Mývatn Rússlands?

Hernaðurinn gegn landinu, sem Laxness fjallaði um í frægri blaðagrein árið 1970 er háður á óteljandi stöðum um allan heim. 

Núna eru til dæmis 57 umtalsverðar virkjanir á dagskrá hér á landi og sem dæmi um aðför að einstæðu djásni má nefna hernaðinn gegn Mývatni og umhverfi þess, sem ekkert lát er enn á. 

Ein af ástæðum þess að Nikita Krústjoff var hrakinn frá völdum í Sovétríkjunum um miðjan sjöunda áratugum var, að hann beitti sér einkum í landbúnaðarmálum og hrikalegum framkvæmdum sem voru framkvæmdar meira af kappi en forsjá og höfðu hörmulegar afleiðingar. . 

Örlög Aralvatns og stórfellt jarðvegstjón vegna vatnaflutninga eru dæmi um þá meðferð, sem olli stórfelldum umhverfisspjöllum, sem enn sér ekki fyrir endann á. 

Nú er sjálfu Bajkalvatni, eitnu stærsta ferskvatnsforðabúri heims ógnað og var ekki á fyrri ófarir bætandi.  


mbl.is Ógn steðjar að dýpsta vatni heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KrústjofF var duglegur að byggja blokkir og var stórátak gert í húsnæðismálum Rússa.   'khrushchyovki' blokkir voru byggðar .Við mættum fá svona átak í húsnæðismálum .

Hörður (IP-tala skráð) 25.10.2017 kl. 17:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú á að rífa blokkir Krúsjoffs í stórum stíl, enda illa byggðar.

14.5.2017:

"Thousands of people took to the streets of Moscow on Sunday to protest plans by the Russian government to demolish thousands of low-rise, Soviet-era apartment blocks in a move that could displace 1.6 million people from their homes over the next 20 years."

Eight thousand Soviet-era apartment blocks in Moscow to be demolished and replaced

Þorsteinn Briem, 25.10.2017 kl. 19:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 13.10.2017:

"Við erum stödd í stærsta uppbyggingarskeiði í Reykjavík frá upphafi.

Mikil þörf er á íbúðabyggingum til að mæta aukinni þörf fyrir húsnæði í höfuðborginni en lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir er samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

Þessi félög hafa fjárhagslega burði til að fara í uppbyggingu, enda stefnum við á að 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari af stað á árunum 2014-2019."

Nú þegar liggja fyrir staðfest áform um 4.145 íbúðir með þessum félögum:

1.000 íbúðir í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir, 470 búseturéttaríbúðir, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 135 hjúkrunarrými, 110 sértæk búsetuúrræði og um 640 félagslegar íbúðir.

Allt um þetta hér.

Þorsteinn Briem, 25.10.2017 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband