Flugbann út úr korti.

Sjálfsagt var og eðlilegt að setja lágflugsbann á Hraun á Skaga og tryggja að ekki kæmist styggð að bjarndýrinu, sem þar var. Sjö mílna fjarlægð og 5000 feta hæð var hins vegar út úr öllu korti í bókstaflegri merkingu. Þetta samsvarar því að bjarndýr væri á ferð í Laugardalnum í Reykjavík og flugvél sem flygi yfir Esjuna í 4500 feta hæð hefði brotið samsvarandi flugbann.

Svona óskynsamlegar og fráleitar reglur letja menn frekar er hvetja til að brjóta þær. Með þessu er á engan hátt afsakað lágflugið sem átti sér stað. En reglur verða að styðjast við skynsamleg mörk og byggjast á þekkingu, sem virðist hafa skort þegar þetta flugbann var ákveðið.


mbl.is Ísbjarna leitað úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband