Þarf á hirtingu að halda.

Í hægri-vinstri (markaðshyggju-félagshyggju) litrófi stjórnmálanna er þörf á heillbrigðum og heiðarlegum stjórnmálaflokkum, hvernig sem þeir skilgreina sig. Ef tekin er hliðstæða í knattspyrnunni er það öllum í hag að sem flest góð knattspyrnufélög leggi sitt af mörkum.

Því er það dapurlegt þegar gamalfræg lið falla úr úrvalsdeild og þurfa keppnistímabil til þess að ná sér aftur upp. En úr því að viðkomandi liði fataðist flugið og gerði mistök á annað borð, er nauðsynlegt fyrir það og heildina að það taki sér tak, bæti ráð sitt og komi tvíeflt til leiks á ný.

Það er nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að hægra megin sé flokkur sem hefur lært af mistökum sínum, axlað ábyrgð á þeim og hreinsað það út sem öðru fremur hefur leitt hann og þjóðina þangað sem hún er nú komin.


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fer ekki að koma tími á að stofna Heiðalega Flokkinn?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 14:18

2 identicon

Heiðarlegi Flokkurinn er nú þegar til og kallar sig Vinstri Græna.  Hinsvegar getur vel verið að menn séu ekki sammála einu né neinu sem þeir standa fyrir. En þeir segjast ekki vera eitthvað annað en þeir raunverulega eru.

Steini (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:37

3 identicon

Ég sé að útsendarar Vinstri-Grænna eru víðast hvar á sveimi.

Það sem íslenskt þjóðfélag vantar virkilega í dag er annar hægri flokkur. Vinstri hliðin hefur tvo, en sú hægri aðeins einn.

Oddur (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:03

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun verið, í langa hríð, tveir flokkar í sameiginlegum umbúðum. Held að flestir vita að tveir stórir armar berjast innanflokks um völdin hverju sinni. Oftast eru þeir kallaðir 'frjálshyggju- og íhaldsarmur'.

Sem unglingur tók ég þátt í flokksstarfi flokksins og voru þá skærur á milli fylkinga en ávallt voru sverðin slíðruð þegar út á við kom. Styrkur flokksins í kosningum hefur ávallt legið í því að 'flokkarnir' tveir bjóða sig sameiginlega fram til þess að fá meiri áhrif. Kosningakerfi okkar er bara þannig uppbyggt.

Stundum hafa skærurnar verið miklar og umræður um hugmyndafræðilegt klofningsframboð. (ekki framboð bundið við persónur ala Albert Guðmundsson) - en ávallt hefur baráttan farið fram innan flokksins og 'friður' ríkt í kosningum.

Guðgeir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband