Hver verður fyrst, Hekla, Grímsvötn, Bárðarbunga, Öræfajökull eða Katla?

Minnsta kosti fimm eldstöðvum á Íslandi sem taldar eru upp hér að ofan er "að verða mál" og gæti til dæmis Hekla gosið hvenær sem er með aðeins klukkustundar fyrirvara að dómi vísindamanna. Hekla

Grímsvötn eru virkasta eldfjall Íslands, gusu 1998, 2004 og 2011 og klukkan tifar. 

Bárðarbunga virðist vera í undirbúningsfasa undir næsta gos á eftir Holuhraunsgosinu og vaxandi jarðhiti er farinn að brjóta bráðnunarvatni farveg í gusum undir Dyngjujökul. 

1999 til 2010 bættist Eyjafjallajökull í hóp eldfjalla í ham, en yfirleitt hefur verið langt á milli eldgosa í því fjalli svo að honum er "ekki mál" að því er virðist. 

Og nú minnir aukin leiðni í Múlakvísl á einhvern lengsta óvissu- og meðgöngutíma eldfjalls hér á landi, þar sem er Katla. 

Hugsanlega varð smágos í henni 1955 sem setti mikið hlaup í Múakvísl og hefur kannski lengt biðtímann eftir henni eitthvað. 

En á næsta ári verður öld frá Kötlugosinu 1918 og sú gamla gæti alveg tekið upp á því að stela "sjóinu" frá öllum hinum eldfjölunum og aldarafmæli fullveldisins og frostavetrarins mikla 1918 með því að gjósa hressilega og hrella miklu fleiri en 1918 þegar engin flugvél hafði enn flogið á Íslandi. 


mbl.is Lyktin finnst enn við Öræfajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar hvað með Kverkfjöllin er ekki komin tími á þau ?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 20:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, það er ekki svo að sjá. Stærð þeirra bendir til að þau hafi verið mikilvirk fyrrum, en vegna þess hve afskekkt þau eru, er lítið vitað um virkni þeirra á sögulegum tíma. 

Ómar Ragnarsson, 17.11.2017 kl. 23:04

3 identicon

Hvaða eldgos stóðst síðast excel æfingar sófajarðfræðinga með skeiðklukku? Af hverju komu Surtsey, Vestmannaeyjar, Gjálp, Holuhraun, Fimmvörðuháls, Eyjafjallajökull o.fl. ykkur sérfræðingum í næsta gosi á óvart? Getur verið að kaffikorgur og kindagarnir dugi eins vel til að spá til um næsta gos og dagatalning?

Hábeinn (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 00:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband