Þarf frekar að skoða meginorsakir sigurs Trumps.

Jafnvel þótt upp komist um eitthvert leynimakk við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og að fyrir liggi að gölluð kosningalöggjöf skilaði manni upp í forsetastól sem  ekki var með meirihluta atkvæða Bandaríkjamanna og raunar næstum þremur milljónum frá því, eru þetta ekki aðalorsakir sigurs Trumps heldur hitt, hvernig svona maður gat yfirleitt komist í gegnum allar forkosningarnar hjá öðrum aðalflokki BNA. 

Hann hefur í engu breytt hegðun sinni í embætti, heldur sakar hvern og einn, sem heldur fram staðreyndum, sem ekki henta honum, um lygar. 

Svo langt hefur þetta gengið að hann og fylgismenn hans, sem eru ekki aðeins ótrúlega margir vestra, heldur líka ótrúlega margir hér á landi, halda því blákalt fram að allir veðurfræðingar og vísindamenn sem fást við rannsóknir á veðurfari og náttúrufari á jörðinni, falsi allar tölur sínar og stundi eitthvert ótrúlegasta lygasamsæri sögunnar. 

Reka þurfi allt þetta fólk og fá í staðinn "alvöru"vísindamenn sem komist að "réttum niðurstöðum." 

Trump leitaði uppi óánægjuhópa í Bandaríkjunum, sem er farið hefur halloka vegna breytinga á atvinnuháttum af völdum tækniframfaranna sem bylting í fjarskiptum og alþjóðasamskiptum byggist á, og gaf einnig færi á því að þeir sem eru óánægðir með spillinguna í stjórnsýslunni í Washington hefðu hann sem eina frambjóðandann, sem ætlaði að berjat gegn þeirri spillingu. 

 


mbl.is „Lygari“, segir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

nei.

Jón Þórhallsson, 31.10.2017 kl. 17:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Trump "leitaði" ekki uppi óánægjuhópa - óánægjuhóparnir kusu Trump.  Í blóra við jafnvel flokkinnn sem tefldi honum fram sem kandídat.  

Kolbrún Hilmars, 31.10.2017 kl. 18:08

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Keppinautarnir voru slakir, bæði í forvali Repúblika og forsetakosningunum. Þeir vanmátu Trump og hæfni hans til að ná til fólks og kveða menn í kútinn í kosningslagnum. Framboð hans var mun betur úthugsað og skipulagt þegar kom að samfélagsmiðlum. Aðalaðferð hans var að gera linnulausar árásir á andstæðinginn og Clinton með sína fortíð lá einstaklega vel við höggi.

Hagsmunir Repúblikanaflokksins og olíuiðnaðarins eru samofnir og það ræður stefnu þeirra í loftlagsmálum. Þeir tala þar gegn betri vitund.

Helgi Viðar Hilmarsson, 31.10.2017 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband