..."óvissa er með Björn Leví..."

Ef fundahöld þessi eru þrefi´í 

þá ekki rónni ég sef í. 

því óvissa er með Björn Leví

að útkomuna hann skít gefi´í. 

 

Í athugasemdum við vísuna er að finna athyglisverðar vangaveltur um það, að Píratar eru fylgjandi því að ráðherrar segi sig frá þingmennsku þann tíma sem þeir sitja í ráðherraembætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Leví Gunnarsson yrði flottur ráðherra.

Píratar hafa þá stefnu að ráðherrar séu ekki einnig þingmenn, þannig að varamaður hans tæki þá sæti á Alþingi.

Þorsteinn Briem, 4.11.2017 kl. 02:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margar þrautir löngum leyst,
lítið honum þref í,
margt í heimi hefur breyst,
hef þó traust í Leví.

Björn Leví Gunnarsson

Þorsteinn Briem, 4.11.2017 kl. 02:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er athyglisverð athugasemd, Steini. Enn sem komið er er málum þannig háttað í æðstu stjórnsýslu samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, að ráðherrar geta verið býsna sjálfstæðir í ákvörðunum í málaflokki sínum, því að skortur er á skýrum ákvæðum um sameiginlega ábyrgð ráðherra á stjórnarathöfnum ríkisstjórnarinnar. 

Hafa ráðherrar iðulega seilst ansi langt hver á sínu sviði og myndast hefur ákveðið andrúmsloft samtryggingar sem felst í gagnkvæmu afskiptaleysi. 

Stundum hafa ráðherrar sagt síðar, að þeir hefðu verið andvígir ákveðnum ákvörðunum ráðherra þegar þær voru teknar

Þessu er víðast ekki svona farið í löndunum í kringum okkur heldur ríkja um sameiginlega ábyrgð ráðherra reglur, hefðir, eða hvort tveggja. 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að það sé skýrt, að ríkisstjórn sé fjölskipað stjórnvald og að hver ráðherra teljist samábyrgur gerðum hinna nema hann færi fram sérstaka bókun um það innan ríkisstjórnarinnar þegar ákvörðunin er tekin. 

Ómar Ragnarsson, 4.11.2017 kl. 11:13

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sjóræningjadrottningin Birgitta verður ráðherra, ef ekki, þá verður hún þingmaður þegar Sjóræningi sem segir af sér þingmennsku þegar hann/hún verður ráðherra.

Svo einfalt er þetta nú.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.11.2017 kl. 15:30

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún getur ekki orðið þingmaður nema að hafa verið á framboðslista. 

Ómar Ragnarsson, 4.11.2017 kl. 17:48

6 identicon

Ómar minn. Birgitta blessunin er nú ekki neitt blávatn, enda greinilega dóttir Bergþóru Árnadóttur, sem söng fyrir réttindum verkalýðsins mismikið svikna.

Ekki þekki ég þennan blessaða Björn Leví, sem virðist vera nýjasta fórnarlamb blekkingameistaranna í fjölmiðlasamtökum heimsins. Og Sýslumannsembættanna þjónar eflast í árásum á þá sem þeir eiga að verja, á  fjölmiðlabannstíma? Fjölmiðlabann og hvaðeina annað marklaust rugl úr þeirri Sýslandi og lögmannastýrandi áttinni?

Sé eiginlega ekki tilgang í að kjósa alþingismenn og eftir atvikum baktjaldaskipulagða bragðarefi, svokallaða "ráðherra"?

Ráðuneytisstjórarnir allsráðandi, hótandi, kúgandi og lögbrjótandi eru nánast orðnir mosagrónir og týndir í umræðunni, eftir áranna/áratuganna þrásetu, vangetu, og ráðuneytisstjóra-ábyrgðarleysi?

Með og án Stjórnarskrár-leyfum af alls konar tegundum með mismunandi ártölum og ólöglegheitum?

Það vantar að leggja spilin á borðið.

Og hætta svona ímynduðum Stjórnarskrár-kúgunum út um alla blessaða móðurjarðar-kringluna.

En þannig til-lögur verða víst að koma frá einhverju þungra byrðanna gráðuburðardýrinu úr háskoluðum og blekktum hásætunum, til að valdsins blekktur almenningur taki mark á slíkum til-lögðum "blekkingum"!

Eða þannig!

Flókið?

Já.

Eins og allt stjórnsýslukerfið embættanna spillingar forstöðumanna stýrða!

Það gæti nú kannski einhver notað þessa "spilin á borðið" hugmynd mína til góðs, sem hefur hingað til stólað á gráðuburðadýrs leyfi frá bankaræningja-lögmannamafíunni ólögverjandi og ó-réttlátu?

Er þetta kannski ekki fallega sagt af mér? Það er þá ekki í fyrsta skipti sem ég hef ekki talað með blekkingum mafíuglæpa-lögmanna-bankaræningja heimsins.

Þegar kosningaréttur, tjáningarfrelsi og öll önnur samfélagsréttindin eru farin, þá erum við stödd í fangelsi, sem Nelson Mandela sagði réttilega að væru ekkert skárri utan fangelsisrimlanna heldur en innan þeirra rimla. 

Enginn veit sína ævina fyrir en öll er!

En öll sleppum við þó sem betur fer á endanum úr jarðarfangelsi bankaræningja mafíunnar lögmannavörðu, heimsveldisstýrandi og tortímandi. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 00:56

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar, er alltaf farið eftir Stjornarskra, Lögum og Reglum Íslandi? Spyr sá sem veit.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.11.2017 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband