Bjargi sér hver sem bjargað getur.

Gamalt máltæki segir: "Bjargi sér hver sem bjargað getur." Það kemur upp í hugann þegar litið er til þess sem gerðist í aðdraganda bankahrunsins, því sjálfu og allar götur siðan. Stundum á þetta við sem skásta úrræðið á sameiginlegum flótta en í nútíma þjóðfélagi oft alls ekki.

Þennan hugsunarhátt má oft sjá ráða ríkjum í íslenskri umferð til mikils baga en sem betur fer er það á undanhaldi.

Í bankarhuninu, aðdraganda þess og eftirmálum er að koma í ljós hvernig sumir höfðu betri möguleika til að sleppa vel á flóttanum en aðrir.

Rétt eins og sett voru neyðarlög á sínum tíma vegna fordæmalausra aðstæðna verður að upphefja bankaleynd á skýrt afmarkaðan og markvissan hátt þegar ósköp þessara síðustu missera verða gerð upp. Í hádegisfréttum útvarpsins færði Eiríkur Tómasson góð rök að þessu. Kann að vera að allt hafi verið og sé löglegt, en margt hefur vafalaust verið siðlaust.

Það verður aldrei hægt að læra neitt ef menn hafa ekki réttan grundvöll fyrir lærdómnum. Þegar ráðamenn segja að það eigi að velta við hverjum steini þá verða athafnir að fylgja orðum.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fólk vill ekki læra. Fólk vill bara sópa skítnum undir mottuna og að allt klúðrið falli í algleymi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi pistill var skrifaður rétt fyrir þrjú í dag. Í fréttum í kvöld var greint frá frumvarpi um hvítbókina svonefndu þar sem ætlunin er að aflétta bankaleynd þar sem það er óhjákvæmilegt. Vonandi virka þessi ákvæði en hinu fer ég ekki ofan af að erlendir menn eigi að veita þessari nefnd forstöðu en ekki að vera bara "til aðstoðar."

Ómar Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Í frumvarpinu um rannsóknarnefndina eru henni gefnar mjög víðtækar rannsóknarheimildir. Bæði á bankaleyndin ekki við um hana og hún getur rannsakað Alþingi og ráðuneyti líka. Það er af hinu góða.

Það sem ég er ekki eins hress með er hvað þessari þriggja manna nefnd er falin mikil möppuvinna sem ég veit að er mjög tímafrek (sjá hér). Spurning hvort kröftum hennar verði ekki dreift um of.

Haraldur Hansson, 26.11.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband