Tími fyrir þetta, - ekki lýðræðisumbætur.

Athygli vakti á sínum tíma þegar karpað var á þingi um sölu á víni í matvöruverslunum á sama tíma og búsáhaldabyltingarfólkið kallaði þúsundum saman fyrir utan þinghúsið á aðgerðir til að bætj stjórnarfar og bjarga heimilum og fyrirtækjum.

Síðustu daga hefur mátt heyra raddir um það að alls ekki sé tími til að ræða betrumbætur á kosningalögum og stjórnarskrá eða þá um hugsanlegt stjórnlagaþing. 

Meðal þessara "tímafreku" umbóta er sú einfalda breyting að setja töluna 1,6% eða 2% í stað 5% lágmarksfylgis framboðs til Alþingis. 

Þetta er náttúrulega alltof mikil fyrirhöfn fyrir þingið því að ráðherrar og þingmenn þurfa miklu heldur að skeggræða fram og til baka um tilfærslur á dagsetningum á reglugerðum og það hvort þeir hafi "stolið" hugmyndum frá hver öðrum. 

En úr því að þingmenn eyða tímanum í rifrildi um fjaðrir á líklega við gamla máltækið: "Svo flýgur hver sem hann er fiðraður til. " 


mbl.is Þingmenn karpa um fjaðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt "lýðræðisræningjar" - og hef ég reynt að segja það nógu oft, til að vega upp á móti þeirra endurteknu lygum sem reyna að segja annað. Ég er bara ekki nógu góður "áróðursmeistari" og þeirra bakland, enda kallaður af þeirra náhirð "samsæriskenningarsmiður", sem er víst hnjóð - og nóg, samkvæmt kenningunni - til að gera mig marklausan.

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar. Þessi 5% regla er í Stjórnarskránni, þannig að kosið verður samkvæmt þessari reglu í alþingiskosningunum nú í vor.

Hér verður haldið stjórnlagaþing, þar sem Stjórnarskránni verður breytt.

Og kjósa þarf í þjóðaratkvæðagreiðslu fulltrúa á stjórnlagaþingið, þar sem fólk getur boðið sig fram sem vill breyta Stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 16.2.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband