Hvor Framsóknarflokkurinn er betri í að "vinsa það besta úr"?

Framsóknarflokkarnir á Íslandi eru minnsta kosti tveir en þó líklega fleiri flokkar sem hafa innanborðs menn sem eru "Guðjón inn við beinið." 

Bæði Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa sagt það, að það sé aðall Framsóknarmanna, að skoða sem best allar mögulega kosti og fá hægri, vinstri og miðjumenn til samstarfs. 

Hann segir að Framsóknarmenn séu allra stjórnmálamanna vanastir að vinna sitt á hvað til hægri og vinstri. 

Í gamla daga var talað um að "Framsókn væri opin í báða enda."

Sigmundur Davíð hefur lýst því sem einum helsta kosti Miðflokksins að hann geti sem miðjuflokkur laðað til sín flokk úr öllum áttum til að sameinast um stór verkefni.

Spurningin er því hvor Framsóknarflokkurinn sé líklegri til að ná árangri í því að vera límið í ríkisstjórn eftir að hafa "vinsað það besta úr til hægri og vinstri." 

Meðan ekkert liggur enn fyrir um það hvers konar stjórnarsáttmála Sjallar, Framsókn og Vg sjóða saman, er erfitt að segja nokkuð um málið. 

Og jafnvel þótt það myndi liggja fyrir hvernig sáttmálinn væri eða á hverju strandaði ef það verður niðurstaðan, er ekki síður erfitt að giska á hvort og þá hvernig Miðflokkurinn hefði náð betri árangri við myndun ríkisstjórnar.  

 

 


mbl.is „Mynda samsæri gegn kjósendum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, sá sem heldur að "Framsóknarflokkarnir" á Íslandi séu einungis tveir, áttar sig ekki á heildarsamhenginu. Sé "Framsóknarflokkur" skilgreindur sem flokkur sem verndar og viðheldur "landbúnaðar-, sjávarútvegs-og stjórnsýslu" kerfinu sem hefur fært okkur þjóðfélag ógagnsæis og ójafnaðar nútímans, eru "framsóknarflokkarnir" fjórir: Framsóknarflokkur B, Framsóknarflokkur D, Framsóknarflokkur M og Framsóknarflokkur VG.

Jakob

jakob (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 07:53

2 identicon

Ómar. Myndband Láru Hönnu á youtube: Spaugstofan eftir hrun - 4

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 10:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sagði að Framsóknarflokkarnir væru "að minnsta kosti tveir."  Með því áttí ég við að í þremur öðrum flokkum væru við lýði, misjafnlega mikil, sjónarmið kvótaeigenda og virkjanasinna. 

Það á við um valdastofnanirnar í Sjálfstæðisflokknum, þótt fylgjendur flokksins séu klofnir þannig á furðu stór minnihluti er andvígur "virkjana- og stóriðjuæðinu" og kvótakerfinu. 

Ég hef áður lýst því að í Vinstri grænum séu líka furðu margir í raun framsóknarmenn sem hafa líkt og litað sig með lélegri rauðri vatnslitamálningu, og þess má geta að í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var þriðjungur þeirra, sem kváðust myndu kjósa flokkinn, meðmæltur virkjuninni. 

Nýleg dæmi eru stóriðjan á Bakka afstaða Lilju Rafneyar til óðasjókvíaeldis. 

Ómar Ragnarsson, 20.11.2017 kl. 12:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: Á að vera "í tveimur öðrum flokkum." 

Ómar Ragnarsson, 20.11.2017 kl. 12:45

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðeins nánari útskýring: Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa stillt sér upp sem nauðsynlegu lími á milli hægri og vinstri, til dæmis á milli framsóknarmannanna í Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. 

Ómar Ragnarsson, 20.11.2017 kl. 12:48

6 identicon

Þegar kemur að ákvörðun sést hvar þunginn í flokkunum liggur. (Fyrrverandi) formaður Bændasamtakanna er 1. þingmaður kjördæmis fyrir D, Steingrímur J. Sigfússon hefur í 20 ár, eða þar um bil, verið mesti áhrifamaður innan VG. Þegar gera þarf upp á milli nútímalegra viðhorfa og vernd fortíðarinnar, hefur fortíðin alltaf ráðið innan D undanfarin 40-50 ár, a.m.k. frá 10. júlí 1970 (andlát BjBen (miklu betri)). Sömu sögu að segja hjá VG og fyrirrennara, Lúðvík og Steingrímur hafa alltaf haft yfirhöndina, fortíðin umfram framtíðina.

Jakob

jakob (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband