Erfitt að lesa út úr þessum 8%.

Þegar upp hafa komið hugmyndir um nýja stjórnmálaflokka hefur raunin oftast verið sú að fylgið í fyrstu skoðanakönnunum hafa gefið til kynna miklu meira fylgi en hefur skilað sér í kosningum.

Eitt gleggsta dæmið um þetta var fyrirhugað framboð aldraðra fyrir kosningarnar 2007. Í fyrstu skoðankönnunum virtist þetta framboð geta náð meira en 10% fylgi. Viðbrögð flokkanna, sem fyrir voru urðu þau að leggja stóraukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja.

Fylgi hins boðaða framboðs hrapaði í skoðanakönnunum eftir þetta og svo fór að lokum að þeir sem fyrir framboðinu stóðu gátu ekki einu sinni komið því á legg.

Fyrstu skoðanakannanir sýndu gríðarlegt fylgi Borgaraflokksins og Bandalags jafnaðarmanna á sinni tíð, allt að 27%.
Svipað var að segja um ÞJóðvaka. Í öllum tilfellunum hríðféll fylgið þegar nær dró kosningum og aðeins hluti skoðanakannanafylgisins skilaði sér.

Athyglisvert misræmi er á milli talnanna hjá MMR annars vegar og Capacent Gallup og Fréttablaðsins hins vegar. Fylgi Samfylkingar, Framsóknar og Íslandshreyfingarinnar er mun minna hjá MMR en hinum aðilunum.

Kannski liggur munurinn í netnotkun MMR, en hlutfall hennar gagnvart notkun síma er ekki gefið upp. Ég held að notkun netsins skekki niðurstöður vegna mismunandi notkunar þjóðfélagshópa á netinu.

Hvað snertir hreyfingar á fylgi njóta Capacent og Fréttblaðiðsins þess að eiga langan feril að baki í skoðanakönnunum. Enn sem komið er held ég að meira mark sé á hinum eldri könnunum, hvað sem síðar verður.


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Ragnarsson

 Hver erskoðun þí að Hægt sé að Berja Ungling hér á íslandi fyrir 180.000kr

Svar óskast

og Bestu kveðjur

Æsir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar ég er sammála þér með netið þar eru aðrir kjósendur. Nær 90% þeirra treysta t.d. ekki ríkisstjórninni.

Hvað varðar fall nýrra flokka fyrir kosninga þá hafa þeir ekki eins og stóru flokkarnir mútufé, fyrirgefðu styrki í kosningasjóði (mismælti mig) en stóru flokkarnir nota þetta mútufé, umm styrki (fyrirgefði mismælti mig aftur) til þessa að kaupa auglýsingar, mannafla og annað sem fær það hlutverk að ljúga að almenningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það má sjálfur fj. vita hvort þjóðin er bara ekki orðin ráðvillt og þar með auðsveip þegar nýir kostir bjóðast hverjir sem þeir verða. Nú sjá einhverjir merki þess að Davíð sé farið að klæja eftir nýjum pólitískum átökum. Þá getur margt skeð. Nú er fylgi við EB byrjað að þverra og þar með minnka líkur á að einsmálsflokkur Ingibjargar og Eiríks á Bifröst haldi siglingu. Ingibjörg er búin að taka út alla sína pólitísku inneign og tortíma með stæl. Jóhanna er symból flokksins í dag og Þórunn nær ekki til sinna flokksmanna. Árni Páll er líklega glæstasti þingmaðurinn í þessum klúbbi en situr fastur í sínu eina máli, sem mér sýnist ekki farsælt vegnesti inn í pólitíkina manni af þessari ætt! 

Árni Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að öllum líkindum verða einungis þrír flokkar með menn á Alþingi eftir næstu Alþingiskosningar, Samfylkingin, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn, og þær kosningar munu fyrst og fremst snúast um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þó er hugsanlegt að Framsókn rétt detti yfir fimm prósentin með Höskuld Þórhallsson sem formann.

Samfylkingin og Vinstri grænir mynda næstu ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra. Seðlabankinn mun því heyra undir hana.

Ísland gengur í Evrópusambandið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Steingrímur Joð er nú þegar í essinu sínu á Evrópuþinginu. Hann verður utanríkisráðherra.

Þorsteinn Briem, 6.12.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Asskoti hræddur um að Steini hafi rétt fyrir sér.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband