Trúin á hin algeru átakastjórnmál skín í gegn.

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í fyrra, blasti við að taka þyrfti upp nýja stjórnarhætti samræðustjórnmála til þess að geta haldið kosningar farsællega á tilsettum tíma í október. 

Hinn algeri skotgrafahernaður á kostnað viðleitni til samvinnu, samræðna og samráðs var látinn víkja. 

Þessi vinnubrögð gáfu þjóðinni von um að ný tegund stjórnmála, lík því sem gerist á öðrun Norðurlöndum, væru að sjá dagsins ljós í þeim farsa karphússtjórnmála, sem hefur helst dregið úr trausti almennings á Alþingi. 

Þetta virðist sá, sem var forsætisráðherra á undan Sigurði Inga vera fyrirmunað um að skilja, úr því að hann fordæmir svipuð samræðustjórnmál eru viðhöfð þessa dagana við samsvarandi verkefni og fyrir ári, að samþykkja fjárlög og brýnustu aðgerðir í tæka tíð fyrir áramót.

Auðvitað er það eðli stjórnmála að tekist sé á um helstu prinsipp í þeim, en trúin á svo gegnumgangandi ósætti, að aldrei megi leita að málamiðlunum í einu eða neinu áður en neyðst er til að láta sverfa til stáls, er bæði óskynsamleg og til tjóns.  


mbl.is „Met í pólitískri óákveðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lýðræðið verður hálfgerð skopstæling þegar flokkar verða svo gírugir eftir völdum að þeir gefa eftir megnið af stefnuskrá þeirri sem þeir voru kjörnir fyrir. Menn eru minnugir þess hve VG lagðist lágt til að mynda stjórn með Samfylkingunni forðum, þar sem öll meginatriðin sem þeir hlutu kjör fyrir voru svikin. Snerust reyndar í andhverfu sína. Er að furða þótt það ríki skeptík og vantraust?

Sigmundur er bara að benda á þesskonar pólitískt vændi, sem er algert svik við kjósendur og lýðræðinu til háðungar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2017 kl. 01:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Menn eru minnugir þess hve VG lagðist lágt til að mynda stjórn með Samfylkingunni forðum, þar sem öll meginatriðin sem þeir hlutu kjör fyrir voru svikin."

Nefndu nú öll þessi meginatriði, Jón Steinar Ragnarsson.

Og hversu mörg kosningaloforð hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson staðið við?!

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum [2009] sem blaðamaður Morgunblaðsins."

"Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.

Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.

Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu.

Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna."

"En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það."

"Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:30

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.11.2014:

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:33

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.11.2014:

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 28.11.2017 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband