnum stödd nálægt miðbæ Hafnarfjarðar. Þessi svarti gos strókur kom úr austurátt með tilheyrandi svartnættis öskuskýi yfir Hafnarfjörð. Og ég hugsaði í draumnum að nú væri Katla gamla líklega farin að gjósa. En ég var samt svo ótrúlega róleg og áhyggjulaus yfir þessu öllu saman í draumnum, þótt allir væru hlaupandi og öskrandi og hræddir í kringum mig?

Svo labbaði ég þarna á milli húsa, og inn og út úr húsunum, og ekkert passaði í raun við það sem var að gerast þarna fyrir utan?

Svo sá ég annan svartan strók, og miklu minni, á þessu vafri mínu í Hafnarfirði í draumnum. Þá hugsaði ég í draumnum að nú væri líklega komið viðbótargos frá Bláfjöllum miðað við staðsetninguna.

Það dreifðust einhverskonar öskumyrkvunar ský aftur yfir Hafnarfjörðinn, eftir stutta uppstyttu. En mér fannst undarlegt í draumnum að það mengunar ský virtist ekki hafa nein slæm áhrif á lungun og öndunarfærin mín, sem eru þó frekar viðkvæm hjá mér?

Þegar ég vaknaði þá leið mér eins og þetta væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af:)

Ég taldi að draumurinn tengdist því að stuttu áður hafði ég verið að pirra mig yfir að einhver hefði verið að dásama þau ósköp, hvað Reykjavík skapaði mikinn gjaldeyrir í samanburði við landsbyggðina? Og þá hugsaði ég að það yrði nú ekki búsældarlegt í Reykjavík og nágrenni, ef eldgos í Bláfjöllum og nágrenni fengi alvarlega andanna undirdjúpanna ælupest í formi eldgoss og hraunrennslis, yfir allt þetta gjaldeyrisskapandi Höfuðborgarsvæðið?

Draumurinn þýddi kannski að sameinuð stöndum við landsmenn, og landshlutanna sundrandi föllum við öll, undir jarðelds hraun undirheima-spillingareldanna?

Ég hef alla vega engar áhyggjur af jarðskjálftum hjá Selfossi núna. En ég veit að það er þörf á því að hafa áhyggjur af gjörsamlega óverjandi spillingarhugarfars stjórnsýslunnar svörtu mengun, í embættunum landsins og í spillta fjármálakerfinu á Íslandi í dag.

Aldrei hefur spillingin verið svartari á Íslandi heldur en núna í stjórnleysinu óverjandi, sem er raunverulega ríkjandi valdníðsluafl í samfélaginu.

Vegna svartrar og spillingaembættanna hótuðu og kúguðu toppanna óttans framkvæmdu verkum. Og undir þrælasvipuhöggum utanaðkomandi óverjandi stjórnsýsluglæpum Heimsveldis valdníðingsbankanna.

Samfélagsins hugarfarið er svartmengandi og sjúkt falspeningaspilavítis djöfladíki og ormagryfja illra afla stýrðra og sjúkra toppa. Þegar svart mengunarhugarfar stýrir skoðunum og hugarfari, þá verður útkoman svört fyrir allt samfélagið.

Ég bið enn og aftur heilaga Maríu Guðsmóður um að taka stjórnina hér á skerinu, og á jörðinni allri, og á okkur öllum jarðarbörnunum villuráfandi.

Oft var þörf, en nú er nauðsyn, á siðmenntaðra og velviljastýrðri og raunverulegri og undanbragðalausri siðbót á Íslandi, og um alla heimsbyggðina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband