Svona má græða.

Kaup á sumarbústöðum á tombóluverði er ein leið til að græða. Í þættinum "Íslandi í dag" í gærkvöldi las ég nokkrar tilvitnanir í viðtöl við Hannes Smárason og Sigurjón Árnason í Krónikunni í febrúar 2007 sem eru lýsandi fyrir ýmsar aðferðir og hugmyndafræði á bak við frjármálasápukúluna sem sprakk. .

Hannes segir að það hafi ekki verið flugrekstur heldur fjárfestingar sem hafi verið hans ær og kýr. Hann nefnir nokkur dæmi um það hve ábatasamt þær geti verið. Hér eru þrjár tilvitnanir í Hannes:

"Ef ég sel hlutabréf og hagnast á því þarf ég að borga skatt af hagnaðinum. Ef ég endurfjárfesti hins vegar hundrað krónurnar í öðrum hlutabréfum get ég frestað því að greiða skattinn. Þannig get ég í raun haldið áfram út í það óendanlega og þarf aldrei að borga neinn skatt."

"Við kaupum stundum fyrirtæki, skuldsetjum þau og seljum síðan ef okkur finnst það passa. Við gerðum það til dæmis með Refresco. Það var skuldsett yfirtaka þar sem við lögðum fram ákveðið eigið fé og BANKARNIR FJÁRMÖGNUÐU AFGANGINN.Félagið greiddi niður skuldirnar og verðmæti okkar eignarhluta jókst í leiðinni."

"Það hefði engum dottið í hug að gera þessa hluti sem við erum að gera, nema fólki sem VEIT ENGAN VEGINN HVAÐ ÞAÐ ER AÐ FARA ÚT Í."

Sigurjón segir um kynslóðina sem stendur fyrir "efnahagsundrinu.":

"Sú kynslóð ólst upp við mikið frjálsræði en einnig við mikla vinnusemi. Hún fór út að leika sér á morgnana og var þar allan daginn, kom ekki heim fyrr en hún var kölluð í mat. HÚN TALDI AÐ ALLT VÆRI HÆGT OG VAR AÐ ÞVÍ LEYTI ALGJÖRLEGA HÖMLULAUS."

Við þetta er engu að bæta.


mbl.is Bústaðir á tombóluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pálmi Haraldsson fór að þessum ráðum Háskóla Íslands:

Fjárfestu í sjálfum þér. Það er skynsemi í því.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/12/06/fons_atti_fs37_sem_vard_stim/

Þorsteinn Briem, 6.12.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Snilld.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.12.2008 kl. 14:37

3 identicon

 Sæll Ómar.Ég var staddur í Svíþjóð á dögunum þegar þú skrifaður um framkomu Davíðs við Ólaf F. Magnússon á landsfundinum erÓlafur fjallaði um Kárahnjúka og var flæmdur af fundi. Hvílíkt ofbeldi og hvílíkt þýlyndi. Það fór um mig hrollur þegar þú lyftir fram þessari mynd úr gloppóttum hugarfylgsnum mínum.Davíð hefur greinilega traust minni. Var hann ekki með 300 milljóna króna mútufundinn í London alvega á hreinu gegn Hreini?Hér eru til glöggvunar tvær tilvitnanir í Hannes Hólmstein, teknar af vef hans við fræðasetrið, sem ofur-Kári vinur minn kallar "lethally bad". Menn þurfa helzt að fara inn á síðu HHG til að njóta textann til fulls. Og sjá - yður.....Með beztu kveðju,Jóhann Tómassson29.3.2008 | 09:11

Draumar Jóns Trausta

Jón Trausti skildi og bjó skáldlegum búningi, að samkeppni er alþýðu manna í hag. Það er engin tilviljun, að í þessari smásögu lætur hann Bandaríkjamann veðja á skútu alþýðumannsins. Þar vestra hefur löngum verið land tækifæranna. Ísland breyttist í sömu átt með auknu atvinnufrelsi í lok nítjándu aldar, þótt nokkur afturkippur yrði síðan með heimskreppu og haftabúskap. Í lok tuttugustu aldar rættust loks draumar Jóns Trausta.Lesbók Morgunblaðsins 29. mars 2008. 

  

28.6.2008 | 10:28

24 stundir, Sverrir Stormsker og Mannlíf

Davíð Oddsson er svo öflugur maður, að hann hefur ekki glatað áhrifum sínum, þótt hann sé ekki lengur í fylkingarbrjósti í stjórnmálum. Rætur áhrifa hans eru tvíþættar. Í fyrsta lagi nýtur hann mikillar virðingar og trausts þorra þjóðarinnar, þótt orðastrákar á kaupi hjá óvinum hans reyni að gera lítið úr því. Menn vita, hversu heill Davíð er og heiðarlegur, hreinn og beinn og hræsnislaus. Í öðru lagi gegnir Davíð auðvitað enn lykilstöðu sem bankastjóri Seðlabankans. Hann hefur átt drjúgan þátt í því, að bankarnir virðast vera að komast út úr þeirri kreppu, sem þeir voru í. Vandlega er hlustað á Davíð í hinum alþjóðlega peninga- og bankaheimi. Fátt væri fjær Davíð en að láta gamlar væringar stjórna sér, þegar til kastanna kemur. (Vefsíða HHG 28/6 2008)



Jóhann Tómasson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir græða bara ef þeir ná að selja aftur á hærra verði.

Akkúrat núna er verið að vinna að því að gera okkur öll gjaldþrota, svo ég sé ekki að það gerist á næstunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það að þeir selja kannski ekki á hærra verði í bili, en þeir geta keypt ýmislegt á tombóluverði eins og sumarbústaðasalan sýnir.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband