Samningaleiðin sú eina skynsamlega á endanum.

Yfir átökunum í Katalóníu á Spáni grúfir vofa borgarastyrjaldarinnar 1936-1939, einræði Francos áratugina á eftir og hið gríðarlega mannfall og hörmungar sem hvort tveggja skildi eftir sig. 

Það flækir deiluna að íbúar Katalóníu skiptast í tvennt um sjálfstæðið, líkt og Færeyingar gerðu eftir lok Heimsstyrjaldarinnar síðari, sem er ólíkt því sem var til dæmis hjá Íslendingum. 

Þótt báðir deiluaðilar stundi störukeppni og það að fara eins langt í aðgerðum og þeir telja sig þurfa til að halda stöðu sinni, er það augljóslega hagur allra að reynt verði að finna lausn með samningum. 

Allt annað með stórfelldum afleiðingum ætti raunar ekki að vera í boði. 


mbl.is Íhuga að breyta stjórnarskrá Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það flækir deiluna að íbúar Katalóníu skiptast í tvennt um sjálfstæðið, líkt og Færeyingar gerðu eftir lok Heimsstyrjaldarinnar síðari, sem er ólíkt því sem var til dæmis hjá Íslendingum."

Í lýðræði ræður meirihlutinn í þjóðaratkvæðagreiðslu í viðkomandi landi og einnig þótt einungis muni einu atkvæði.

Ekki var til að mynda vitað fyrirfram hvernig niðurstaðan yrði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um sjálfstæði Skotlands og Brexit.

Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að hunsa niðurstöðu löglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Íslands.

Skoðanakannanir, til að mynda um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, eru hins vegar ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig skíthræddur um að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina yrði flokknum í óhag.

Þorsteinn Briem, 10.11.2017 kl. 07:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 10.11.2017 kl. 07:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er alveg sammála þér um það að í hvaða kosningum sem er, getur eitt atkvæði ráðið úrslitum. 

Það sem ég á hins vegar við er það, hve það flækir stöðuna ef annar aðilinn að deilunni er klofinn í herðar niður í hörðum deilum innbyrðis.  

Ekki má gleyma reynslunni af deilum ótal þjóðernisminnihluta frá síðustu öld. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2017 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband