Kerfið bjó til hvatann.

Áfengisbannið í Bandaríkjunum bjó til hvata til lögbrota sem skapaði hrikalegt glæpaástand víða í landinu. Al Capone og John Dillinger voru gott dæmi um það. Þess vegna varð að afnema lögin. Þau gerðu ekki ráð fyrir mannlegu eðli.

Ég hef fyrir því heimildir sem segja mér að talsmaður eins bankans laug blákalt í sjónvarpi þegar hann sagði að þjónustufulltrúi, sem fór að hnýsast í gögn viðskiptavinar og kom honum síðan til að fjárfesta í áhættusjóði, hefði gerst brotlegur í starfi. Talsmaður bankans sagði að blátt bann lægi við því að þjónustufulltrúar mættu gera svona.

Þessu var þveröfugt farið. Boðin um að lokka fólk til að breyta sparnaði sínum komu að ofan og þjónustufulltrúum var umbunað fyrir.

Mér sagði nýlega maður einn að þjónustufulltrúi einn hefði ætlað að lokka sig til að færa sparnað sinn með því að segja sér ranglega að hann yrði að gera það.

Hann hefði þrjóskast við og komist að því að þetta væri ekki rétt.

Með ofansögðu er ég alls ekki að alhæfa um þjónustufulltrúa bankanna né það góða og gegna fólk sem vinnur þar "á gólfinu" og hefur nú margt mátt þola atvinnumissi í bankahruninu.

Persónulega kann ég engar aðrar sögur en góðar af þjónustufulltrúm bankanna og hygg ég að svo sé um flesta. En rétt eins og í kvótakerfinu og áfengisbanninu forðum stóðust sumir ekki freistingarnar sem kerfið bauð upp á.


mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hvort var það kerfinu að kenna að menn nauðguðu kerfinu eða nauðgurunm sem nauðguðu kerfinu. Ég tel að það  rangt að dæma fórnarlambið sem sökudólg þótt sökudólgurinn hafi verið svona sætur.

Offari, 5.2.2009 kl. 18:12

2 identicon

Það er vel þekkt sagnfræðileg staðreynd að glæpir hafa aldrei verið jafn fátíðir í Bandaríkjunum eins og á bannárunum, þó svo Hollywood hafi reynt að gera þetta tímabil rómantískt í augum heimsins síðar meir.  Óþarfi að fara með staðreyndarvillur til að styrkja málstað sinn.

Mannlegt eðli gerir heldur ekki ráð fyrir áfengi, þessvegna skapar áfengið svona mikinn usla.

Friðjón (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áfengisbannið skóp nýja tegund af hættulegum glæpum og glæpamönnum. Auk þess kom í ljós að ekki var hægt að framfylgja banninu. Ég efa ekki að glæpum almennt hafi fækkað því að minni áfengisneysla þýðir færri glæpir og minna ofbeldi.

Áfengisneysla er eitt mesta böl þjóðfélagsins.

Börnin mín gáfu mér einkanúmerið "Edrú" á bílinn minn þegar ég varð sextugur og rökstuddu það með því að ég hefði sagt að ég vildi ekki hafa einkanúmer nema það flytti góðan og þarfan boðskap.

Sjálfur er í bindindismaður og hef í gegnum tíðina reynt að styðja bindindishreyfinguna og boðskap hennar eins og ég hef getað.

Ég er andvígur því að færa vínsöluna inn í búðirnar og fellst á ótvíðræð rök Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem sýna fram á að með auknu aðgengi eykst neyslan og það böl sem vínið veldur.

En allsherjar áfengisbann er því miður ekki framkvæmanlegt, því miður, og mikill er tvískinnungurinn að hafa annars vegar áfengið löglegt fíkniefni og hins vegar hass, kókaín, spítt og heróin sem ólögleg fíkniefni.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslands flón og Al Capone window.google.repIm={c:function(a,b,c){(new Image).src="/gen_204?atyp=i&ct=rep&cd="+a+"&ei="+window.google.kEI;document.getElementById(b).style.display="";document.getElementById(c).style.display="none"}}; ,
nú flúinn Jón Ásgeir Frón,
upp á grilljón allt það tjón,
og ekki grjón skilur eftir Jón.

Þorsteinn Briem, 5.2.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslands flón og Al Capone,
nú flúinn Jón Ásgeir Frón,
upp á grilljón allt það tjón,
og ekki grjón skilur eftir Jón.

Al Capone er greinilega ekki hrifinn af að vera líkt við Ásgeir Jón.

Þorsteinn Briem, 5.2.2009 kl. 19:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi heimsins hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, skrif á Moggabloggið, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.

Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum. Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi og þetta getur farið ágætlega saman en náttúrlega farið úr böndunum, eins og dæmin sanna. Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.

Þorsteinn Briem, 5.2.2009 kl. 19:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla mín. Ég var í Tjarnargötunni, fallegustu götu bæjarins, sem Briemsættin átti en nýríkur skríll hefur nú lagt undir sig, þegar Fjölnir og kó pompuðu niður í Tjörnina.

Get nú ekki sagt að þetta atriði hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Kallinn býr í Hveragerði, eða Hördígördí eins og Kaninn kallar það guðsvolaða þorp, og hefur tilkynnt að eftir tvö ár ætli hann að kvænast (en ekki giftast, því hann er ekki lesbía (les:pía)).

Þorsteinn Briem, 5.2.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband