Sleppir aðalmálinu, skuldunum.

Það væri ekkert sérstaklega slæmt ef það eina, sem væri að á Ísland, væri 10% minnkun kaupmáttar, jafnvel 20% minnkun. 20% minnkun myndi færa okkur til ársins 2000 og minnist þess nokkur að hér væri svo voðalega slæmt að búa hér þá? Nei, auðvitað ekki.

Geir H. Haarde sleppir því hins vegar að geta þess að skuldir heimilanna fjórfölduðust á síðustu árum og skuldir fyrirtækjanna þrefölduðust. Íslensk heimili eru hin skuldugustu í heimi og nú eru allir landsmenn sem heild að verða það.

Stjórnarstefnan var aðal hvatinn að þessari fáránlega miklu skuldasöfnun, allt of hátt gengi, húsnæðislánasprengja og boði inn í efnahagslegt fíkniefnapartí þar sem lánsféð flaut um allt.

Þú "græddir" þeim mun meira sem þú keyptir meira í þessu rammskakka umhverfi.

Nú sitja tugþúsundir fólks uppi með lán, sem er að keyra það í gjaldþrot og ekki er hægt að selja neinar eignir nema á brunaútsölu. Raunar varla hægt að selja neitt. Markaðirnir frosnir.

Allt í einu virðist engin ástæða til að segja: "Guð blessi Ísland." Blessun Sjálfstæðisflokksins virðist vera nóg.


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er því afar áríðandi að Íslandshreyfingin verði ekki aðgerðarlaus.

Offari, 30.1.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðismenn lifa alla jafnan kyrrlátu einsetulífi en öðru hvoru gerist eitthvað sem verður til þess að þeir komast á svokallað hóprænustig og þá hópa þeir sig saman í risastóra sveipi sem verða að landseyðandi plágu.

Þorsteinn Briem, 31.1.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband