"Að moldu skaltu verða."

Ég vil breyta greftrunarsiðunum í samræmi við eftirfarandi staðreyndir: Við fæðingu komum við í heiminn með líkama okkar og ekkert annað efnislegt. Við dauðann skilum við jörðinni því sem hún gaf. "Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu verða" er sagt við moldunina. Fæðing og dauði eiga að mínum dómi að vera í jafnvægi hvað þetta snertir, en eru það ekki. Ýmist erum við grafin í einnota kistum eða brennd. Annað hvort fer trjáviður til spillis eða orka.

Þessu er hægt að breyta með því að nota margnota kistu sem er með gólfi á hjörum sem hægt er að opna með taug, sem liggur í lokin upp á grafarbarminn. Eftir að allir eru farnir kippa líkmennirnir í taugina og taka kistuna upp og geta síðan notað hana aftur.

Mold mokað yfir og umbreytingin í mold hefst þegar í stað. Með þessu opnast möguleikar á að nýta betur pláss kirkjugarðanna og ljúka æviferlinum á táknrænan og rökréttan hátt. Með því að taka kistuna upp væri líka hægt að nýta efni hennar í annað ef menn vildu. Þetta er að vísu ekki mikið fyrir hvern mann en samt eru verðmæti fólgin í 3000 kistum árlega hér á landi og tugum milljóna á heimsvísu.

Ef einhverjum hugnast ekki að mold sé mokað beint ofan á hinn látna má hugsa sér að eftir kistulagningu megi klæða hann í einfaldan, þunnan, ódýran poka, sem leysist fljótt upp í moldinni.

Líklega getur hver sem er breytt þessu fyrir sig. En ef nógu margir vilja það opnast möguleiki fyrir að hafa hluta kirkjugarðsins fyrir svona rýmissparandi greftrun með minni gröfum og möguleikum á að hafa fleiri en einn í hverri gröf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með að setja líkin bara í dýrafóður ?

Það væri hægt að halda táknræna athöfn þar sem fjölskyldan kæmi saman í svínabúi og síðan væri búið að búa til köggla út viðkomandi sem síðan yrði hellt í fóðurbakkann. 

Við erum reyndar mörg svo gegnsósa af lyfjum og öðrum efnum sem við látum ofan í okkur að það er óvíst að svínin yrðu "hæf til manneldis" eftir að hafa gætt sér á þeim sem guðirnir hafa kallað til sín.

En þessi lausn leysir mörg vandmál, og síðan mætti setja upp vefsíðu á minning.is um viðkomandi.

Fransman (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:23

2 identicon

Ég er að vonast til þess að þegar ég drepst að þá geti ég látið skjóta öllu líkinu út í geim... svo finna mig einhverjar geimkerlingar og vekja mig upp ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gera bara eins og Disney, láta setja sig í *** frysti og vonast til að hluthafarnir leyfi manni að þiðna þegar tæknin kemst á það plan. Kostar þó orku, svo ekki er það vistvænt.

Villi Asgeirsson, 14.4.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andskotinn.... er ekki nóg að spara hérna megin grafar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

væri þá ekki réttast að fara alla leið og grafa þá látnu jafn nakta og þeir voru við fæðingu?

Brjánn Guðjónsson, 14.4.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nýtnin skal ná út yfir gröf og dauða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2008 kl. 16:07

7 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Takmarkalaus niðurlæging

Svanur Heiðar Hauksson, 14.4.2008 kl. 16:16

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

DoktorE: Finnst þér lík-legt að geimskutlurnar girnist hræið þitt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 16:57

9 identicon

Stórfín hugmynd og alls engin niðurlæging.  Nekt okkar gæti verið hulinn jurtum.  Hef aldrei skilið af hverju fólk eyðir hundruðum þúsunda í kistu.   Ekki vil ég leggja það á mína ættingja að þurfa að taka kannski jarðarfaralán hjá glitni til að jarða mig . 

Er ekki hægt að pressa bara nokkra eggjabakka saman?

amen 

jonas (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Daníel Gíslason

fyrst þú talar um líkkistir og endurnýtingu á öllu, þá spyr ég fyrst hægt er að nota allt þetta aftur og aftur, tilhvers að nota þetta yfir höfuð?

 ef þú sérð meiri tilgang í því að grafa næsta mann með spítur yfir höfði afhverju brenniru hann bara ekki? þarmeð spararu pláss og spítur.. annars þá fer fólk eins og þú í taugarnar á mér satt best að segja, en sem betur fer er málfrelsi á íslandi. 

í fyrstalagi, þú mótmælir kárahnjúkum, þú mótmælir helling af aðgerðum sem ríkið notar til að afla fjárhag í landið sem að þú lifir í, og það virðist sem að þið áttið ykkur ekki á því að Kjötið kemur ekkert beint upp úr fristinum og mjólkin úr fernuni.. þetta kemur allt eithverstaðar, peningarnir sem landið hefur til þess að búa til vegi, mat og fínt land handa ykkur vælandi ræflum koma frá virkjunum og mengandi hlutum. það má vel vera að þið hafið fullt af góðum hugmyndum varðandi mengun á jörðini, en því miður þá hefur ykkur ekki verið veittur mátturinn til að framkvæma þetta..

það er ástæða fyrir núverandi ríkisstjórn, það er góð ástæða fyrir því að þið lifið á íslandi, það er líka góð ástæða fyrir því að þetta land var talið eitt það besta til að lifa í.. og þið viljið tala um endurnýtingu á timbri? hvar á þá maðurinn sem býr til kisturnar á fá sinn fjárafla á sitt heimili? eða mennirnir sem fá vinnu í virkjunum, álverum og fleira ? eiga þeir að fara rækta kál? ÍSLAND ER ÍSKALD LAND, VIÐ HÖFUM EKKI NÓGU GÓÐA JÖRÐ TIL ÞESS AÐ HAFA ÞETTA AÐ SVONA LÍFRÆNU LANDI EINS OG ÞIÐ VILJIÐ HAFA ÞETTA! "  og ef þið eruð að reyna bjarga jörðini. byrjiði þá á þeim stöðum þar sem hún er núþegar ónýt.. veriði fegin að við getum nýtt landið okkar í eithvað og fáum eithvern tilgang í því að vera land.. því ef þið sjáið þetta ekki sjálf þá er eithvað að.

Daníel Gíslason, 14.4.2008 kl. 18:55

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

... ...

Villi Asgeirsson, 14.4.2008 kl. 19:58

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sá það einhvers staðar nýlega að það sé rangt að Walt Disney hafi látið frysta lík sitt.

"Er ekki nóg að spara hérna megin grafar?" spyr Gunnar. En þetta er ekki rétt orðað. Þessi sparnaður er einmitt hérna megin grafar og gagnast þeim sem eftir lifa.

Ég sé enga niðurlægingu í því að leggjast í moldu í samræmi við síðasta textann sem talaður er yfir líkama manns áður en hann er lagður til hinstu hvílu.

Er þá ekki niðurlæging fólgin í því að líkaminn sé brenndur? Mitt svar er nei.

Samkvæmt minni tillögu verður útförin nákvæmlega eins og tíðkast hefur og ég geri ráð fyrir því að á sama hátt og það er sérstakt fólk sem vinnur við það að snyrta og klæða lík (sem oft getur áreiðanlega verið erfitt) séu það sérstakir starfsmenn sem taka kistuna upp áður en mold er mokað ofan í.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2008 kl. 20:04

13 identicon

Hjartanlega sammála Ómar. Mér hefur alltaf fundist þessi kistu-sóun fáránleg. Maður sem varla tímir að kaupa sér fín húsgögn á að svo grafast í rándýrri póleraðri kistu, í fínna og dýrara dóti en hann hefur nokkrum sinnum haft í kringum sig lifandi. Ég hef hinsvegar sagt að ég vilji verða grafinn í pappakassa. En þessi hugmynd þín er ekki síðri.

Það er nauðsynlegt að fara vel með verðmæti jarðarinnar, hver svo sem þau eru

Pétur

G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:20

14 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Æ það er svo létt að deyja en svo erfitt að sitja eftir og þurfa kveðja, sérstaklega þegar fólk deyr mjög ungt.  Það heldur fólki svolítið rórra að geta sett ástvini sína í kistu með eigunum, upp á klætt og það sé svolítið kósý að fara þarna ofan í kalda jörðina.

Ef ég t.d. þyrfti að kveðja barnið mitt eða einhvern mjög náin ættingja myndi það fara með mig að vita af því bert í kaldri jörðinni.  Nógu erfitt er það nú fyrir.  

Að mínu mati er kista ekki sóun, heldur gjöf til þeirra sem eftirlifa svo sorgin verði þeim örlítið bærilegri. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:25

15 Smámynd: Brattur

... mér finnst líkbrennsla vera lausnin... pen og falleg... alltaf skal hugsað um virðingu við hinn látna og nærgætni við þá sem eftir lifa...

Brattur, 14.4.2008 kl. 22:24

16 identicon

Það er ákveðin lógík í þessari hugmynd hjá þér Ómar en ég stórlega efast að fólk sé reiðubúið að breyta til í þessum efnum.  Fólk getur verið all svakalega íhaldssamt þegar um jarðafarir eru að ræða.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:38

17 identicon

váááááá hva þú ert djöfuli fokking geðveikur. það er til stofnun fyrir fólk eins og þig, það er anað hvort sogn eða næsta ómerkta gröf, þanig spörum við

Killer Sorrow (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:55

18 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Getur það verið að þú hafir aldrei misst neinn sem þér þótti vænt um Ómar? Þú getur ekki verið svona kaldlyndur. Líkbrennsla sparar pláss og er ágætis lausn hvað það snertir og fyrir mér miklu eðlilegra en að henda okkar nánustu ofan í kalda gröf og moka svo með hraði og stórvirkum vélskóflum yfir andlitið á þeim óvörnu. Gætir þú hugsað þér að gera slíkt við börnin þín ef þau færu á undan þér, eða systkini? Foreldra? Ég veit ekki hvaða efni er í þessum kistum líklegast þunnar spónaplötur, þær virka ósköp þunnar og ómerkilegar og ættu ekki að þurfa að vera svona dýrar. Okkur væri nær að spara í bílum, er ekki algengt að það séu 3-4 bílar í einni fjölskyldu, er það ekki Ómar?

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 14.4.2008 kl. 23:24

19 Smámynd: Daníel Gíslason

allveg innilega sammála síðasta ræðumanni

Daníel Gíslason, 15.4.2008 kl. 00:30

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir meðallanga dvöl hér á jörð með öllu því sem það hefur gefið og kostað á það að vera hinn látni sem fyrir andlát sitt ákveður hvernig þessu skuli háttað. Þannig hefur það verið við þau andlát í minni fjölskyldu sem tengst hafa mér.

Ég hef með pistlinum gefið til kynna hvernig ég vildi hafa þetta gagnvart mér. Ef það gæti verið erfitt fyrir eftirlifandi að verða við þessari ósk og /eða vesen að finna not fyrir kistu, sem á að verða margnota en verður síðaan einnota, þá eiga eftirlifandi að sjálfsögðu að ákveða hvað gera skal.

Ekki dytti mér í hug að fara að heimta óþarfa fyrirhöfn eftir að ég er farinn, - nógu fyrirferðarmikill var ég í lifanda lífi.  

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 00:30

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé fyrir mér bálförina mína þannig, og hef gert í mörg ár fá lánaða flotta kistu, svo ýta líkinu í brennsluofninn og spara timbrið.  Það væri hægt að hanna flotta margnota brennslukistu, bara með opnum gafli sem væri hægt að sturta líkinu út um  Mér  finnst sóun að brenna kisturnar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:50

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Verð brenndur en finnst óþarfi að brenna kistuna líka. Enda bara sennilega sem molTa í hvern annan gróðurreitinn, enda kannski bara ágætt. Hvað er þetta annars með að varðveita líkamshulstrið út í það endalausa?

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2008 kl. 02:37

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Móðir mín sáluga vildi að hún yrði brennd. Þegar ég spurði hana hvers vegna hún vildi það, þá svaraði hún "Þá verð ég örugglega ekki kviksett".

En ég er alveg sammála því.... til hvers að brenna kisturnar? En með hefðbundnar jarðarfarir þá eru tilfinningar nánustu ástvina eðlilega miklar við kalda gröfina. Og þessi atburður er sjaldnar en "Once in A Lifetime".

Ef ég læt ekki brenna mig, þá meiga ástvinir mínir ráða rest.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 02:52

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhvern tíma stóð mikil söfnun yfir um heim allan fyrir fólk sem lent hafði í miklum hörmungum vegna jarðskjálfta. Teppi voru eitt af því sem fólk var kvatt til að láta af hendi rakna, vegna næturkulda á hamfarasvæðinu. Seinna kom í ljós að fólkið sem tók við teppunum notuðu þau til að vefja lík ástvina sinna inn í þau fyrir greftrun. Því var alveg sama um nóttina köldu sem í vændum var, húsnæðislaust og allslaust, bara ef ástvinur þess fékk hlýtt teppi með sér í gröfina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 03:03

25 identicon

Það þarf nú ekki mikla eðlisfræðiþekkingu til þess að gera sér í hugarlund hversu hlýtt og notalegt er að kúra í neðanjarðar í kistu. Er ekki í lagi með ykkur? Manneskjan er látin. Líkið er búið að vera í kæli í marga daga og yrði nákæmlega ekkert kaldara þótt það yrði dysjað berrassað.

Sannleikurinn er sá að það er búið að markaðsvæða dauðann eins og allt annað og gera greftrunarsiði og prjálið í kringum þá að söluvöru. Það væri vel hægt að hafa virðulega og fallega athöfn án þess að verja til þess hundruðum þúsunda. Það er bara spurning um menningu hvort syrgjendunum liði vel eða illa með það. Ég hef t.d. enga trú á því að nútíma Íslendingur sem grefur ástvin sinni með pompi og prakt, í silkifóðraðri rósaviðarkistu eigi auðveldara með að glíma við sorgina en 19. aldar fátæklingur sem sló saman kassa úr grófum úrgangsvið undir líkið.  

Eva Hauksdottir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:07

26 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Að minu viti gott að vera umhverfissinni, en hér sé of langt gengið, auk þess sem málefnið er afar viðkvæmt. Mér er til efs að þeir sem tjá sig hér á svo margvíslegan hátt séu þegar á hólminn er komið, svo róttækir sem skrif þeirra gefa til kynna.

Þar sem ég hef unnið við við útfarir og hef skoðun á málinu, þá langar mig að tjá mig um málið.

Hvað sparað er með þessu eru hvorki stórar fjárhæðir eða rými. Gröf fyrir eina manneskju er skv. lögum 2,0 x 1,2 m. Ég sé því ekki hvað sparast við að jarðsetja án kistu. Það er óverulegt. Þá leggur Ómar til fjöldagrafir. Ekki hélt ég ekki að við Íslendingar þyrftum að hafa áhyggjur af skorti á landrými, af því eigum við nóg, en ekki finnst mér það sæmandi með þeim hætti sem Ómar mælir með, að í sömu gröf sé jarðsett fleira ein eitt lík án kistu.

En, að jarðsetja fleiri en einn í sömu gröf er þó þekkt hér á landi. Með öðru sniði. Þannig eru dæmi um að fólk sem hefur verið brennt hefur látið jarðsetja duftker sitt  í fjölskyldureit eða einfaldlega í gröf hjá ástvini.

Venjuleg líkkista kostar rösklega 80 þúsund krónur. Auðvitað er hægt að gera vel við sig í því eins og öðru, kaupa kistu úr spónaplötu, furu eða eik. En, ef ég skil Ómar rétt, þá snýst pistill hans um umhverfisvernd ekki síður en annað.
Því leyfi ég mér að benda á að í gildi er reglugerð um líkkistur, duftker, greftrun og líkbrennslur frá 2005 og lýtur að miklu leyti að umhverfisvernd.
Eins og lesa má úr reglugerðinni, þá miðast hún  við að hraða niðurbroti hins jarðsetna og kistu sem mest.

Fjölnota kistur
Ég sé ekki sparnaðinn í fjölnota kistu sem látin hefur verið síga mörgum sinnum í gröf í alls konar veðrum, oft þannig að úr grafarveggjum fellur á kistuna mold og grjót þegar hún hefur verið látin síga og hún því orðið fyrir hnjaski.
Slík fjölnota kista þyrfti að vera þvegin og hugsanlega sótthreinsuð á milli útfara auk þess að þurfa stöðugt viðhald.
Engin sparnaður þar að mínu mati.

Ef Ómar vill spara í kistu og landrými, þá er bálför umhverfisvænust og hefur fólk í auknum mæli farið þá leið. Leiði fyrir duftker er ekki nema hálfur fermetri á móti þremur fermetrum fyrir venjulega gröf.

Íslendingar eru íhaldsamir þegar kemur að svo viðkvæmum stundum eins og þeim er ástvinur skal kvaddur.

Ég hef enga trú á að margir yrðu til að kjósa þetta lag Ómars.

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 15.4.2008 kl. 08:45

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistill minn er fyrst og fremst skrifaður til að vekja umræðu. Aðeins þrjú atriði liggja örugglega fyrir um tilvist hverrar manneskju á jörðinni, fæðing - líf - dauði. Það er ekki hægt að afgreiða meðferð á líki með því að hinum dauða komi hún ekki við.

Raunar gerum við of lítið af því að auðga líf okkar með tilhugsuninni um það hvernig við verðum dæmd af afkomendum okkar. Okkur er tamara um að hugsa í núinu og hræðast gagnrýni eða óþægilegt umtal samtíðarmanna.

Það er fullkomlega eðlilegt að mínum dómi að fólki sé ekki sama um það hérna megin grafar, hvernig brottför þess verður háttað.

Á hinn bóginn eru útförin og tilheyrandi erfidrykkja fyrst og fremst fyrir aðstandendurna sem standa að þeim.

Ég velti þessum hugmyndum upp vegna þess að í útförinni sjálfri og einkum molduninni eru hlutirnir táknrænir. Hugmynd mín byggir á því að moldunin sjálf í kirkjugarðinum verði í sem bestu samræmi við þá staðreynd að líkami okkar var það eina sem við fengum við fæðingu til að dvelja í í jarðlífinu og að við skilum honum aftur í gröfina í sem bestu samræmi við það, eðli náttúrunnar og lífs okkar.

Drottinn gaf - Drottinn tók.

Ég hef heyrt gagnrýni á erfidrykkjur, að þær séu óþarfar, en er ekki sammála því. Tel þær bæði góðar fyrir eftirlifendur sem og góða tilhugsun fyrir hvern og einn áður en hann kveður.

Tengdadóttir mín hefur starfað sem söngkona við útfarir í dönskum kirkjum og segir mikinn mun á því hvað Íslendingar reyni meira en Danir að auðga útfarirnar með fögrum og viðeigandi söng. Það sýnir að fyrir Íslendinga eru útfarir mikils virði og er það vel.

Yfirleitt er nóg rými fyrir kirkjugarða á Íslandi en þó taka garðarnir í Reykjavík kannski heldur meira rými en nauðsynlega þarf. Erlendis getur þetta verið vandamál og ég er að velta vöngum yfir þessu á heimsvísu.

Hvað snertir dýrt viðhald á fjölnota kistu fæ ég ekki séð að slíkur kostnaður fyrir hverja útför geti verið nema brot af þeim 80 þúsundum, sem talað er um að hver einnota kista kosti.

Engum dettur í hug að gera sjúkrarúm á spítölum einnota vegna þess að hreinlæti sé dýrt.

Ég hef líka látið mér detta í hug að eftir kistulagningu sé líkið klætt í sérstakan poka, sem sé einfaldur og ódýr en leysist fljótt upp í moldinni.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 11:29

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fæ ekki séð að bálför sé jafn umhverfisvæn og greftrun í mold og hér er ég fyrst og fremst að tala um þetta táknrænt séð. Við bálför er notuð orka og spúið út í loftið lofttegundum. Að holdið verði að mold sem milliliðalausast hlýtur að vera eðlilegast og í mestum samhljómi við hringrás lífsins og náttúrunnar, líkt og gerist í jurta- og dýralífinu.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 11:34

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Að láta brenna sig er ekki allra, mér td. finnst tilhugsunin alveg óhugnaleg.  Það er líka pínu eigingjarnt að leyfa ekki þeim sem eftir sitja að fá að huga að manni og syrgja eins og þeim finnst best.  Þegar maður er dáinn þá er maður bara dáinn. en það er frekar erfitt að sitja hér eftir og sakna.

Kannski væri hægt að finna til kistur sem eyðast fljótari og hjálpa manni að verða partur af nátturunni fyrr.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.4.2008 kl. 13:54

30 identicon

Nú er mér nóg boðið með bullinu í þér Ómar. Þú sem ert sjálfur ert búinn að menga meira en flestir sem eru á líkum aldri og þú. Með akstri á orkufrekum jeppum og öðrum bílum. Flugi á einkaflugvél um landið þvert og endilangt.

Tala svo um mengun við greftrum samferðamanna þinna.

Láttu þér nægja að ákveða fyrir þig. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:26

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigrún, það er stundum verið segja fólki að fleiri ættu að sameinast um farartæki, t.d. í og úr vinnu. Í ferðalögum Ómars um láð og loft, hefur hann margsinnis tekið alla þjóðina með sér. Það eru sennilega fáir á landinu sem nýtt hafa bensíndropana betur en hann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 19:20

32 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigrún Jóna, það sem þú segir um mengun af mínum völdum er byggt á þeirri ranghugmynd að ég hafi jafnan ekið "orkufrekum jeppum." Svo ég noti þeitt eigið orð er þetta bull.

Staðreyndin er sú að allt frá fyrsta bíl mínum hef ég átt minnsta, ódýrasta og sparneytnasta bíl sem völ var á, samanber eftirfarandi lista: Ég efast um að nokkur Íslendingur hafi notað jafn lítið eldsneyti og ég til einkanota. Hér er listi yfir bílaeign mína:

1959-63. NSU-Prinz 2, minnsti, ódýrasti og sparneytnasti bíll landins.

1963-66. NSU-Prinz 4, næstminnsti bíll landsins og jafn sparneytinn. Fjölskyldan fimm manns.

1966-68. Ford Broncó. Fjölskyldan orðin sex manns.

1968-71. Fiat 850, einhver minnsti bíll sem þá var völ á og samt var fjölskyldan orðin sjö manns.

1971-73. Fiat 128. Smábíll á stærð við Yaris.

1973-77. Fiat 126, minnsti og sparneytasti bíll landsins. Þegar fjölskyldan þurfti að fara öll saman

notaði ég Ford Broncó og tróð í hann níu manns.

1977-79. Simca 1309, meðalstór bíll fyrir níu manna fjölskyldu.

1979-85. Renault 5, einhver minnsti bíll landsins, á stærð við Toyota Aygo.

1985-87. Daihatsu Charade, líka með minnstu smábílum.

1987-95. Daihatsu Cuore, minnsti bíll landsins.

1995-98. Toyota Hilux, notaður til kvikmyndaferða um allt land, hálendið meðtalið.

1995-98 . Daihatsu Cuore, minnsti bíll landsins, í eigu konu minnar og notaður af okkur báðum.

1998-04. Daihatsu Cuore, minnsti bíll landins, lengst af.

2004-06. Fiat 126, ódýrasti bíll landsins og sá næst minnsti.

2006- ? Fiat 500, minnsti bíll landsins.

Í starfi mínu fyrir sjónvarpsstöðvarnar hef ég orðið að nota bíla til að komast um hálendið og jöklana og not flugvéla hafa verið nær eingöngu fyrir þær.

Í kvikmyndagerð minni hef ég samt reynt að nota eins litla bíla og hægt hefur verið til dæmis með því að fara á langminnsta fjórhjóladrifsbíl landsins, Daihatsu Cuore 4x4 um flesta hálendisvegi landsins.

Þegar ég fer í jöklaferðir og hálendisferðir til kvikmyndatöku notað ég minnsta jöklajeppa landsins, Suzuki Fox ´85, aðeins 920 kílóa minijeppa.

Í kvikmyndaferðum vegna þátta eins og "Stiklur" ferðaðist ég oft á bílum sjónvarpsstöðvanna og bílaleigubílum, sem ég hafði ekkert um að segja.

Ég á einn 38 ára gamlan fornbíl á 38 tommu dekkjum sem ég hef til taks ef ég þyrfti fyrirvaralaust að fara í kvikmyndaferð á jökla með mannskap með mér. Þessum bíl er ekið innan við 100 kílómetra á ári og hann hefur aðeins farið í eina jöklaferð, í apríl 2005.

Segðu mér hvernig ég hefði átt að menga minna í 49 ár. Svar þitt getur aðeins orðið þetta: Þú áttir aldrei að gefa þig að gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda um land og fólk. Segðu lesendum bloggsins þá frá því og einnig því að slíka þáttagerð eigi að leggja niður.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 19:28

33 identicon

Ómar, minn gamli nágranni.  Það er ekkert = merki milli þess sem maður á eða notar.

Ég segi ekki að þú hafir ekki átt að gefa þig að gerð sjónvarpsþáttanna um land og þjóð. Ég á sjálf nokkra Stikluþætti og hef sent nokkrar til útlanda.

En samt sem áður, hefur þú notað meira eldsneyti en Jón Jónsson, að ég tel.

Þó það hafi verið greitt af alþjóð, með afnotagjöldunum okkar. Eða áskrifargjöldum Stöðvar 2

Þú talar um fyrsta bílinn, Hann var svo lítill, að við krakkarnir kölluðu þetta yfirbyggt þríhjól eða eitthvað í þá áttina. 1959 En gekk fyrir bensíni. Og þú sem varst vanur að hlaupa allt sem þú fórst.

En 1959 var ég 15 ára unglingur í Stórholtinu og þá var mjög óalgengt að skólastrákur á þínum aldri ættu bíl, þó eyðslugrannur væri. (bíllinn)

Um fjölskyldubíla þína veit ég ekki, og efast um að þeir hafi verið notaðir í vinnu þinni,við myndatökurnar. Eins og þú líka bentir á, þá voru það líka jeppar, vegna aðstæðna. Tilgangurinn var og er ennþá góður.

Það er líka tilgangur minn og minna systkina þegar við greftruðum föður okkar, starfsbróður föður þíns og nágranna í 16 ár, og móður og svo að lokum eina bróður okkar, fyrir örfáum árum. 

Það var líka tilgangur barnanna minna þegar þau greftruðu föður sinn fyrir nokkru.

Auðvitað voru þau ekki að gera þetta til almenningsheilla eins og þú,þegar Stiklur voru gerðar.

En í þessu máli ertu komin út fyrir alla virðingu sem þú átta að bera fyrir samborgurum þínum, og ég gat ekki orða bundist.

Það er enginn, og ekki heldur þú, saklaus af að menga okkar land. Og ef það er sóun eða mengun að jarða sína nánustu, í trékistum, þá hvað um það?

Sóun?   Það eru allavega ekki þínir peningar sem sóað er.

En greinilega hafa skrif mín komið við þig.

Og ég vil mynna Gunnar á, að þó starf Ómars hafi gefið okkur mikið, þá eru allir öðrum háðir. ekkert starf er mikilsverðara en annað, ef að er gáð.

Horfið t.d. á myndir frá Napólí, sem hafa birst í sjónvarpinu. Hérna hefur ekki mikil virðing verið borin fyrir ruslaköllunum eins og við kölluðum þessa menn í æsku okkar. 

Ef keðjan rofnar einhverstaðar, þá stoppast allt hitt.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:30

34 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er hættur að kippa mér upp við síendurteknar fullyrðingar um að ég hafi alltaf ekið á stórum eyðslufrekum jeppum. En það virðist sama hve oft ég reyni að leiðrétta það með almennum orðum, alltaf er haldið áfram að tyggja sömu tugguna, væntanlega í því skyni að sé lygin endurtekin nógu oft verði hún að sannleika.

Listinn að ofan á að sýna það svart á hvítu að svo var ekki. Hvað snertir fyrsta bílinn minn þá var ég þá búinn að skemmta í hverju þorpi á Íslandi og hafði nóg að gera við að komast á milli staða vegna þess starfa míns.

Ég og undirleikarinn minn áttum enga möguleika á að hlaupa þetta og ef ég hefði tekið leigubíla eyddu þeir margfalt meira bensíni. Nema að ég hefði líka ofan á allt annað ekki átt að fara út á skemmtikraftsbrautina.

Þetta er skrýtið ástand hjá mér. Annars vegar hlæja menn að mér og gera gys fyrir það að vera á minnstu bílum landsins og hins vegar er hneykslast yfir því að ég sé á eyðslufrekum drekum.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 23:56

35 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Ómar, vantar ekki svartan eða hvítan amerískan Jeep Comance 8 cyl pallbíl á stórum dekkjum  inn á listann þinn? Mig minnir endilega að þú hafir lengi vel ekið slíkum bíl. Ekki það að það skipti máli.
En ég er sammála Sigrúnu, þegar þú ert komin út í slíka smámuni sem er líkkista úr náttúrulegum viði sem umhverfisvá, þá ertu komin út fyrir öll mörk að mínu mati. Þú hlýtur að vera farinn að íhuga að ganga um nakinn á milli staða og búa án rafmagns.

Annars er þessi umræða orðin ansi fróðleg og farin að teygja sig víða. Ég held að þessir smábílar sem þú áttir frá sjötta ártugnum hafi varla verið þínir vegna þess að þú hafir verið svo umhverfisvænn á þeim tíma.
Kannski verið til að hjálpa þér að koma þér á framfæri, þú hefur jafnan verið duglegur við það. En allt er breytingum háð rétt eins og þú sjálfur og umhverfisverndin. Það sem þótti sjálfsagt í eina tíð er tabú í dag.
Eins og til dæmis að vera fyndinn á annarra kostnað eins og þegar þú skemmtir öðrum með því að herma eftir Helga heitnum Sæmundssyni. Sjálfsagt bráðfyndið á þeim tíma, en yrði ekki liðið í dag. Enda hvers átti hann að gjalda? Fæddur með slíkt mæli og ekkert við að gera. Þegar fullorðnir gátu gert grín að öðrum fullorðnum opinberlega, þá skal engan undra að einelti hafi þótt sjálfsagt í skólum á þeim tíma. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ég hélt alltaf að Helgi heitinn Sæmundsson væri skrýtinn. Kynntist honum seinna á lífsleiðinni og lærði að þar fór skarpgáfður og bráðskemmtilegur karl. Í raun meiri skemmtikraftur en þú :)

Umhverfisvernd og barátta fyrir henni er góðra gjalda verð. En eins og þú hefur sjálfur eflaust rekið þig á, þá viðgengst gríðarleg spilling í umhverfisvernd. Bendi á þetta viðtal.
Er ekki kominn tími á að menn berjist gegn spillingu í umhverfisvernd? Er ekki eftir meiru að slægjast þar en í umhverfisverndinni sjálfri?

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 16.4.2008 kl. 08:00

36 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekið á litlu bílunum mínum í öll þessi ár af hugsjónaástæðum. Ekki hefur spillt fyrir að ánægjan af þessum krílum hefur verið meiri en af bílum sem hafa kostað hundrað sinnum meira, samanber Fiat 126 bílinn minn, sem ég keypti árið 2004 fjögurra ára gamlan í Póllandi fyrir 60 þúsund krónur og kostaði kominn á götuna hér 110 þúsund krónur. (Vinir mínir á togaranum Bjarti frá Neskaupstað fluttu hann ókeypis með skipinu til landsins)

Comanche-pallbíllinn, sem þú nefndir, var í eigu Stöðvar tvö og notaður til fjalla- og jöklaferða á vegum stöðvarinnar. Hann var með sex strokka vél en ekki átta strokka. Stöðin keypti þennan bíl keyrðan 100 þúsund kílómetra. Hann var aðeins tveggja manna en var á því augnabliki ódýrasti bíllinn til þeirra nota sem honum voru ætluð.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2008 kl. 12:20

37 identicon

Varla hefur Stöð 2 sent þig, eða aðra, einbíla í jöklaferðirnar. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:34

38 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í flestum tilfellum var umferð fleiri jöklabíla á slóðunum. Nokkrum sinnum fór ég þó einbíla en skildi eftir ferðaáætlun og áætlaðan komutíma á áfangastað. Hið sama gildir í þessu og fluginu, að koma í veg fyrir að nokkur geti lent í vandræðum eða orðið fyrir óhappi án þess að brugðist sé við því í tíma.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2008 kl. 22:36

39 identicon

Er þessi umræða farin að snúast um bíla? Og hverskonar nornaveiðar eru þetta gagnvart manninum? Hugsið um eigin sóun og bensíneyðslu í stað þess að skjóta ódýrum skotum á bloggarann.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband