Rödd 21. aldarinnar.

Miðað við mannfjöldaspár er mikill meirihluti jarðarbúa á 21. öld enn ófæddur. Enginn málaflokkur mun eiga eftir að skipta þennan manngrúa meira máli en umhverfismál, og þau eiga eftir að verða æ mikilvægari eftir því sem líður á öldina. 

Þetta skynjar Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, sem fær kosningarétt í dag, greinilega í viðtali við hana á mbl.is. 

Hún skynjar líka það ástand sem íslenska orðtakið að fljóta sofandi að feigðarósi túlkar og á því miður að miklu leyti við um þann hugsunarhátt skammsýni og skammtímagræðgi sem enn hefur allt of mikil völd. 

Í rökræðu um þetta efni í fyrra á þessari bloggsíðu notaði einn andmælandi réttinda komandi kynslóða þau orð, að núlifandi fólki kæmi óbornar kynslóðir ekkert vil, af því að þær væru ekki til!  

Eitthvað hefði þessi maður sagt um forföður sinn, ef hann hefði á sínum tíma í einu og öllu hagað sér í samræmi við þetta hugarfar gagnvart þá ófæddum afkomendum sínum. 


mbl.is Vill ekki skammsýni í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eitthvað hefði þessi maður sagt um forföður sinn, ef hann hefði á sínum tíma í einu og öllu hagað sér í samræmi við þetta hugarfar gagnvart þá ófæddum afkomendum sínum." En það er nákvæmlega það sem forfeður okkar gerðu. Afkoma þeirra lifandi var aðalatriði hjá þeim og það eina sem skipti einhverju máli. Þeim gat ekki verið meira sama um afkomu þína og þínar óskir. Þeir hefðu virkjað hverja sprænu, sett olíuhreinsunarstöð í hvern fjörð, hoggið hverja hríslu og látið kindur naga viðkvæman gróður oní rót ef það hefði bætt lífskjör þeirra sjálfra eitthvað. Að búa til úr engu einhverja rómantíska mynd um fórnfýsi þeirra og umhyggju fyrir ófæddum afkomendum breytir því ekki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 21:02

2 identicon

Ómar minn. Verst ef fræðingarnir ætla að láta Kötlu gömlu, og allar hinar elds-reykpúandi óviðráðanlegar gosstöðvar borga fyrir mengunina sem frá þeim kemur?

Það verður flókið reikningsdæmi, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Það er verið að sýna: Guð blessi Ísland, í Borgarleikhúsinu.

En ekki er víst að komi fram í því leikriti hvernig allar óstjórnanlegu "Kötlur" Íslands ætla að borga fyrir ó-útfærða áróðurinn óútreiknanlega og óborganlega?

Þetta er frekar flókið þegar maður hugsar til réttlátt skiptra "allskonar" framtíðar reikninga? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 21:06

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Sæll minn kæri
Nota tækifærið í þetta sinn -  meðan gaukurinn sem stöðugt verpir í hreiðið þitt, hefur ekki yfirtekið umræðuna - til þess að minnast á það sem öllum má ljóst vera.

Íslensk þjóð - manneskjurnar sem byggja þetta land - og afkomendur okkar, sem landið ættu að erfa, eru í mínum huga:  Órofa hluti náttúru Íslands og ekki minna virði en mosar, hríslur, skófir eða flúðir - þar með taldir t.d. Urriðafoss og aðrar óbeislaðar orkulindir í og utan byggðs bóls.
Við sem nú lifum, eigum að njóta landsins, nýta landið - en EKKI níða landið.
Svo mörg voru þau orð - og ég óska öllum góðra stunda :)


 

Þorkell Guðnason, 28.10.2017 kl. 22:10

4 identicon

Youtube: Amazing grace in cherokee-Natavie Amerikan.

Fallegur boðskapur, sem segir meir en örfá orð í pólitíska stríðinu skaðlega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 22:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Verst ef fræðingarnir ætla að láta Kötlu gömlu, og allar hinar elds-reykpúandi óviðráðanlegar gosstöðvar borga fyrir mengunina sem frá þeim kemur?"

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 23:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þeir hefðu virkjað hverja sprænu, sett olíuhreinsunarstöð í hvern fjörð, hoggið hverja hríslu og látið kindur naga viðkvæman gróður oní rót ef það hefði bætt lífskjör þeirra sjálfra eitthvað."

Ekki veit ég til þess að það hafi bætt lífskjör Íslendinga að "höggva hverja hrislu".

Slíkt kallast að pissa í skóinn sinn og Sjálfstæðisflokkurinn er afar hrifinn af því.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 23:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum vona að ekki verpi margir í hreiður eiginkonu þinnar, Þorkell Guðnason.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 23:53

8 identicon

"Sönnu" tölulínuritin, og aðferðir heimsbanka keyptu falsanir reiknimeistaranna, fylgja ekki með frétta-vísindaauglýsingunum heimsfrægu.

Kannanir eru pólitískar, en ekki raunverulegar. Því miður.

Friðurinn, hreinleiknn og tilverurétturinn, "frá" reikistofum bankaranna má ekki kosta varnarlausra mannslífin.

Mengunar-tölulínuritin ósönnuðu og ræningjabankareiknistofu-skattpínandi mega ekki kosta mannslíf. Til að bjarga mannslífum? Sumir munu líklega aldrei viðurkenna skortinn á raunverulegri fræðslu/kennslu um útreikningana mengunarskatta-pínandi í framtíðinni.

Unga fólkið á rétt á því að fá heiðarlega, rökstudda, og rétta alhliða kennslufræðslu, um það sem er í gangi hjá bankaranna jarðarveldis stýrandi skattaræningjum.

Vaki Guðs englar allt um kring, og yfir öllum mismikið gölluðum. Og leiðbeini öllum mismikið gölluðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2017 kl. 00:14

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað viltu meiri mengun, Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

Þorsteinn Briem, 29.10.2017 kl. 00:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.2017:

"Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.

Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga.

Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi einnig bent á að styrkur svifryks hafi í morgun verið yfir heilsuverndarmörkum við Grensás í Reykjavík.

Styrkurinn þá var 67,45 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Styrkur niturdíoxíðs hefur einnig verið hár undanfarna daga.

Sú mengun kemur aðallega frá bifreiðum og er mest á morgnana og síðdegis þegar umferð er mest."

Þorsteinn Briem, 29.10.2017 kl. 00:23

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á kynslóðum fortíðar og nútíðar er sá, að í fátækasta landi Evrópu áttu menn ekkert val. Þeir urðu að eyða skógum og veiða síðasta geirfuglinn til þess að lifa til næsta dags. 

Þeir áttu enga möguleika á að setja olíuhreinsistöð í hvern fjörð eða virkja hverja sprænu. 

Í nútímanum eigum við hins vegar val og þess vegna berum við ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. 

Ómar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 01:50

12 identicon

Þeir urðu ekki að eyða skógum og veiða síðasta geirfuglinn til þess að lifa til næsta dags. Það var engin hungursneið. Fátækt þessa svokallaða fátækasta lands Evrópu var skortur á peningum en ekki mat. Það voru til dæmis engir kotbændur sem höfðu menn í vinnu við skógarhögg. Það var þeirra val til þess að bæta sín kjör sem voru samt ekkert slæm á þeirra tíma mælikvarða.

"Lengi tekur sjórinn við" er orðatiltæki sem er lýsandi fyrir viðhorf forfeðra okkar. En þeim gat bara ekki verið meira sama um afkomu þína og þínar óskir. Komandi kynslóðir voru ekki til fyrir þeim og skiptu þá engu máli.

Í nútímanum eigum við sama val. Við getum bætt lífskjör okkar eða látið það ógert fyrir einhverjar komandi kynslóðir. Valið er augljóst ef við eigum að taka forfeður okkar til fyrirmyndar.

Að búa til úr engu einhverja rómantíska mynd um fórnfýsi þeirra og umhyggju fyrir komandi kynslóðum er ekkert annað en lygi og sögufölsun.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.10.2017 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband