FYRIR SUNNAN VATNIÐ.

Í hitteðfyrra setti ég fram í sjónvarpi tvær leiðir til þess að tengja uppsveitir Árnessýslu við Reykjavík. Önnur þeirra lá um Nesjavallaveg gegnum Dyrafjöll, um Kaldárhöfða og Lyngdalsheiði. Hin lá um svonefnt Grafningsskarð norðan við Ingólfsfjall. Báðar miðuðu að því að færa hraðbraut frá vatnsverndarsvæði Þingvallavatns. Tveimur spurningum var þó ósvarað.

1. Hvort vegur við sunnanvert Þingvallavatn gæti haft áhrif á vatnið, t.d. ef olíuslys yrði. Vitað er að arsenik hefur fundist í vatninu eftir að affallsvatni frá Nesjavallavirkjun var veitt í tjörn norðan hennar.

2. Hvaða umhverfisáhrif vegur á nýjum stað yfir Sogið við Álftavatn hefði og hvort sátt myndi nást um veg þar við sumarbústaðafólk og landeigendur.

Niðurstaða mín nú er þessi: Leggjum bundið slitlag á núverandi Konungsveg og lagfærum hann lítillega þar sem snjór sest helst á hann á veturna og höldum honum opnum allt árið. Notum tímann vel framundan til að rannsaka leiðirnar sem ég benti á á sínum tíma.


mbl.is Landvernd óskar eftir frestun á útboði Gjábakkavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú reynir á "Fagra Ísland". Samfylkingin ræður ríkjum bæði um umhverfisráðuneytinu og samgönguráðuneytinu. Það ætti að vera mögulegt að fresta þessu og láta kanna betur þessa 3+8 leið. Spurningin hvort þeir eru ekki skíthræddir við að rugga bátnum eftir atburði síðustu daga í borginni.

Sigurður Hrellir, 18.10.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ómar,

Önnur leið er að setja upp einfalt afkastamikið lestarkerfi sem notar náttúruvæna orkugjafa. Slíkt samgöngukerfi myndi minnka umferð mengandi ökutækja stórlega um svæðið.

Annars er í Þingvallavatni eins stærsta uppspretta á fersku vatni á jörðinni. Það vatn kemur neðanjarðar að stórum hluta frá Langjökulssvæðinu og það þarf mikið að gerast til að valda stórfelldri mengun á því vatni sem þaðan kemur.

Ég myndi frekar hafa áhyggjur af sumarbústöðum í kringum vatnið og þeirri umferð sem þeim tengist en að vera að velta sér upp úr þessum vegspotta sem liggur yfir Lyngdalsheiðina.

Hér má sjá kort af sjálfvirku lestarkerfi sem gæti haft mjög jákvæð áhrif á samgöngumál á Íslandi.



Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvandan á Suðurlandi, bæði fyrir heimafólk og ferðamenn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Annars má lesa nánar um málið hér:



http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/


Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.10.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Alveg sammála þér Ómar. Mér finnst miklu skynsamlegra að leggja veg fyrir sunnan Þingvallavatn heldur en að gera nýjan veg á núverandi vegastæði Gjábakkavegarins eða nálægt því.  Ég sé t.d. eftirfarandi kosti:

  1. Leiðin frá Reykjavík að Laugarvatni yrði mun styttri en núverandi vegur yfir Hellisheiði og einnig styttri en Gjábakkaleiðin.
  2. Vegurinn myndi nýtast fleirum en Gjábakkaleiðin, þ.e. þeim sem eru að fara úr Reykjavík í vestanvert Grímsnes og Grafningshrepp
  3. Álag á veginn yfir Hellisheiði og upp Grímsnes myndi þannig minnka mun meira. En á þeirri leið er í dag mjög mikið umferðarálag á vissum tímum og kemur til með að aukast.
  4. Vegastæðið raskar ekki þjóðgarðssvæðinu á Þingvöllum og myndi reyndar draga úr umferð um Þjóðgarðinn.
  5. Ætti ekki að hafa áhrif á heimsminjaskráningu Þingvalla
  6. Ætti miklu síður að hafa mengunaráhrif á vatnið þó svo að ég haldi að það sé nú kannski gert fullmikið úr því.
  7. Meira öryggi og minni slysahætta þar sem vegurinn fyrir norðan Þingvallavatn er of blindur og krókóttur fyrir þá umferð sem myndi hljótast af núverandi tillögu.
  8. Um er að ræða lausn til meiri framtíðar en núverandi leið fyrir norðan vatnið

    Hugmyndir Kjartans eru mjög spennandi en kannski ekki alveg tímabærar?

Þorsteinn Sverrisson, 18.10.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nú einmitt meinið að sumarbústaðabyggðin er orðin svo mikil að öll viðbót við hana hvað snertir mengun getur orðið dropinn sem fyllir mælinn.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2007 kl. 23:04

5 identicon

Varðandi sumarhúsabyggð við Þingvallavatn langar mig að koma þessu á framfæri. Fölskyldan mín á sumarhús við vatnið. Aldrei hef ég séð nokkarar reglur varðandi mengun farartækja eða nokkuð annað. Mikið er af hraðbátum, fjórhjólum, rotþróm og alls konar tækjum í grend við vatnið. Fólk stendur í skógrækt og annað slíkt. Ég vildi gjarnan að við sem höfum bústað í nágrenni við vatnið fengjum sendar upplýsingar um hvað má setja mikið af alls konar arfaeitir. Má eitra hekkið við bústaðinn, hvernig á að fara rusl og drasl, má sprengja fleiri tonn af flugeldum í Hestvíkinni um verslunarmannahelgina eins og nú er gert. Hvað með allt bensínið á hraðbátunum, jet-skí og fleira. Margir setja skortdýraeitur á hekkið. Þarf ekki að setja einhverjar skýrar línur með þetta?

Ég hef áhyggjur að vegaframkvæmdum hvort sem þær eru norðan eða sunnan við vatnið. Eflaust eftir 50 ár verða allar siglingar bannaðar nema á árabát eða seglskútu og allri bílaumferð beint í aðrar áttir. Vonandi að þá verði vatnið ekki orðið of mengað.

Andrea Þormar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband