Sá tími mun koma...

Sá tími mun koma og er raunar að byrja að koma, þegar stórþjóðirnar, sem hefði ekki munað mikið um að hjálpa okkur til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, munu sjá hve óskynsamlegt og ósanngjarnt það var að refsa örþjóð miskunnarlaust samkvæmt lagabókstaf á þann hátt sem er dæmalaus í okkar heimshluta nema sem afleiðing af stórstyrjöld.

Það er hárrett hjá AA Gill að hér gilti ekki það sama um Jón og hefði gilt um séra Jón. Við þurfum í komandi samskiptum við aðrar þjóðir að fá þær til að líta með sanngirni á hlutskipti okkar.

Sá tími kemur vonandi líka þegar íslenska þjóðin mun sjá, að til þess að byggja upp nýtt Ísland með bættu siðferði, mannúð og sanngirni gagnvart samborgurum, afkomendum og öðrum þjóðum var það kannski bara gott að hin hátimbraða sápukúla sjálftöku og græðgi sprakk í tætlur.

Stundum er það þannig hjá áfengissjúklingum að þeir segja stundum eftir á að aðeins vegna þess hve þeir sukku djúpt hefðu þeim orðið ljós nauðsyn róttækra ráðstafana og gjörbreytinga.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög góð athugasemd hjá þér Ómar og ég er sammála því að trúlega þurfti svona áfall til að við Íslendingar áttuðum okkur á því hversu langt við vorum komin frá sjálfum okkur. Ég er hins vegar mjög ósáttur við það að þessir sömu menn og eiga að stærstum hluta sök á þessu hruni skuli nú geta byrjað upp á nýtt eins og ekkert hafi í skorist og bera enga ábyrgð né þurfa að greiða fyrir þessa óráðssíu. Það má vera að ég sjái ekki heildarmyndina hér en svona lítur þetta út fyrir mér og mörgum öðrum.

Þakka þér Ómar fyrir þín störf í þágu þjóðarinnar. Þú hefur staðfastlega reynt að vekja okkur til umhugsunar um stöðu okkar og verk gagnvart landinu. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og því sem þú hefur gert. Haltu endilega áfram að fylgja þinni sannfæringu og vonandi tekst þér að vekja okkur af Þyrnirósarsvefninum.

Kveðja,

Óðinn Burkni

Óðinn Burkni (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:41

2 identicon

Tek undir orð Óðins og legg til að allir sem vilja sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu á næstu misserum skrái sig srax í Íslandshreyfingunna á xi.is  

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eru þjóðir heims að vakna? Hef ekki séð það en vona að ég hafi verið sofandi og verið að taka eftir.

Vil svo auðvitað taka undir orðin að ofan um Ómar.

Villi Asgeirsson, 14.12.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Satt satt NSU prinsinn!!

Eyjólfur Jónsson, 14.12.2008 kl. 14:01

5 identicon

Það er rétt hjá þér Ómar að það má vel líkja Græðgissýkinni við áfengissýkina. Það voru bara svo margir sýktir að þeir örfáu sem sá að eitthvað var að voru álitnir klikkaðir. Ég viðurkenni vel að ég sá að gróði bankana var óeðlilega mikill en sagði ekki neitt því ég trúði þessum gróðatölum og var bara ánægður með það hvað þessar stofnanir skiluðu miklu í þjóðarbúið.

Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á því að þetta var rangt fyrr enn allt var komið til fjandans. En svona til að stríða þér aðeins (ekki illa meint) Þá höfum við sem betur fer náð að byggja álverið í Reyðarfirði sem mun hjálpa okkur mikið að vinna okkur upp úr þessari lægð og minka þar með þær skelfilegu afleiðinga sem nú vofa yfir landi okkar.

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Ómar.

Er ekki sennilegt að vandræði okkar eru að verða vandræðo ansi margra þeirra þjóða sem gegn okkur fóru. Þegar úrhellið verður jafn mikið hjá þeim munu þeir lítið horfa til aðgerða sinna gegn okkur og því meira reyna að finna leiðir út úr eigin vanda.

Kreppan er að dýpka en okkur eru ekki öll ráð rænd svo fremi sem við beitum skynseminni, frekar en að rækta örvæntinguna. Ef við horfum á þetta ekki sem einn vanda sem þarf eina lausn, heldur sem nokkur verkefni sem öll eru leysanleg, getum við einbeitt okkur að því að leysa þau með skynsemina að vopni. Ég legg hér til einfalda leið til að stemma stigu við einum af þessum verkefnum með tilfærslu á viðmiðunum.  Það eina sem er áhugavert við vandamál (verkefni) er lausn þeirra. Og lausnir eru til.

Haraldur Baldursson, 14.12.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Offari, ekki nema álverðið fari upp aftur.

Villi Asgeirsson, 14.12.2008 kl. 15:25

8 identicon

Villi álverð er núna eðlilegt. Álverðið fór upp úr öllu valdi þegar nóg lánsfé var í boði. Hagkvæmisútreikningar Álversins voru miðaðir við eðlilegt Álverð en ekki yfirverð. Álverin skila því enn hagnaði þótt minni sé meðan  svo er gera álverin gagn. Ég tel að langt sé í það að álverð hækki aftur enda ættu menn að vera búnir að læra af fyrri mistökum. Þó svo að álverð sé lægra núna heldur álverið áfram að skila okkur útfluttnigstekjum og skapar atvinnu.  

 Fyrirgefðu Ómar að ég skuli nota bloggið þitt í álversáróður, ég veit vel að þú ert á annari skoðun og í upphafi var ég að stríða þér en vildi svo svara Villa.

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:49

9 Smámynd: Sævar Helgason

"En svona til að stríða þér aðeins (ekki illa meint) Þá höfum við sem betur fer náð að byggja álverið í Reyðarfirði sem mun hjálpa okkur mikið að vinna okkur upp úr þessari lægð og minka þar með þær skelfilegu afleiðinga sem nú vofa yfir landi okkar."

Það er nú mergurinn- álverðið hrynur og er komið niður fyrir arðsemismörk nýrra virkjana og álvera og lækkar ennþá. Hversu lengi dýfan varir veit enginn- kannski áratug- þar til álverð fer að rétta úr kútnum. 'A meðan verðum við skattborgarar að herða ólina og borga þessar virkjanir með okkar skattfé-ofaná bankahrunið.. Að vera með öll orkueggin í sömu körfunni er og verður aldrei gæfulegt . Þetta skipti litlu máli meðan litla álverið var eitt og sér í  Straumsvík- en núna með 800 þúsund tonna framleiðslu...ops.

Sævar Helgason, 14.12.2008 kl. 15:56

10 identicon

Verð að viðurkenna það að þessi frétt hér fyrir neðan kemur mér verulega á óvart. Ómar virðist hafa haft rétt fyrir sér með ál-gullið sem engin fann að lokum.Allur ágóðinn virðist fara út úr landinu til móðurfyrirtækja þessara alþjóðlegu félaga.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

Fréttablaðið, 14. des. 2008 09:00

Fjöldi húsa stendur auður á Austurlandi

Á milli 30 og 50 hús standa auð á Fljótsdalshéraði og annar eins fjöldi er í byggingu. fréttablaðið/Kox

Mörg hús standa auð á áhrifasvæði framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun, Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð. Mikil uppbygging var á svæðinu en að framkvæmdum loknum standa húsin auð.
Á Fljótsdalshéraði standa á bilinu 30 til 50 íbúðir auðar. Um 10 lóðum hefur verið skilað inn að undanförnu og nemur kostnaður við endurgreiðslu gatnagerðargjalda 12 til 13 milljónum. Þá voru innkallaðar 5 lóðir sem lóða- eða gatnagerðargjöld voru ekki greidd af á réttum tíma. Einhverjum lóðanna hefur verið úthlutað aftur. Að auki eru á milli 40 og 50 íbúðir og einbýlishús í smíðum á ýmsum byggingarstigum í sveitar­félaginu.
Íbúar sveitarfélagsins voru 1. desember í fyrra 4.073 og standi 50 íbúðir auðar þýðir það að 81,46 íbúar eru á hverja auða íbúð. Sé þeim 50 sem eru í byggingu bætt við eru 40,75 íbúar á hverja auða íbúð eða í byggingu. Séu þessar tölur heimfærðar á höfuðborgarsvæðið, hvar bjuggu 195.972 á sama tíma, þýðir þetta að 2.406 íbúðir ættu að standa þar auðar og 4.809 auðar og í byggingu.





Helga Jónsdóttir

Á Reyðarfirði var einnig reistur fjöldi húsa vegna Kárahnjúkavirkjunar og stór hluti þeirra stendur auður. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Jónsdóttur, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, er mestur hluti þess húsnæðis þó í leigu. Tólf lóðum hefur verið skilað til sveitarfélagsins á árinu og nema gatnagerðargjöld af þeim nálægt 9 milljónum króna.
Helga segir fjárhag sveitarfélagsins þó alltraustan. Tekjur hafi vaxið að undanförnu, ekki síst vegna Alcoa Fjarðaráls, og öflugra sjávarútvegsfyrirtækja. Greiðslubyrði lána sveitarfélagsins sé hins vegar erfið á næsta ári, enda hafi verið mikil uppbygging undanfarið. „Veruleg lán voru tekin til að standa undir þessum fjárfestingum og greiðslubyrði þeirra á næsta ári verður umtalsvert umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum." Reiknað er með að taka áætlunina fyrir 18. desember.
Stefán Snædal Bragason, skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs, segir að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verði afgreidd með nokkrum halla. Það skýrist af ört minnkandi útsvarstekjum vegna virkjanaframkvæmda, samdráttar hjá verktakafyrirtækjum og aukins atvinnuleysis í kjölfar gjaldþrota og uppsagna. Ekki verði hægt að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir jól.
kolbeinn@frettabladid.is

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:54

11 identicon

Sæll Ómar

"...hve óskynsamlegt og ósanngjarnt það var að refsa örþjóð miskunnarlaust samkvæmt lagabókstaf..." segir þú.

Ef sagan er sett upp með öfugum formerkjum er hún einhvernveginn svona: Erlendur banki setur upp útibú á Íslandi og býður ofur innlánsvexti. Eftirlaunaþegar og aðrir einstaklingar hópast í bankann með sparifé sitt auk stéttar- og sveitarfélaga. Gífurleg inneign safsast í bankann. Hann fer á hausinn. Neyðarlög eru sett í landi hans og yfirvöld gefa yfirlýsingar um að þau ábyrgist ekki inneignir erlendis. Upp kemst um mikla fjármagnflutninga úr útibúinu hér á landi.

Hvað hefðum við gert? Beitt þeim einu lögum sem tiltæk væru um fjármagnsflutninga sem hefðu tafarlausa virkni?

Bresk pólítík er hörð, þar sem aðilar nota öll möguleg tilefni til að klekkja á andstæðingnum. Kannski er þessi "frétt" skrifuð í því umhverfi. Við vitum líka að íslenskir auðmenn halda uppi öflugum áróðri til að telja fólki trú um að "hrunið" sé bretum að kenna (eða DO) en ekki þeim sjálfum.

Forvitnilaft verður að sjá hvort einhver leggur í að fara í málaferli við breta vegna lagasetningar þeirra. Ýmislegt gæti komið í ljós við þau málaferli.

Svo er álitamál hvort Ísland hafi á undanförnum árum talist "örþjóð" á alþóðlegum fjármálamarkaði.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 18:45

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Líklega er kominn tími til að Íslendingar hætti að mótmæla með eggjakasti og rúðubrotum og dólgshætti við opinberar byggingar. Það eru ekki byggingarnar sem eiga að gjalda fyrir reyði þjóðarinnar. Þetta veldur bara auknum kostnaði á ríkiskassann sem virðist ekki of beysinn rétt eins og er. 

Í byltingunni í Rússlandi 1917-1918 þegar keisaranum Nikulási II steypt (og síðan myrtur nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldu hans) og fólkið vildi ráðast inn í hinar stórkostlegu hallir keisaraættarinnar og aðals var það yfirstjórn byltingarinnar sem stöðvaði fólkið og sagði við það: Af hverju viljiði eyðileggja það sem þið og börnin ykkar eigið? Virðum söguna, lærum af henni og notfærum okkur þennan arf sem er okkar.  Það var ekki keisarinn sem byggði hallirnar, garðanna, söfnin, málaði málverkin, skar út, smíðaði og hannaði. Nei það vorum við, okkar hendur, okkar þekking.  Þannig verðum við fátækari af menningarsögu ef við eyðileggjum það sem tilheyrði þessum erfiðum tímum.

Þessi rökfærsla er svo vitræn, svo djúp og þakkarverð í dag. Það sem við Íslendingar verðum að skilja er að það vorum ekki við sem settum bankanna á hausinn, það vorum ekki við sem erum vond, við erum engir hryðjuverkamenn.  Við erum komin af harðduglegu fólki sem í aldanna rás hefur með þreki, dugnaði, vitsmunum og samviskusemi skapað þá menningu sem við búum að í dag. 

Við þurfum að temja okkur stillingu, yfirvegun og rökfestu.  Siðferði á erfiðum tímum er erfiðara en í meðbyr.  Við erum sterk, vinnusöm, dugleg, samstillt og einhörð.  Við verðum að sýna að siðferðisvitund okkar er meiri en Alþingis, ríkisstjórnar, bankayfirvalda og yfirbyggingar efnahagslífsins.   Við erum prúð, rökföst og upplýst.

Baldur Gautur Baldursson, 14.12.2008 kl. 19:14

13 identicon

Eitthvað hefur Baldur misskilið. Það voru engin lög sett á íslenska ríkið eða Íslendinga sem þjóð. Það voru sett lög gegn tveimur bönkum sem frystu eigur þeirra og komu í veg fyrir fjármagnsflutninga.

Svo finnst mér ansi hæpið að ásaka mótmælendur um tilraun til að leggja alþingishúsið í rúst, - með eggjum.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:28

14 identicon

Amen Ómar,víst er það þannig að við sleppum ekki skoðunum okkar svo glatt,helst ekki fyr en við hlaupum á vegg, óklífanlegan.Þá er líka gott að hafa fólk á staðnum til að koma með nýjar hugmyndir.

Jóhann Kristján Valdórsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:10

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér og gangi Ísland í ESB á ég ekki von á að slíkt verði látið viðgangast.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.12.2008 kl. 20:17

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú þarft ekki að biðja mig afsökunar, Offari góður. Þvert á móti. Öllum er hollt að hispurslaus og opinská rökræða fari fram og ég vil þakka þér og öðrum sem hafa gert athugasemdir við bloggpistlana mína og séð til þess að krefjandi umræða fari hér fram.

Ómar Ragnarsson, 14.12.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband