Hvítabjarnarmálið skýrist.

Í fréttum kvöldsins og myndum af atburðunum á Þverárfjalli hefur hvítabjarnarmálið skýrst. Sú röksemd að dýrið hafi ógnaði fólki fær ekki staðist. Einn viðmælandi sagði að björninn hefði þefað út í loftið og sýnt með því að það væri í árásarhug. Hvílík della!

Menn eru líka tvísaga þegar þeir segja að það hafi stefnt inn í þokuna og líka stefnt í átt að fólkinu. Vel sést af myndum að björninn kom ekkert nálægt fólkinu og engum í lögreglunni virðist hafa dottið í hug að ef tvö fyrirbæri teljast of nálægt hvort öðru, í þessu tilfelli dýrið og fólkið, nægði að færa fólkið frá dýrinu.  

Auðvitað átti að að loka veginum strax og þá gátu veiðimennirnir skipt liði, helmingur farið upp fyrir dýrið til að bægja því frá þokunni og hinn niður að þeim stað, nógu langt í burtu, þar sem fólkinu hafði verið skipað að vera.

Myndirnar, sem sýna hreykna veiðimenn stilla sér upp til myndatöku við hið fellda dýr segja sína sögu. Ekki ónýtt að bæta þeim við í safnið til viðbótar myndum af veiddum hreindýrum og löxum.

Það vantaði ekkert nema Ladda í hlutverki hins veiðiglaða norðlenska bónda, að koma inn á svæðið og hrópa á ýktri norðlensku: "Hér er ekki um annað að ræða skjóTa helvíTis kviKindið! Já, bara skjóTa helvíTið!" 

 


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ömurlegt mál, bangsinn var ekkert að gera og svo BANG BANG
Umhverfisráðherra sagði í fréttum aftur og aftur að ekkert deyfilyf væri til þó svo að það hafi komið fram að það var til.
Síðan var ekki hægt að flytja bangsann og það allra allra versta var að þetta gerist í Júní... comon hefði verið betra að þetta gerðist um miðjan vetur þegar allt er á kafi í snjó og betra fyrir bangsann að leynast..
Lögreglan stjórnaði vettvangi ekki neitt, alger handvömm.. hún talaði út og suður.
Mitt álit er að bæði umhverfisráðherra og löggan eigi að segja af sér eða verða rekin.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:24

2 identicon

Já!!! 

Brúnkolla (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:30

3 identicon

Þegar hvítabirnir stíga á land á umhugsunarlaust að skjóta þau.  Það gera norðmenn.  Af hverju sagðirðu ekki frá því Ómar?  Getur það verið því það þjónar ekki skrifum þínum? væntanlega ekki......

Sófabloggarar eins og þú ættuð að kynna ykkur hlutina áður en þið farið að gaspra um þá eins og þið séuð orðnir sérfræðingar í veiðum á hvítabjörnum.  Lögreglan stóð sig með prýði og á heiður skilið fyrir að vernda borgarana með þessum hætti.

Magnús (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:11

4 identicon

Góð færsla. Yndislegt að einhver fjalli um þetta af viti meðal allra þessara blogga.

Guðrún Elsa (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:45

5 identicon

Rétt hjá Ómari, engin hætta stafaði af birninum..ömurlegir þessir rifflakallar sem þykjast vera einhver karlmenni.. einungis ekta nútíma vesalingar sem eru ekkert án vopns. Segja að björninn ahafi verið farinn að horfa á þá!!! - og því varð að grípa til þessara heigulsaðgerða. Íslendingar þykjast alltaf hafnir yfir alþjóðalög í svona málum, friðuð dýr og  ólöglegt kvótakerfi..

Flott þetta komment hér fyrir ofan að þessir veiðiaumingjar hafi verið að vernda borgarana!!!!

Kári Elí­son (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:58

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vinur vor af Útistöðum,hefði þó skoTið KviKindið í Túnfætinum, dregið það í hús og ETið það með Konu sinni í veTur.

eTið hræið

Íhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: 365

Þetta var hárrétt aðgerð að hálfu yfirvalda.  Aðgerðaráætlun ekki til.  Því fór sem fór.  Bangsi á leið upp í þokuna.  Allt virðist svo þungt í vöfum þegar reglugerðir eiga í hlut.  Hvernig skyldi standa á því?

365, 4.6.2008 kl. 10:25

8 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Ísbjörn er hættulegur mönnum og þegar hann er kominn svona nálagt byggð eru þeir réttdræpir ég get sagt það að ég hefði ekki sofið hér í skagafirði rólegur vitandi af ísbirni í fjöllunum fyrir ofan mig(bý á Sauðárkróki og þekki fjöllin vel)ég er viss um að einhverjir í 101 Rvík mundu segja eitthvað ef ísbjörn sæist á Hellisheiðini c.a. 5 km frá Rvík. Var minntur á í dag að fyrir nokkrum árum var minkur upp í Breiðholti og var talað um að allt hafi farið á annan enda og er nú minkurinn mörgu sinnum minni en ísbjörn og hættulaus mönnum. Held að fólk ætti að líta sér aðeins nær varðand umhverfismál.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 10:53

9 identicon

Eftir skoðun á atburðum eru þetta atriðin sem ég set spurningamerki við.

1. Mér virðist að það hafi verið fengnar skyttur, ekki veiðimenn, til liðsinnis við lögregluna strax í upphafi. Veiðimenn hefðu aldrei farið áveðurs að stóru og hættulegu rándýri og því ekki nema eðlilegt að dýrið hnusi út í loftið þegar það finnur lykt af mat.

2. Mér virðist að lögreglan hafi staðið illa að aðgerðum á vettvangi með því að hleypa fólki allt of nálægt. Auk þess virðist mér að með því að mæta á staðinn með 5 eða 6 skyttur hafi í raun verið búið að taka þá ákvörðun að fella dýrið.

3. Ég blæs á þá röksemd að dýrið hefði horfið inn í þokuna og ekki hægt að finna það aftur. Það hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að; a) fá þyrlu og/eða smáflugvél á staðinn til þess að reka það niður að sjó. b) koma með æti á staðinn fyrir bangsa, líklega hefði hann ekki farið langt á meðan hann væri að úða því í sig. c) Þó svo að hann hefði farið upp í þokuna hefði gæslan örugglega ekki verið í neinum vandræðum með að finna hann úr lofti með hitamyndavél.

4. Ef dýrið hefði verið rekið niður í fjöru er ekki ólíklegt að það hefði lagst ti sunds. Þá hefði verið tiltölulega auðvelt að að fanga það í net, hífa það upp og dýralæknir hefði ekki verið í neinum vandræðum með að reka í það sprautu og svæfa það.

5. Það sagði í raun og veru allt þegar skytturnar stilltu sér upp fyrir myndatöku við bangsa fallinn. Það verður flott fyrir þá að benda á myndina, berja sér á brjóst og segja: „Ég skaut hann.“ Lengra verður varla komist í veiðum á villtum dýrum á Íslandi og að því leyti er svo sem hægt að skilja skytturnar. En þeir skutu að beiðni lögreglu svo það er við lögregluna að sakast að alfriðað dýr skuli fellt og finnst mér skörin vera að færast upp á bekkinn að lögreglan hvetji til lögbrota. Þeir fóru kannski á límingunum.

6. Ef farið hefði verið af stað með þá ætlan að gera dýrið skaðlaust án þess að fella það hefði það örugglega verið hægt en þegar maður skoðar málið þá skín í gegn að það átti að fella það frá upphafi. Og maður veltir því fyrir sér hvort umhverfisráðherra hafi fengið réttar upplýsingar um stöðu mála.

Bendi að lokum á frábært kvæði um atburði á vef Baggalúts þar sem niðurlagið hljómar svo:

Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki

– og skjóta í hjartastað.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Langar til að svara Þorsteini þá svo að ég sé ekki veiðimaður en þessir sem skutu ísbjörninf eru sumir vinnufélagar mínir.

1. Þeir sem skutu dýrið eru þekktir refa og minkaveiðimenn. Þannig að þeir eiga að vita hvað þeir eru að gera.

2.þegar lögregla vissi af ísbirninum var búið að hringja í fréttastofu. Og talsvert af fólki komið og eins og annarsstaðar er hún ekki fjölmenn hér. En fólki var meinað að fara af veginum.

3  Varðandi það að ekkert mál sé að elta dýrið í þoku og fylgjast með þá veit ég að af eigin reynslu að partur af þessum fjöllum er ekki greiðfær. Einnig ekki var vitað með vissu hvað þoka mundi gera lækka eða hækka. Ef hún lækkaði hefði þá hefði hugsanleg verið hætta á að björnin kæmist niður að króknum óséður. það er eitthvað sem einnginn vill.

4 Til að geta rekið dýrið niður í fjöru styðstu leið þá þurfta að fara rétt hjá króknum og eins og ísbirni eru þá eru þeir óútreiknanlegir veit t.d. fyrir víst að maginn á ísbjörninum var eins og rúsína þannig að það er vitað að hann hafi ekki fengið æti í einhvern tíma.

5 get tekið undir það að lengra verður ekki komist að skjóta ísbjörn á íslandi ekki eru margir sem hafa gert það. Ég mundi vera sjálfur stoltur ef ég hefði skotið ísbjörn.

6 Dýrið var nú ekki skotið fyrr en 2 eftir að það fannst þannig að eitthvað hafa menn verið að gera veit um annan mann í héraðinu sem var spurður um hvort hann vissi um byssu til að skjóta með deyflyfum þannig að eitthvað voru menn að gera.

En þegar á botnin er hvolft þá er þetta ákvörðun sem er tekinn með almannahagsmuni í huga og þá fyrst og fremst Sauðkræklingum í huga og einnig að ekki er vita hvað björnin gæti gert. Þannig af tvennu illu var þetta skárri kosturinn.

Annars staðar í heiminum er ísbjörn skotinn hikstarlaust ef hann kemur á land.

Eitt sem mig langar að nefna er að af hverju er ísbjörnin í útrýmingahættu er það ekki vegna gróðurhúsárhrifa og hvað gera allir umhverfissinnar ferðast með bílum og flugvélum.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:00

11 Smámynd: Evil monkey

Já það er alltaf jafn karlmannlegt að skjóta grandalaust dýr á fimmtíu metra færi, með því að taka í gikk á drápstóli. Þú gætir svo sannarlega verið stoltur af því.

Það er staðreynd að í flestum tilvikum er auðvelt að fæla ísbirni í burtu með því að nota hávaða eða aðrar fælingaraðferðir. Þetta er t.d. gert á Svalbarða þar sem strangari reglur gilda um dráp á hvítabjörnum en hér.  Enda eru þeir vanari þessum skepnum og vita betur. Annars staðar í heiminum þar sem birnir koma að landi eru nefnilega mjög strangar reglur um dráp á þessum dýrum, enda eru þau í útrýmingarhættu. Og það, Sigurður Ingi, að benda á eina misgjörð til að réttlæta aðra, sbr. umhverfissinnarökin þín, er algjör rökleysa og mér rennur í grun að þú vitir það.

Evil monkey, 4.6.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Eins og þu segir Evil þá eru þeir vanari þessum dýrum en við og höfum við því ekki þekkingu á að umgangast þessar skepnur. við getum líka sétt upp dæmið þannig að ef einhver hafi orðið meint af ísbirninum hér við land væri annar tón í fólki. En rétt hjá þér Evil það eru ekki rök að benda á aðra misgjörð. En vandamálið er það að ekki er til þekking um meðhönndlun á svona dýrum. það er einfalt að tala um hluti en þegar kemur að framkvæmd geta málinn orðinn flókinn. Og ég fordæmi fólk sem óskar þessum mönnun og lögregluni miska. Hvernig er hugsuninn hjá þessu fólki ef það segir þetta um annað fólk.  Ætti að ávita stjórnvöld fyrir að eiga ekki búnað en þá kemur á móti hvar ætlarðu að staðsetja og ertu tílbúinn að eyða peningi í hlut sem er ekki vitað hvort kemur að notum. Þegar peningur getur nýst annars staðar strax.Þessi ísbjörn verður ekki til þess að bjarga stofninum. En öll dýr telja vitaskuld.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:47

13 identicon

Bara svona stutt andsvar Siggi sem einn Skagfirðingur til annars.

Skagfirðingar hafa átt góða veiðimenn t.d. þá bræður Pálma og Hvata á Stöðinni.

Þegar ég var mjög ungur fyrir norðan sagði Hvati setningu sem hefur setið í mér í tæp 50 ár en hann sagði: „Góður veiðimaður drepur ekki það sem ekki er hægt að éta.“ Annar veiðimaður Stebbi á Keldulandi kallaði sig ekki veiðimann heldur minnka- og refaSKYTTU, ef ég man rétt.

Og ég hafði ekki hugmynd um að „Trophy hunters“ gætu flokkast sem veiðimenn.

En ég vil bara árétta að það var lögreglan sem stjórnaði aðgerðum og eftir því sem ég skoða málið meira fæ ég alltaf meira og meira á tilfinninguna að hún hafi farið á límingunum. Það er nefnilega mikið til í málshættinum gamla „Festina lente“ eða flýttu þér hægt.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:14

14 Smámynd: corvus corax

Það er með ólíkindum hvernig fólk getur látið í móðursýkisköstum og gapað um hluti sem það heldur eða telur og býr svo til atburðarás út frá því. Umhverfisráðherra hefur ekkert með það að gera hvort ísbjörn sé skotinn eða ekki eins og í þessu tilfelli. Það er alfarið á ábyrgð viðkomandi handhafa lögregluvalds að meta stöðuna og taka ákvörðun um örlög ísbjarnarins og í þessu tilfelli var það yfirlögregluþjónninn sem tók af skarið og ákvað að sjálfsögðu að björninn yrði skotinn. Svo einfalt er það. Og þeim sem góla hæst í móðursýkinni um alfriðaða ísbirni skal á það bent að ísbirnir eru ekki friðaðir ef þeir ganga á land hér á landi og þar að auki eru ísbirnir ekki í útrýmingarhættu ...ennþá en talið að svo muni verða innan tíðar ef þeim heldur áfram að fækka næstu árin eins og undanfarin ár. Og haldið svo móðursýkinni fyrir ykkur á suðvesturhorninu, við hin reynum að meta hlutina og jafnvel beita skynseminni án þess að míga á okkur í geðshræringakasti.

corvus corax, 4.6.2008 kl. 14:31

15 identicon

EKKI hættulegur? Eruði eitthvað skrýtin?

þetta blogg segir allt sem segja þarf: http://hamer.blog.is/blog/hamer/entry/558400/

já áttum við ekki bara að hafa lausan ísbjörn þarna týndan vafrandi um soltinn, áttum við ekki bara að fara í svo sem eina Keiko aðgerð. Einkaflug aftur til Korqtoqtooqqq.

ari (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:40

16 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Ég vil svara þér þorsteinn. Það á ekki að draga skytturnar(veiðimennina) í umræðuna þeir voru fegnir til að vinna ákeðið verk. En sambandi við lögregluna er stundum í samskiptum við lögregluna vegna vinnu og mín reynsla er sú að hún gerir frekar minna en meira. Svo hef ég talað við Stefán hann er nú skagfirðingu nýleg kominn frá Rvík og mín kynni af honum eru mjög góð yfirvegaður og rólegur. Enda hafa menn sagt mér sem voru á staðnum að þessu hafi verið stjórna vel miðað við aðstæður. Þetta verkefni er ekki einfalt í framkvæmd. Undir tímapressu og fleiri áhagstæðum skylirðum þar á meðal veðurskylirðum. Það eru fá dæmi um svona aðstæður sem lögreglan lendir í og ekki hægt að kenna þetta. Menn verða að læra af reynslu. Og ég vona að menn geri það.

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 14:48

17 identicon

Corvux. Nei nei, þið eruð svo rosalega róleg. Skjótið björn sem er engin hætta af vegna þess að þið eruð svo róleg.

Je right.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:50

18 Smámynd: Evil monkey

Ég vil benda á góða færslu sem ég rakst á um samskipti hvítabjarna og manna: http://sij.blog.is/blog/sij/entry/559387/

Einnig vil ég benda á undirskriftalista sem kominn er í gang til að hvetja til aðgerðaráætlunar svo betur verði staðið að málum næst þegar svona gerist:  http://www.petitiononline.com/isbjorn/petition.html
 

Evil monkey, 4.6.2008 kl. 15:19

19 identicon

Hvort sem maður er með eða á móti því að fella björninn, þá er alveg klárt að þarna klúðruðum við tækifæri til að vekja jákvæða heimsathygli með því a.m.k. gera tilraun til að bjarga dýrinu og koma því til sinna heimkynna á ný - sama hvað.  Ef við hefðum þurft að koma mönnum til bjargar með því að fljúga þyrlu landshorna á milli hefði það verið gert tafarlaust.  Þetta var bara spurning um vilja.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:24

20 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Gunnar mér finnst óraunhæft að setja samasem merki við menn og dýr þegar kemur að björgun

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 15:33

21 identicon

Ég var bara að benda á að allar þær aðgerðir sem við hefðum þurft að fara í voru algerlega raunhæfar ef viljinn hefði verið fyrir hendi.  En því miður var ákveðið að fara auðveldu leiðina í þetta sinn.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:39

22 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

góður punktur hjá Þorsteini!

Bryndís Helgadóttir, 4.6.2008 kl. 16:00

23 identicon

Rétt hjá Gunnari..  auðvelda leiðin farin (leið flumbrugangs og heimsku)..  skjóta bara málið "dautt"   Auðvelda leiðin er þó leið heigulsins í þetta sinn..  það var ekkert hugrekki við þessa leið. Kostar kannski 5. millur með uppstoppunarkostnaði..  Neikvætt viðhorf erlendis ómetanlega dýrt!!

Erfiðari og dýrari leiðin (leið skynseminnar)..  kostaði skipulag, aga, útsjónarsemi, skynsemi og ca. 10. millur. Jákvætt viðhorf erlendis ómetanlega mikið..

Tinni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:01

24 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Skilur fólk ekki að miðað við aðstæður var ekki annað í stöðuni ef björnin hefði farið upp í þoku lengra í suður og þoka komið neðar hefði björnin mögulega komist til byggða óséður. og hver vill vera ábyrgður fyrir þeirri ákvörðun ekki ég og ekki yfirvöld það er ófyrirgefanlegt ef einhver hefði slasast.

Þekking var ekki til staðar til að framkvæma deyfingu og flutning 

Sigurður Ingi Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 19:23

25 identicon

Já já þetta höfum vist heyrt aftur og aftur í gegnum tíðina.. hvað ef hvað ef hvað ef!! 

Heila málið er að það var ekkert reynt, og stóð jafnvel aldrei til,  að gera neitt annað en að skjóta hann...  sbr. 5 þungvopnaðar ævintýraskyttur sem ólmar vildu láta mynda sig yfir bráðinni að drápinu loknu.

Ef eitthvað af þessum "hvað ef" hefði verið í þróun t.d. bangsi væri að hverfa inn í þoku nú þá mátti skjóta hann...  en ef dæma má af myndum af vettvangi var ekkert slíkt í gangi..  Það eina sem var í gangi voru gangandi blóðþyrstar byssuskyttur vælandi í lögreglunni um að fá að skjóta dýrið....  Hey lögga hann leit í áttina að okkur! Megum við ekki skjóta hann plís, við þurfum að láta taka mynd..  Var t.d. hleypt af aðvörunarskotum til að hræða hann frá?? 

En að lokum..   Heldur Sigurður, í alvöru, að ísbjörninn hefði hlaupið inn í Sauðárkrók??  Inn í skarkala þéttbýlis með æðandi bílaumferð og hávaða..  hmmm neibb kaupi það ekki.

Gæti aftur á móti keypt það, að hann hefði geta fengið sér hrossa- og eða rollukjöt í svanginn..  Við því segi ég ..  ok.  og hvað með það.. er ekki hægt að bæta það eða..? Hvort er meira virði rollu/hestakjöt eða eitt fágætasta dýr í heimi?  Sem víst er alfriðað..  og hvernig hefur þessi metnaðarfulla friðun virkað á Íslandi.. jú skjóta skjóta..  Ég skil ekki til hvers það er þá yfir höfuð verið að friða þá..  Þeir mega ekki einu sinni sjást á sundi..  þá eru þeir hengdir..

Ég er að sjálfsögðu ekki sérfræðingur í svona löguðu frekar en þeir sem þátt tóku í að drepa björninn, en maður lætur sér samt detta í huga að um klúður á vettvangi, hafi verið að ræða... Það átti aldrei að hleypa fólki þarna upp eftir..  En fólkið kom, þá átti samstundis að rýma svæðið.. og kalla til liðsauka um leið og mönnum var ljóst hvað var í gangi þarna..  sem sagt reyna í alvöru að gera e-h..  Eins og ég sagði áður þá hefði það kostað í mesta lagi 10. millur.. en ímynd landsins hagnast ómetanlega..

Að mér skilst og fram hefur komið oft í fréttum þá voru deyfilyf og þekkingin til staðar !

Tinni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:59

26 identicon

Mjög vont mál.

Sorglega mikið klúður.

Við erum nú NegrarNorðursins við verðum nú að halda í því merki á lofti.

drullum svo meira uppábak fulla ferð !!!!!

Rikhardur Johannsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:48

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjössi einn allt brjálað gerði

grimmur við laganna verði.

Þeir ákváðu að skjóta

skepnuna ljóta,

lengst inni í Skagaferði*

 

* Skáldaleyfi

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 01:13

28 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet sem flesta að undirrita meðfylgjandi áskorun til umhverfisráðuneytisins:

Við undirrituð tjáum hér með óánægju okkar með það hvernig staðið var að ísbjarnardrápinu þriðjudaginn 3. júní síðastliðinn.
Krafa okkar er sú að í gang fari ferli sem miðar að því að koma upp aðgerðaráætlun fyrir slíka atburði sem gerðust. Ekki er nema eðlilegt að aðgerðaráætlun sú taki mið af því sem grannþjóðir okkar hafa lært af samskiptum sínum við hvítabirni, og einnig að aðgerðaráætlunin taki mið af því að um dýr í útrýmingarhættu er að ræða.
Þjóð sem leggur áherslu á umhverfismál og náttúruvernd í markaðssetningu sinni getur ekki tekið sér það bessaleyfi að vera jafn óundirbúin undir atburði sem reglulega henda, eins og kom berlega í ljós Þverárhlíð. Umhverfisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að axla sína ábyrgð og biðjast afsökunar á mistökum sínum. 

Slóðin er: http://www.petitiononline.com/isbjorn/petition.html

Svona léttúð gagnvart friðuðum dýrum má aldrei endurtaka sig!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 05:28

29 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Tinni, ég tek heilshugar undir þetta með heigulsháttinn.

Einnig hefur marg komið fram, að þekkingin, efni, tæki og tól voru til staðar; í mesta lagi 2 klst fjarlægð.

Með hávaðaskotum er hægt að stugga Hvítabirni, þó hugað dýr sé, frá mannabyggðum.

Um hræðslu bóndans um, að björninn hefði haft veður af og ætlað í hrossahóp hans, er það að segja, að hross eru flóttadýr og mun frárri á fæti en Hvítabjörn.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum veiðimaður og náttúruunnandi,

núverandi náttúruunnandi

Bjarni Kjartansson, 5.6.2008 kl. 08:39

30 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Tinni veist þú hvernig ísbirnir, hugsa ekki ég kannski meigum við skagfriðingar missa sín en ég vildi ekki sofa hér á sauðárkróki vitandi um að ísbjörn væri hugsanlega nálagt mér. Þeir sem eru að blogga hér flestir allavega þekkja ekki aðstæður hér á krók. Það er tiltölulega stutt í byggð. Í tvo sveitabæi.

Svo fær maður þær fréttir frá fjölmiðlum að ísbirnir eru ekki núna í útrýmingahættu en geta hugsalega verið það eftir 4-5 ár ef veitt er mikið af honum það er leyfilegt að veiða ísbirni á austurstönd grænlands.

Hér voru fyrst og fremst almannahagsmunir og aðstæður sem réðu því hvað var gert í þessu tilviki. 

Sigurður Ingi Ragnarsson, 5.6.2008 kl. 08:47

31 identicon

Kaninn hefði nú alveg lapið upp allar fréttir af hetjulegri björgun á þessu gullfallega dýri, og hefðum við nú alveg örugglega skorað nokkra djúsí viðskiptasamninga út á það. Sé alveg fyrir mér fyrirsagnirnar á CNN og SKY......HEROIC RESCUE OF A POLAR BEAR...LIVE!

Hefði verið fínt mótvægi við allt þetta hvalaklúður okkar, eins afkáralegt og það nú er. Annars tek ég enga afstöðu varðandi drápið á þessu dýri, því að til að taka afstöðu þarf maður þekkingu, eitthvað sem margir mættu hafa í huga.

Ellert (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:13

32 identicon

Sigurður!  Nei ég veit ekki hvernig Ísbirnir hugsa..  en eitt veit ég að öll dýr hræðast hávaða og það óþekkta..  Ergo ef vilt dýr ætti val um að velja milli tveggja staða þ.e. villtrar náttúru og þéttbýlis..  er ekki spurning hvorn staðinn dýrið velur..

Gefum okkur það að dýrið hafi horfið mönnum... Hvað þá... heldurðu að menn hafi þá bara sest niður og sagt æi ansans förum bara heim strákar hann er horfinn.. Nei auðvitað hefði verið sett massíf leit af stað og gefinn út viðvörum í næsta nágrenni, þyrlur kallaðar til og fjórhjól..  beitum komið fyrir osfrv. osfrv.

En þetta er bara fabúlasjón um e-h sem ekki gerðist, því menn fóru á taugum.

Skv. mínum heimildum eru Ísbirnir skilgreindir sem vulnerable species. Þetta merkir tegund sem líklegt er að verði útrýmt.. eða tegund í útrýmingarhættu!!

Tinni (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:48

33 Smámynd: Sigurður Ingi Ragnarsson

Ég spyr lýka kannast þú við aðstæður, þeir sem voru á staðnum eru þeir einu sem geta metið aðstæður rétt. Til þess að deyfa ísbjörnin þarf að vera mörg svör við mörgum spuningu þetta er ekki eins einfalt og menn vilja meina. Væri miklu einfalda ef útbúnaðurinn væri til sem hann er ekki.Það er ekki nóg að eiga deyfibyssu þarf að vera til lausn til að geyma ísbjörnin.

Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að veðurfarsaðstæður spiluðu stórt hlutverk í þessari ákörðun.

Það er allavegana á hreinu að þú færð mjög fáa til að leita að ísbirni í þoku þar sem hann veit alltaf af þér en þú veist ekki neitt.

Eða mundir þú bjóða þig fram ekki ég allavegana ég þekki fjöllinn og veit hvernig er að lenda í þoku.

 Það er einginn ástæða að taka óþarfa áhættu þegar virtir sérfræðingar eru sammála að miðað við aðstæður var eina rétt að skjóta ísbjörnin.

Langar til að benda þér á frétt sem ég sá á skagafjordur,com

http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=9729

Sigurður Ingi Ragnarsson, 5.6.2008 kl. 21:27

34 identicon

Ég var að horfa á fræðslumynd í kassanum í gær þar sem sýnt var af vísindamanni sem hefur rannsakað og búið á meðal ísbjarna í 17 ár.
Kaldur gaur með afbrigðum því hann stendur í ~2 metra fjarlægð frá böngsunum, einu varnirnar sem hann notast við er prik og piparúði.
Krappasta sem hann komst í var þegar ísbjörn AKA sjóbjörn elti hann alveg að kofaskriflinu sem hann býr í, bangsinn gerði sig líklegan til þess að vaða inn í gegnum glugga og gaurinn sprautaði því piparúða á hann, bangsinn flúði út í sjó.
Næst þegar þeir mættust þá flúði bangsinn alveg skíthræddur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband