Hinir ósnertanlegu.

Kostulegt er að heyra umræðurnar á Alþingi sem fram fer á þeim nótum að eingöngu sé um það að ræða að skipta um þingmenn í ráðherrastólum. Ekki virðist nokkrum detta það í hug að kallaðir verði þeir til ráðherradóms, sem hafa haft rétt fyrir sér allan tímann um ranga efnahagsstefnu.

Þessir menn eru margir hverjir utan flokka og utan þings en ekkert mælir gegn því, hvorki að lögum né í praxis, að þeir verði fengnir til verka, til dæmis í ríkissstjórn sem væri skipuð bæði stjórnmálamönnum og sérfræðingum. Í Bandaríkjunum hika menn ekki við slíkt og heldur ekki við það að kalla til menn frá stjórnarandstöðu.

Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði á borgarafundi að ráðamenn kæmust upp með hvað sem væri vegna þess að kjósendur létu þá komast upp með það. Þetta er rangt hvað snertir meirihluta þingmanna, sem ég vil kalla "hina ósnertanlegu", eru efstir á listum stóru flokkanna og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því persónulega hvað kjósendurnir gera í kjörklefanum. Í 79 ár hafa til dæmis efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins ekki þurft að hafa áhyggjur af stöðu sinni.

Það þarf að afnema þetta ólýðræðislega fyrirkomulag og það er auðvelt að gera það með einfaldri breytingu á kosningalögum, sem hægt er að samþykkja fyrir næstu kosningar og láta það taka gildi þá. Breytingarnar gætu falist í tvennu og byggt á reynslu margra þjóða.

1.
Persónukjör gildi algerlega í kjörklefanum. Flokkarnir geti að vísu sýnt á kjörseðlinum sína röðun, en aðeins
krossar eða töluleg röðun kjósendanna sjálfra ráði um röðun á lista.

2.
Afnám 5% þröskuldsins í atkvæðafylgi eða lækkun hans niður í 2-3%. Sem dæmi um það hve þetta er
ólýðræðislegt má nefna að þótt allir 7 þúsund fundarmenn á Austurvelli kysu nýtt framboð, sem þeir stæðu að, fengju þeir ekki þá 2-3 þingmenn sem væru í samræmi við fylgi slíks framboðs.
kjörinn þingmann, ekki þá 2-3 þingmenn sem þeir hefðu fylgi til.


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sem innlegg í þessa góðu umræðu þína Ómar, ályktuðu Framsóknarmenn með þessum hætti á síðasta flokksþingi.

Ályktun um nýja kosningalöggjöfMarkmiðVið kosningar til Alþingis og sveitarstjórna verði leitað leiða til að persónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Jafnframt verði reynt að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Leitast verði við að tryggja sem jafnast vægi atkvæða á landsvísu.Leiðir
  • Kjósendur raða fulltrúum á lista og kjósi þannig viðkomandi flokk.
  • Sett verði krafa um lágmarksfylgi á landsvísu til að flokkur, sem ekki kemur að
  • kjördæmakjörnum þingmanni, komi til álita við úthlutun uppbótarþingsæta.
  • Kjördæmi verði fleiri og smærri.
 Fyrstu skref

Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir því við stjórnarmyndun að nýr meirihluti á Alþingi setji af stað vinnu við að breyta kosningalögunum sem hafi þessi markmið að leiðarljósi.

Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: oktober

Það hefur engin áhuga á því þótt Framsóknarmenn ákveði að skipta um sokka.

oktober, 24.11.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta síðasta í tillögum ungra Framsóknarmanna, "kjördæmi verði fleiri og smærri", þarfnast breytingar á stjórnarskrá og því ekki hægt að kjósa í næstu kosningum með breyttri kjördæmaskipan.

Æskilegar breytingar yrðu tvíþættar: Annars vegar það sem hægt er að breyta strax við framkvæmd næstu kosninga og hins vegar breytingar á stjórnarskrá.

Ýmsir möguleikar eru á breytingu á kjördæmaskipan.

1. Núverandi kjördæmaskipan nema að Reykjavík verði eitt kjördæmi.

2. 25 einmenningskjördæmi og 25-35 þingmenn kjörnir af landslistum flokkanna til að   jafna á milli flokka, en persónukjör yrði í landslistakosningunum.   

3. Tvö kjördæmi, annars vegar suðvesturkjördæmi sem næði frá Borgarfirði til Suðurlandsundirlendisins og hins vegar landsbyggðin utan suðvesturlands.

4. Landið eitt kjördæmi.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skorrdal, eins og lögin eru núna, kemst þú bara inn í tveimur kjördæmum með 3000 atkvæði, þ. e. í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og verður að hafa með þér á lista sautján manns og safna nokkur hundruð meðmælendum.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2008 kl. 19:02

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta með landið sem eitt kjördæmi og að velja persónubundið er talsvert flókið í framkvæmd, en kannski er það of mikil miklun hjá mér. Ef við erum bara að tala um þá sem voru í framboði fyrir síðustu kosningar væri kjörseðillinn 6 x (63 x 2) = 756 manns.

Eins væri alveg hægt að ganga ekki svona langt, halda kjördæmunum, amk til að byrja með, þá væri 132 manns á seðlinum, þótt puntuframbjóðendurnir myndu líklegast detta út, þannig að við þyrftum að velja á milli ca 100 manns. Kosningabarátta milli 100 frambjóðenda verður líklegast afar glundroðakennd, en það væri líklegast bara fjör.

Leið 2 hjá þér er allrar skoðunar verð einnig, hefur verið rædd í okkar röðum og er alveg framkvæmanleg og líklegast einföldust, að vísu ekki með einmenningskjördæmum, heldur kjördæmi 2-5 þingmanna sem yrðu kosnir persónukjöri.

Ég vara við því að skipta landinu upp í höfuðborg og landsbyggð. Nóg er samt.

Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 20:19

6 identicon

Skorrdal koddu með listann. Þið Ómar og Ragnheiður Erla Rósarsdóttir (sem skrifaði pólitíska viðrinispistilinn hjá Agli á Eyjunni) fáið öll mín bestu meðmæli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Persónulega hefði ég samfara breytingum á kjördæmaskipulagi viljað sjá fjölgun alþingismanna í u.þ.b. 90-100.  Samhliða fólksfjölgun á Íslandi hefur alþingismönnum ekki fjölgað að ráði.  Í kosningunum árið 1963 voru alþingismenn 60 og heildaríbúafjöldi á landinu tæp 184 þúsund.  Hver þingmaður talar því fyrir u.þ.b. 3066 einstaklinga.  Í kosningunum árið 2007 voru alþingismenn 63 og heildaríbúafjöldi á landinu rúm 307 þúsund.  Hver þingmaður talar því fyrir u.þ.b. 4873 einstaklinga.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.11.2008 kl. 00:44

8 Smámynd: Landfari

Eini gallinn sem ég sé við persónubundið kjör er stóraukin hætta á alskyns lýðskrumi og vinsældaleit verðandi þingmanna hjá almenningi.

Það verður að segjast eins og er að það eru of margir kjósendur tilbúnir til að pissa í skóinn sinn til að ylja sér á tánum. Það sést best núna að það virðast t.d. margir tilbúnir til að rústa lífeyrissjóðskerfi nær allra launþega til að létta á greiðslubyrði þeirra sem farið haf of geyst í fjárfestingum í góðærinu.

Landfari, 25.11.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Landfari er með punkt þarna, en á móti kemur að í núverandi kerfi komast fjöldi þingmanna inn á þing án þess að vera nokkurntíma í eldlínunni. Í eldlínunni eru forystumenn viðkomandi framboða og svo þeir sem eru í baráttusætum. Ef flokkur er t.d. með 4-5 í einu kjördæmi sleppa 2. og 3. sætið nánast ókeypis inn. Þeirra persóna er ekki lögð undir. sérstaklega á þetta við ef ekki fer fram prófkjör í aðdraganda. Ætla ekki að nefna nöfn í þessu sambandi, en þau eru þónokkur.

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 01:16

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Yfirleitt hefur það verið þannig að í kosningum er meirihluti þingmanna í svokölluðum "öruggum sætum". Annað hvort er almennilegt lýðræði eða ekki og "öruggt sæti" er ekki almennilegt lýðræði.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband