Gölluð kosningalöggjöf skemmir fyrir.

Gallar kosningalöggjafarinnar sýnast ekki stórir þegar um er að ræða einn þingmann til eða frá eins og hjá Framsókn og Samfylkingu þar sem sá flokkurinn, sem fær meira fylgi fær færri þingmenn. 

En einn plús einn eru samt tveir og það hefur sitt að segja þegar þingmennirnir eru ekki margir. 

Svipað er að segja um fimm þingmanna hrun hjá Sjálfstæðisflokknum frá því í fyrra. Þetta hefur sitt að segja, og fylgishrunið var ekki svona mikið, heldur einfaldlega vegna gallaðrar kosningalöggjafar. 

Sjálfstæðisflokkkurinn fékk einum til tveimur þingmönnum fleiri í fyrra en samsvaraði atkvæðatölunni, -  en núna fær hann nokkurn veginn rétta tölu.   

Og enn einu sinni sést eitt af meira en hundrað atriðum í stjórnarskrá stjórnlagaráðs þar sem bætt hefði verið úr þessum galla.  


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem einn sér sem galla sér annar sem kost. Sumum gæti þótt það skynsamlegt að landsvæði hefði fulltrúa þó fólksfjöldi nægði ekki eftir tillögum stjórnlagaráðs. Að náttúran og mannlíf ætti möguleika á fulltrúa þó eitthvað skorti upp á fólksfjöldann. Og að hagsmunir fjöldans á suðvesturhorni landsins réðu ekki óskorað öllu landinu. En til þess að þykja það þyrfti maður að hafa meiri áhuga á náttúruvernd og því að halda landinu öllu í byggð en að breyta stjórnarskrá bara til þess að geta sagst hafa breytt stjórnarskrá.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 13:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lýðræði byggist á því að meirihluti kjósenda ráði í viðkomandi landi.

Hins vegar getur meirihlutinn ákveðið að taka ákveðið tillit til minnihlutans.

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 13:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tillögur Stjórnlagaráðs hefur einfaldlega verið kosið í lýðræðislegum kosningum, þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihluti kjósenda, lýðræðið, á að sjálfsögðu að ráða.

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 13:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2017:

"Meiri­hluta Íslend­inga, eða 56%, þykir mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un MMR á af­stöðu Íslend­inga til nýrr­ar stjórn­ar­skrá­r.

Fram kem­ur, að Íslend­ing­ar sem bú­sett­ir hafi verið á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið lík­legri til að þykja það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá (61%) en þeim sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni (47%).

Enn frem­ur seg­ir, að 91% af stuðnings­fólki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 92% af stuðnings­fólki Pírata þyki það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá.

Ein­ung­is 15% af stuðnings­fólki Sjálf­stæðis­flokks­ins þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

76% Vinstri grænna, 40% Fram­sókn­ar og 39% Viðreisn­ar þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá fyr­ir næsta kjör­tíma­bil.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 26. til 28. sept­em­ber 2017 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.012 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri."

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband