SKÁSTA SKATTHEIMTAN.

Afstaða okkar Íslendinga til eldsneytisverðs er full af mótsögnum. Við mótmælum hástöfum ört hækkandi eldsneytisverði á sama tíma og innflutningur stórra og eyðslufrekra bíla nær nýjum hæðum. Jafnframt berjum við okkur á brjóst í stjórnarsáttmála og þykjumst ætla að verða fyrirmynd annarra þjóða um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skoðankönnunum vilja 70% þjóðarinnar lækkun opinberra gjalda en sömu 70% vilja aukna þjónustu ríkisins. Í stjórnarsáttmála stjórnar, sem hefur fylgi 70% þjóðarinnar, er rætt um endurskoðun gjalda á bílaflotannn meðal annars til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Mótsögnin í hneykslun Íslendinga á háu eldsneytisverði felst í því að losun gróðurhúsalofttegunda er að mestu í réttu hlutfalli við notkun eldsneytisins sem heimtað er að verðið sé lækkað á svo að við getum notað enn meira af því og keypt okkur enn fleiri og stærri bíla.

Ég veitti fjármálaráðuneytinu á sínum tíma fyrstu ráðgjöfina um mismunandi gjöld á bíla eftir stærð og vissi vel að það er sama hve mikið menn reyna að búa til skynsamlegt kerfi um þessi atriði, byggt á stærðum bíla og véla, - að það verður ævinlega reynt og hægt að misnota það. ´

Á einhverjum svæðum slíks kerfis verður ávallt innbyggt ranglæti.

Þrátt fyrir allt eru að mínum dómi aðeins þrjár aðferðir skástar til að koma böndum á bruðl okkar sem sprengir gatna- og vegakerfið og eykur útblástur gróðurhúsalofttegunda:

1. Eldsneytisverð. Réttlátasta skattheimtan, gjaldið borgað beint við bensíndæluna, engin undanskot né skattsvik og sá borgar mest sem notar mest.

2. Koltvísýringsgjald, sem greitt er í réttu hlutfalli við útblástur koltvísýrings.

3. Lengdargjald, sem miðast við lengd bíla, þ. e. hve mikið rými þeir taka í umferðinni. Sá borgar mest sem tekur mest rými af dýru malbiki og stuðlar með bruðli sínu að nauðsyn þess að gera dýr mislæg gatnamót fyrir bíladrekana. Án þess að íþyngja vegfarendum myndi stytting meðalbílsins um aðeins hálfan metra (Úr Corolla/Avensis niður í Yaris) losa 50 kílómetra af malbiki á dag á Miklubrautinni einni.

Ég tel mig vera að verja bílismann með ofangreindum tillögum því að núverandi þróun stefnir umferðarmálum okkar í augljóst óefni og mun á endanum stúta frjálsum samgöngum.  

Raunar væri árangursríkara að hækka álög á eldsneyti og minnka gjöld á innflutning bíla til að greiða fyrir hraðari endurnýjun bílaflotans með styttiri, öruggari og sparneytnari bílum.

Undanfarin ár hefur þjóðin lifað um efni fram í skjóli allt of hás gengis íslensku krónunnar. Nú berjast menn um á hæl og hnakka við að reyna að viðhalda þessu í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að fylleríinu verður að ljúka.

Þorsteinn Pálsson tekur undir það í ritstjórnargrein að nú vanti tafarlausa innspýtingu fjárfestinga og veltu með nýjum stóriðjuframkvæmdum.

Einn af ráðherrunum fyrir tíu árum sagði við mig að slíkt yrði að halda áfram stanslaust til að koma í veg fyrir kreppu og atvinnuleysi.

Þegar ég spurði á móti hvað ætti að gera þegar ekkert væri eftir til að virkja svaraði hann: Það verður viðfangsefni þeirrar kynslóðar, sem þá verður uppi. Sem sé, vandanum velt á þann yfirgnæfandi hluta kjósenda sem enn er ófæddur eða á barnsaldri.

Mikil reisn og réttlæti, ekki satt?


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Á ensku kalla þeir það þegar erfiðum ákvörðunum er frestað the NIMTOO Syndrome, Not In My Time Of Office. Þetta virðist vera ríkjandi viðhorf ráðamanna allstaðar.

Villi Asgeirsson, 28.3.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Samt sem áður höfum við ekkert val það tekur daginn að ganga til Reykjavíkur fyrir 4 manna fjölskildu kostar c.a 4000 þús aðra leiðina með rútu ,þá er bensínið orði betri kostur á bílinn.

Þetta er bara svo ansk.... dýrt að maður verður andfélagslegur á að sitja heima í tölvunni.

Þ Þorsteinsson, 28.3.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bíllinn er nauðsynlegur á Íslandi, það er ekki spurning. Reykjavík er bílaborg og fólk úti á landi á fárra kosta völ. Hins vegar er það óþarfi fyrir flesta að vera á fleiri tonna jeppum og pallbílum. Ég er því á móti hverju því sem gerir bílaeign erfiðari eða dýrari, en það er sjálfsagt að reyna að hafa einhver áhrif á hvernig bílar eru keyptir.

Villi Asgeirsson, 28.3.2008 kl. 14:29

4 identicon

mer finnst bara svo magnað þegar einhverjir SERFRÆÐINGAR eru fengnir til að gefa góð ráð við lagasetningar,   td vilja menn nuna að allir aki um a vistvænum bilum sem er hid besta mál,  enn eitt dæmið um ótakmarkaða heimsku þessara manna eru rafmagnsbilarnir eða tvinnbilar,  i þessa bila eru settir serstakir rafgeymar,   i dag er ekki tækni ne þekking til að eyða þessum rafgeymum þegar að þvi kemur, þeim verður þa væntanlega holað niður i jörðina einvherstaðar, þannig verður að teljast að fordinn minn med 7,3 litra disel velinni se mun vistvænni enn þetta dót.    rikið verður bara að farað hægja a ser i skattlagningu a ökutækjum og þeim tengdum þetta er komið útur kú,       vasar okkar eru ekki botnlausir og vona eg að þessi skæruhernaður haldi afram og verði tekin a næsta stig og mun eg fylgja a eftir med bros a vör!!!

mikki (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tvinnbílar eru ekki vistvænir. Það sem þú segir um rafgeymana er eitt, annað er að framleiðsla þessa bíla er einstaklega óvistvæn. Biodiesel er ekki skárra, því framleiðsla á því kostar margfalt meiri orku en á venjulegu eldsneyti. Gott ef ég las ekki einhvers staðar að það kosti meiri orku að framleiða það en það gefur af sér. Svo eru fréttir um að matvælaverð séu að hækka vegna aukinnar eftirspurnar eftir "grænu" eldsneyti. Það kemur illa við hina verst stöddu.

Það eru engar patentlausnir. Það besta sem við getum gert er að nota sem minnsta orku. Það þýðir að velja okkur bíla eftir þörfum. Auðvitað þurfa sumir stóra bíla, en flestir ekki.

Villi Asgeirsson, 28.3.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband