Hélt dyrum opnum.

Steingrímur J. Sigfússon fór að með mikilli gát í Silfri Egils í dag, minnugur mistakanna fyrstu dagana eftir síðustu kosningar. Þráspurður um það hvort VG væri sósílískur flokkur fór hann undan í flæmingi og staðsetti VG nálægt jafnaðarmannaflokkum Norðurlanda.

Hann sagði einnig að til greina kæmi að athuga aðildarumsókn að ESB samtímis því sem aðrir möguleikar til samstarfs við nágrannalöndin væru skoðaðir. Hann vildi heldur ekki halda fram kröfu um það að Davíð Oddsson viki, heldur vildi að "allt gengið" sem bæri ábyrgð á honum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, þ. e. Geir og Björgvin og þar með ríkisstjórnin, vikju.

Það er rétt að ábyrgðin er viðkomandi ráðherra, Geirs og Björgvins, en krafan um að Davíð og Seðlabankastjórnin víki er hliðstæð því að krafa væri uppi um að stjórn KSÍ viki landsliðsþjálfanum og aðstoðarmönnum hans úr starfi vegna mistaka og slæms gengis landsliðsins og réði nýja.

Slíkar kröfur hafa komið fram í gegnum tíðina án þess að verið væri að heimta að stjórnin víki, heldur að hún víki þjálfaranum frá. 

Síðan geta málavextir að vísu verið þannig að krefjast þurfi þess að öll forystan víki en það er matsariði á hverjum tíma.  

Um árabil hefur það komið upp að rétt væri að skipta um menn í stjórnkerfinu hér og þar og ef það væri gert að skilyrði að ævinlega þyrfti að víkja viðkomandi ráðherrum um leið, yrði erfitt að hnika nokkru. 


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband