Bjarga karlarnir ?

Er hægt að leita skýringa á því að það eru ungir karlar sem ætla að bjarga Framsóknarflokknum ? Hvers vegna rýrnar hlutur kvenna í forystu flokksins þegar viðleitni er til að hressa hann upp ?

Gæti skýringin verið sú að þær tvær konur, sem hafa verið í forystunni og ráðherraliðinu hafa verið "þægar" ?

Siv Friðleifsdóttir var "þæg" þegar hún úrskurðaði um Kárahnjúkavirkjun til að vera í náðinni.

Valgerður Sverrisdóttir var stórkarlalegri í stóriðjuæðinu en nokkur karl hefði getað orðið.

Engar konur virðast í sjónmáli í flokknum sem geta komið í staðinn fyrir Siv og Valgerði hvað völd snertir en gætu jafnframt haft meiri áhrif til breytingar á stefnunni en þær stöllur.

Þetta verður vandi flokksins. Nú rís upp fjöldi kvenna sem lætur að sér kveða vegna nauðsynjar á endurreisn og umbyltingunni sem hið nýja Ísland krefst. Þær konur eru ekki við stjórnvölinn í Framsókn og það eitt dregur úr aðdráttarafli flokksins, hvernig sem stefnan verður.


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef engar konur skáka þeim körlum sem vilja vera í forystu í flokknum, þá er það bara þannig. Það er eflaust slæmt í augum þeirra sem meta flokka og hugmyndafræði þeirra út frá kynjaskiptingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hefði kosið Siv

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei ég faglega yrki,
um hinn laglega Birki,
karlinn haglega kyrki,
konur ég maglega virki.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held að kynjakvóti sé ekki það sem við þurfum að vera að þrasa um hér, aðalatriðið er að það var kosin ný forusta, og það markar í raun tímamót hvernig að því var staðið.

Þegar kemur að því að stilla upp fyrir næstu kosningar þá spretta eflaust konur fram til framboðs, jafnt sem karlar...

Og við skulum ekki gleyma því að ein af þremur er jú kona, hversu jafnara getur það orðið????

Eiður Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 06:59

5 identicon

Vissulega hafa konur aðdráttarafl, en ekki af því taginu sem Framsóknarflokkurinn þarf á að halda. Þessi árátta „jafnréttissinna" og „feminista" að velja í störf eftir kyni er fáránleg. Að velja konu af því að hún er kona er ein mesta vanvirðing við kvenfólk sem hugsast getur.

Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:15

6 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Flestir virðast misskilja kynjakvóta, fyrst þetta er komið út í þá umræðu. Kynjakvóti merkir EKKI að það eigi að ráða konu af því að hún er kona. Kynjakvóti merkir að ef jafnhæfir einstaklingar af báðum kynjum sækja um stöðu skuli ráða einstakling af því kyni sem á hallar á vinnustaðnum. Þetta á LÍKA við um karlmenn.

Þetta er ekki svo flókið!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 19.1.2009 kl. 09:56

7 identicon

Þetta er rosalegt uppgjör... Birkir gaurinn sem sóaði milljónum á milljónir ofan í Gumma í Byrginu, kostaði ótal manneskjur lífið ef mig minnir rétt... hefur nú tekið íslenska ábyrgð, hann fékk stöðuhækkun.

Úgga búgga... er nema furða að Jónína Ben þarmasuga laðist að framsókn

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:13

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þuríður, fléttulistasystem VG þverbrýtur hæfisregluna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 10:44

9 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Ómar,

Hafðu ekki alltof miklar áhyggjur af okkur konunum í Framsókn. Ég lofa þér að ég mun gera mitt besta ásamt stallsystrum mínum í þingflokkinum og flokknum öllum við að halda málefnum kvenna og hugsjónum okkar um jafnrétti á lofti.

Með góðum stuðningi frá okkar frábæru körlum.

Einnig má minna á að í framkvæmdastjórn flokksins eru konur í meirihluta sem og í þingflokknum.

Geri aðrir betur :)

Eygló Þóra Harðardóttir, 19.1.2009 kl. 12:36

10 identicon

Þú skammast þín ekkert Eygló fyrir að tengja þig við þennan flokk spillingar og rugls... vá

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:42

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

DoktorE.

Þeir einu sem þurfa að skammast sín, eru þeir sem vega úr lausátri. 

Það eru hugleysingjar. 

Benedikt V. Warén, 19.1.2009 kl. 13:00

12 identicon

Ég var ekki að vega, ég var að segja sannleikann... sá sem neitar því er huglaus og heimskur að auki.... og með sveitasímaáráttu

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband