Spurning hvort Sigurður Ingi ætlar "að taka Óla Jó á þetta".

Sigurður Ingi Jóhannsson getur í raun verið í firna góðri aðstöðu til þess að verða forsætisráðherra. Það mátti meðal annars ráða af orðum hans eftir fund með forseta Íslands þar sem hann minnti á möguleikana á því að mynda stjórn frá miðju nógu langt yfir til vinstri og hægri, þ. e. miðjustjórn. 

Rétt er að minna á það í því samhengi að það hefur aldrei gerst í fullveldissögu Íslands í 99 ár að formaður flokks yst á vinstri hafi orðið forsætisráðherra. 

1947 varð Stefán Jóhann Stefánsson formaður minnsta þingflokksins forsætisráðherra. 

Enn óvæntari varð útkoman 1978 þegar Framsóknarflokkurinn beið mesta ósigur sinn fram að því ásamt Sjálfstæðisflokknum, en þessir flokkar höfðu verið saman í stjórn. 

Ljóst varð því að samstjórn þessara flokka kom ekki til greina, þótt hún hefði áfram meirilhluta, vegna þess að Ólafur Jóhanesson, formaður Framsóknarflokksins ákvað frekar að nýta sér oddaaðstöðu flokksins og fara frekar í vinstri stjórn. 

Hann leyfði Benedikt Gröndal og Lúðvíki Jósepssyni að sprikla við stjórnarmyndunartilraunir, og kom síðan eins og svartur hestur inn á sviðið og myndaði stjórn. 

Spurningin er hvort Sigurður Ingi ætlar "að taka Óla Jó á þetta". 


mbl.is Sigurður vill líka fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarmyndunarmöguleikar nútíðarinnar byggjast ekki á því hvernig eitthvað hafi verið í fortíðinni, sem þú þylur hér stöðugt upp en manst þó ekki einu sinni hvernig hlutirnir voru í fyrra, frekar en Alzheimersjúklingar, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 13:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Athyglisvert er að sjá hvílíkum fyrirlitngaraugum er litið á sagnfræði og gagnsemi hennar í þessara athugasemd og ekki er síðri fyrirlitningin á vesaling mínum og Alzheimerssjúklingum.

Hrektu fyrst eitthvað af því sem stendur í pistilinum hér fyrir ofan áður en þú hjólar í hann, sagnfræðinga og Alzheimerssjúklina. 

Ómar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 14:17

3 identicon

RÍÓ - Óli Jó?!

Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 15:21

4 identicon

Ég hélt alltaf að það væri gagnlegt að skoða söguna....

En ég veðja samt á D-B-M,....

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 17:27

5 identicon

....

Kata litla í Koti 
mig kyssti fyrstan mann,
og kossinn var svo heitur
að hjartað í mér brann

Svo flaug hún eins og fiðrildi
og kyssti margan mann, 
hver koss var svo heitur 
að hjartað í þeim brann

Í beinni var hann Bjarni
-og Kata kyssti hann- 
með kossalit svo heitum, 
að Kata sjálf hún brann

 

Þó keyrði hún að Bessastöðum
og kyssti forsetann....! kiss

 

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/30/tveir_valkostir_fyrir_forsetann/

Ritþjófur (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 18:33

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú ertu, Steini, búinn sð fá níu klukkustundir til að hrekja eitthvað af því sem stendur í pistlinum í stað þess að halda þig við aðdróttanir og svívirðingar. 

Ómar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband