Ótrúlegt minnisleysi ?

Segjum sem svo ad ég sé leiðsögumaður í hópferð jeppaeigenda akandi á fullri ferð niður krókóttan fjallveg með hálkublettum og heil halarófa af jeppum á eftir mér.

Á áningarstad í fjallshlíðinni hitti ég staðkunnugan mann sem segist eftir á hafa varið mig við því að ef ég haldi áfram á þessum hraða niður hlíðinu, þá muni hemlarnir ofhita og missa virknina með slæmum afleiðingum.

Og þótt ég kunni að vísu að komast klakklaust í gegnum verstu beygjurnar, muni allt fara á versta veg ef ég lendi á hálkubletti í slíkri beygju. 

Þá muni jeppahalarófan ekki eiga neinn möguleika, heldur fara út af veginum og hrapa niður í djúpt gil.

Hann aðvarar mig einnig varðandi það að nota ekki bílbelti eða gera neinar ráðstafanir því að gilið sé svo djúpt að allir bílarnir muni velta og gereyðileggjast ef þeir lendi þar.

Ég held samt áfram og geri ekkert, grínast meira að segja og tek undir ummæli gárunga sem segja að "aðgerðarleysið beri árangur," enda gangi ferðin ennþá hratt og vel.

Eftir á segist hinn aðvarandi viðmælandi minn hafa írekað ummæli sín við mig í farsíma. 

Ad lokum gerist það versta, öll jeppahalarófan lendir á hálkubletti, flýgur út af veginum og hrapar niður í gilið og gereyðileggjast. Nú kemur sér líka illa að hafa ekki tekið mark á aðvöruninni varðandi fyrirbyggjandi ráðstafanir, svo sem að nota bílbeltin.

Við yfirheyrslur eftir á segist ég ad vísu bera minn hluta ábyrgðarinnar á útafkeyrslunni en vilji ekki biðjast afsökunar, enda minnist ég þess ekki að hafa fengið meintar aðvaranir.

Orsök ófaranna hafi verið "utanaðkomandi aðstæður."

Er sennilegt að ég hafi heyrt ítrekað svona alvarlega aðvörun en muni samt ekki eftir því ? 

Eða var ég ekki að hlusta eða vildi ekki vita hið sanna ?

Við sáum nýlega í sjónvarpsfréttum erlenda ráðamenn biðjast auðmjúkir og iðrandi afsökunar á andvaraleysi sínu og mistökum.

En slíkt gerist víst bara erlendis. Ekki á Íslandi enda erfitt að sanna neitt varðandi tveggja manna trúnaðarsamtal. 

En er ekki makalaust þegar tveimur helstu ráðamönnum efnahagsmála þjóðarinnar ber ekki saman um svona einfalt atriði ? 

 

 


mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem manni kemur í hug við lestur fréttarinnar er: " Geir Gunga"

Hvað er þessi gungu-háttur búinn að kosta Íslenska þjóð?

Svo vilja menn draga Ólaf Ragnar fram fyrir rannsóknarréttinn!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:34

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þegar börnin í skólanum gera eitthvað af sér þá krefja kennararnir yfirleitt að þau biðjast fyrirgefningar. Þetta er fyrsta skrefið til hins betra. Sum börn eiga í fyrstu erfitt með svona lagað, en það tekst nú yfirleitt fyrir rest.

Hvernig er það með Davíð, Geir og allt þetta frjálshyggjugengið? Hafa þeir aldrei lært þetta?

Úrsúla Jünemann, 12.2.2009 kl. 12:43

3 identicon

Það er ljóst að þeir sem ekki kannast við sekt biðjast ekki afsökunar. Hvorki Geir né Davíð kannast við neitt.

Ég var að horfa á myndband með Davíð í viðtali við erlenda fréttastöð, en þar er umfjöllun um lítið veðhæfi íslenskra banka og viðvörun til almennings í Bretlandi vegna Icesave reikninganna. Það séu að vísu háir innlánsvextir, en tryggingar séu helmingi lægri en í öðrum bönkum.

Í viðtalinu narðneitar Davíð að bankarnir séu í vandræðum, heldur ítrekar hann að þeir standi sterkum fótum og allt sé í fína lagi, en bankarnir séu látnir gjalda fyrir að þeir komi frá litlu landi. Þá var Davíð ný búinn að lækka bindiskylduna og þar með gera íslenskan almenning ábyrgan fyrir innlánunum.

Auðvitað kannast hann ekki við neitt. Hann bjó kerfið til, mærði útrásina alveg fram í bankahrunið og snýr svo jakkanum við og talar tungum.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tóman kopp á tombólu,
og teikni líka þar bólu,
Tómas vann á Tortólu,
og taldi líka fram Fjólu.

Þorsteinn Briem, 12.2.2009 kl. 14:37

5 identicon

Fyrsta skref í afsökunarferli er að skilja gjörðina. Þangað er Geir ekki kominn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:06

6 identicon

Af aurum verða menn sjálfstæðis apar

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband