Vafasamt nýyrði og orð dagsins.

Á facebook hefur verið vakin athygli á nýyrði sem notað hefur verið í frásögnum af slysum, sem hafa falist í því að tappar á safaumbúðum hafa skotist upp í augu neytenda. 

Það er búið að innkalla umbúðirnar, því að þetta eru alvarleg slys með sjónskerðingu eða jafnvel blindu sem afleiðingar og því er akki sama hvaða orð eru notuð um svona slys. 

Því nýyrðið er svo nýstárlegt, að á facebook hefur verið spurt hvort þetta sé ekki orð dagsins.

En nýyrðið getur verið tvírætt, samanber þessa vísu: 

 

Fór á séns með bósa´og hlaut af klístrað kappa gys

kona ein, sem oft á böllum fór við happ á mis. 

Afleiðingar skapaði hið ógnar krappa ris,

óvelkomna þungun, skráð sem "safatappaslys."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband