14:2 tap: Þjálfarinn á að fá frí.

Eftir að íslenska efnahagslandsliðið hefur tapað 14:2 eftir að sami þjálfarinn hefur leitt liðið í 17 ár er eðlilegt að hann sé látinn taka pokann sinn. Málið snýst ekki um það hvort þjálfarinn hafi staðið "faglega" að málum eða ekki.

Davíð Oddsson orðaði þetta vel í máli Árna Johnsens 2001: "Stjórnmál snúast um traust." Þetta snýst um traust ráðherranna, Seðlabankastjórnarinnar og stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Björgvin Sigurðsson gerði það um síðir sem allir fyrrnefndir aðilar hefðu átt að gera á sama hátt og hann.

Þegar landsliðið lendir í einstæðum óförum sem vekja athygli um allan heim er eðlilegt að skipt sé um þjálfara og aðstoðarmenn hans.

Liðið er auðvitað stokkað upp, einstökum leikmönnum skipt út af og aðrir teknir inn. Það er eina leiðin til að endurheimta traustið sem verður að ríkja á liðinu og þjálfaranum.

Það er eins og Sjálfstæðismenn skilji þetta alls ekki.

Á sínum tíma varð Guðmundur Guðmundsson að láta af starfi þjálfara hjá einu af handboltaliðum landsins.

Hann gafst samt ekki upp við það starf sem hann hafði sérhæft sig í og gaf síðan kost á sér til þjálfurnar landsliðsins með árangri sem öllum er kunnur.

Í stað sjálfsvorkunar og ásakana um óréttmætar uppsagnir ætti Sjálfstæðisflokkurinn og helstu ráðamenn hans nú að taka sér tak, fara í fjögurra ára frí og koma aftur reynslunni ríkari eftir að hafa tekið sér rækilega tak.


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki ætla ég að andmæla þessu - það er eins og menn sjái ekki (vilji ekki sjá) hvað hefur gengið á - sorglegt í raun.

Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Brattur

... þegar Ísland tapaði fyrir Dönum 14 : 2 var það vissulega rassskelling... en samt voru til menn sem sáu ljósið í myrkrinu...
... það var ekki svo slæmt að skora 2 mörk á útivelli sögðu þeir  

Mér finnst einmitt sumir tala þannig í dag en gleyma að þeir fengu á sig 14...

Brattur, 9.2.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ómar, Það er spurning hverjir þurfa að taka sér frí.  Ég et ekki betur séð en að núverandi stjórn sé með áherslur sínar á röngum verkefnum.  Hvað gerir það fyrir heimilin að eyða öllum kröftum í að henda út einhverjum bankastjóra.

Það þarf að fara að lögu hér og hætta að reka félagið (þjóð) eins og bananalýðveldi.

Förum að lögum.

Ragnar Borgþórs, 9.2.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ómar ertu ekki bara jafn meðvirkur og svo margir aðrir hér á landi í tilbúnum niðurstöðum frá Fjórða-Valdinu ehf. um Davíð. Væri ekki jafnvel vert að skoða hverja hann hefur átt í mestu stríði við og meta hann út frá því, frekar en að hrífast með straumnum. Helstu fjandmenn hans ættu að tryggja honum ágætan sess í sögubókunum : Jón Ásgeit Jóhannesson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már, Ólafur Ragnar Má-Ég-Vera-Memm-Í-Útrásinni Ragnarsson, Jón Ólafsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Þokkaleg meðmæli með manni að eiga þetta safn fjandmanna.
En kannski er bara best að fljóta með straumnum og ekki lyfta augabrúnunum og mynda sér sjálfstæða skoðun...kannski bara best að vera á móti og fá athygli fyrir að vera meira á móti en hinir ?

Haraldur Baldursson, 9.2.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Burtséð frá mistökum Seðlabankans í stjórn peningamála ber enginn einn maður eins mikla ábyrgð á því kerfi sjálftökustjórnmála og einkavinavæðingar sem hér var komið á og Davíð Oddsson.

Í stað þess að fara eftir því sem hann sagði í orði þess efnis að bankarnir ættu að verða eign margra smárra hluthafa fór hann í helmingaskipti með Halldóri Ásgrímssyni um það að afhenda bankana á silfurfati "innmúruðum og innvígðum".

Það segir lítið um menn hverjir óvinir þeirra eru. Stalín var til dæmis engu betri fyrir það þótt hann ætti Hitler sem óvin. (Að undanskildum einu ári og tæpum 10 mánuðum)

Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ómar.
-Seðlabankanum voru settar hömlur með ESB reglum um bindiskyldu sem erfðust í gegnum EES.
-Sjálftökustjórnmál og góðvinabragur lifðu góðu lífi áður en Davíð Oddsson kom til. Saklaus fer hann þó ekki í gegnum lífið. Bankarnir voru seldir þvert gegn boðuðu söluferil. Traust það sem Bjöggunum var ljáð var minna styrk með innihaldi en umbúðum.
-Óvinir skipta samt ekki minna máli en vinir.
En aftur að ábyrgð fjölmiðla og fjölmiðlafólks.
Eruð þið virkilega svo hvítþvegin að á meðan það halda ykkur varla girðingar í ákafa ykkar eftir blóði stjórnmálamanna að þið náið ekki á hlaupunum að horfa á eigin spegilmyndir í búðargluggunum ? Það eru merkilega fáir fjölmiðlamenn sem gangast við því að hafa verið dregnir á asnaeyrunum.
Ég skal sem trúgjarn hluti almennings gangast við því að hafa látið þeyta mér fram og tilbaka í tilbúnum og vel innpökkuðum áróðri auðmanna og hetjudýrkunar.
En hvað með þig Ómar. Var allur þinn fréttaflutningur yfir öll fjöll og tinda hafinn ? Var öll þín tiltrú um orð og æði manna byggð á ígrundaðri sjálfstætt mótaðri skoðun ? Eða hreifstu kannski með í flaumnum í stórsýningu milljarðavæðingarinnar.
Ég skal ekkert herma það upp á þig þó þú látir vera að svara. Ég hygg að flestir hafi hrifist með...en er ekki samt lítil rödd sem segir fjölmiðlafólki eitthvað smávegis um að fleiri steinum hefði mátt velta við ?

Haraldur Baldursson, 9.2.2009 kl. 22:04

7 identicon

Ofboðslega getum við andstæðingar frjálshyggjunnar nú verið þakklát fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn tefli fram Davíð Oddssyni, sem helst lítur út fyrir að vera trúður og svo ekki síður Sigurði Kára, sem er jafnvel enn hlægilegri. 

Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:52

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Össur, Ögmundur, Árni Páll Árnason, Ingibjörg Sólrún, Þórunn,....

Haraldur Baldursson, 10.2.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband