Hvað læti út af viðskiptum við "virt og viðurkennd" fyrirtæki?

Þegar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hóf kosningabaráttuna á fyrsta stóra fundi formanna flokkanna fyrir kosningarnar 2016 byrjaði hann á því að fulyrða að fyrirtækið sem hann hefði verið í viðskiptum við væri alls ekki "skattaskjól" heldur virt og viðurkennt fyrirtæki. 

Þetta var svipað og að segja að hann væri stoltur af því að hafa geymt peninga fyrrum forsætisráðherrahjóna þar. 

Þetta var raunar alveg á skjön við fyrstu svör hans í viðtalinu fræga vorið áður þar sem hann lýsti því að ráðamenn ríkja heims, þeirra meðal Íslands, væru í samræmdri herferð gegn viðskiptum við svona fyrirtæki, og það var á þessu augnabliki í sjónvarpsþættinum með flokksformönnunum sem Sigurði Inga Jóhannssyni og fyrrverandi formenn flokksins urðu felmtri slegnir yfir því á hvaða nótum hreinnar afneitunar ætti að sigla inn í kosningabaráttuna. 

Þeir hörðustu, sem gagnrýna RÚV stundum daglega, hafa haldið því fram að Panamaskjölin hafi ekki verið til og séu því tilbúningur, og að RÚV hafi staðið fyrir alheimssamsæri fjölmiðla á hendur íslenskum stjórnmálamönnum með eigur í virtum og viðurkenndum erlendum fyrirtækjum. 

En nú hefur það gerst að enn á ný fara fjölmiðlar heimsins af stað með viðbótarskjöl, sem þeir nefna Paradísarskjölin, þar sem fjölmörg ný nöfn erlendra ráðamanna og einhverra Íslendinga líka koma við sögu, og eru afsakanir hinna erlendu ráðamanna og útskýringar um margt af svipuðum toga og var hjá hinum íslensku og erlendu í fyrra. 

En í þetta skiptið bregður svo við að hinir hörðu gagnrýnendur RÚV hafa þagað þunnu hljóði allan daginn, fram að þessu. Nú er ekki hrópað um alheimsssamsæri sem RÚV stjórni á grundvelli skjala, sem ekki séu til. 

Dagurinn er senn á enda og maður bíður spenntur eftir því að eitthvað heyrist hjá þessum hörðu gagnrýnendum um nýju "ofsóknarherferðina" sem RÚV stjórni. 

Kannski finnst þeim þetta ekki umfjöllunarvert né merkilegt. Hvaða læti eru þetta út af viðskiptum við virt og viðurkennd fyrirtæki?

 


mbl.is Skatturinn rannsakar þekkta Svía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sigurður Ingi sagði í viðtali þessu fleygu orð....einhversstaðar verða peningarnir að vera............ ........það er ekki að spyrja að græðgisliðinu....money-mouth

Ragna Birgisdóttir, 6.11.2017 kl. 23:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og hver var það sem sagði að það væri svo óskaplega erfitt að geyma peninga?

Ómar Ragnarsson, 7.11.2017 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband