Merkilegt framtak Ingva Hrafns Jónssonar og eftirsjá að ÍNN og CNN.

Fréttin af því að útsendingum ÍNN verði hætt í kvöld kemur bæði á óvart og ekki á óvart. Ingvi Hrafn Jónsson

Það kemur á óvart hvað það gerist undra snöggt að tilkynnt er um endalokin samdægurs, en hitt kemur ekki á óvart

Ljóst var fyrir nokkrum árum að rekstur stöðvarinnar bæri sig ekki og á þeim tíma og á þeim tíma grunar mig að Ingvi Hrafn Jónsson hefði átt að taka tilboði sem hann fékk í stöðina.  

En hann kaus að halda áfram og það er afar skiljanlegt, því að stofnun og rekstur þessa merkilega fjölmiðils var mikil hugsjón hjá honum. 

Það merkilegasta við ÍNN var hve frjálslega og opið var boðið upp á það fyrir áhugafólk að láta til sín taka beint með þáttagerð þar og sýningar. 

ÍNN markar sennilega að þessu leyti upphaf og hugsanlega endi ákveðins tímabils í íslenskri fjölmiðlun, sem eftirsjá er að. 

Nú hefur stóraukinn og að stórum hluta nýr og fjölbreyttur vettvangur framboðs af fjölmiðlaefni á netinu drepið ÍNN og einnig CNN að því er nýjustu fréttir herma. 

CNN var erlend fyrirmynd NFS á Stöð 2 á sínum tíma sem einnig var mjög merkilegt framtak á sínum tíma, sem gekk í rauninni undravel í höndum ákafs hugsjónafólks í fjölmiðlun sem lyfti grettistaki en varð að beygja sig fyrir hörðum veruleika hins smáa markaðar. 

Það er full ástæða til að taka ofan fyrir þessu fólki og ekki síst Ingva Hrafni Jónssyni fyrir kjark þess, baráttugleði og hugsjónaeld. 

Ingva og hans fólki óska ég alls hins besta og þakka honum fyrir ótrauða baráttu hans fyrr og síðar fyrir öflugri fjölmiðlun hér á landi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband