Hvað um núverandi kerfi ?

Lögin um opinberan fjárstuðning til stjórnmálaflokka voru settar af ástæðum, sem risastyrkjamálið hefur varpað ljósi á voru bráðnauðsynlegar.

Þær voru einfaldlega þær að stjórnmál og viðskipti fela í sér banvæna blöndu hættunnar á hagsmunaárekstrum og spillingu.

Atburðirnir 2006 eru liðnir og hollt að líta til núverandi ástands og þess sem þurfi að breyta nú.

Núna fá flokkarnir fjárstuðning í réttu hlutfalli við atkvæðatölu. Þetta er ekki með öllu sanngjarnt. Hefur flokkur með 33% fylgi tíu sinnum réttara fyrir sér en flokkur með 3,3% fylgi? Það er afar hæpið að halda slíku fram.

Grunnkostnaður kosningabaráttu er hinn sami hjá stórum framboðum og smáum. Lágmarkspeninga þarf til að stofna til kosningabaráttu með mannskap, húsnæði og auglýsingum, ekki síst ef framboðið er á landsvísu.

Öll framboð þurfa að safna jafn mörgum frambjóðendum á lista og jafn mörgum meðmælendum.

Er sanngjarnt að í þjóðfélagi auglýsinganna fái 33% framboðið tíu sinnum meira fé til að auglýsa stefnu sína en 3,3% framboðið ?

Þótt fleiri leiti til stórra flokka en lítilla um upplýsingar og annað ættu líka að vera fleiri sem geta lagt framboðinu lið.

Er sanngjarnt að nýtt framboð, sem hefur komist yfir alla þá hjalla sem þarf að klífa til að bjóða fram, fái ekkert framlag á meðan hin, sem hafa verið á ríkisjötunni um árabil, hafa úr fjárstyrk að moða ?

Ég tel að í ljósi reynslunnar þurfi að gera þurfi þrjár breytingar á núverandi lögum.

1. Finna nýja úthlutunarformúlu sem setur "gólf" á framlagið, þ. e. lágmarksframlag, þannig að fylgishlutföllin fari ekki að hafa áhrif fyrr en komið er upp fyrir þá lágmarksupphæð sem öll framboð þurfa að hafa til að geta aðeins verið með.

2. Það er jafn dýrt að fara í framboð og kosningabaráttu til 4ra ára og 2ja ára. Ef kjörtímabilið styttist þarf að taka tillit til þessa.

3. Ef framboði tekst að klífa allar hindranir sem settar eru til að bjóða fram, ætti það að fá eitthvert framlag strax fyrir kosningar til að vega upp á móti því sem gömlu framboðin hafa á milli handanna.


mbl.is „Augljós mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttlætismál Ómar!

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

,,... eitthvert framlag ..." en ekki ,,... einhvert framlag ..."

Eitthvert.

Þorsteinn Briem, 12.4.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Slæm innsláttarvilla þetta, Steini, og verður leiðrétt. Það hefði verið skárra að segja "einhverft framlag."

Ómar Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi stóru framlög til Sjálfstæðisflokksins voru alla vega sjálfhverf, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 12.4.2009 kl. 19:59

5 identicon

„Eitthvað framlag“ ekki „eitthvert framlag“, svona ef menn ætla að halda sig við ævagamlar hefðir.

Eitthvað

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

,,Í hvorugkyni eintölu er orðmyndin eitthvert notuð hliðstætt, þ.e. með nafnorði:
[1] Hér kom eitthvert barn áðan."

Þorsteinn Briem, 12.4.2009 kl. 21:29

7 identicon

þú mættir alveg koma með eina grein sem segði frá því hvernig REI málið þróaðist, Sjálfstæðismenn eru núna að reyna halda því fram að þeir hafi stoppað söluna á REI. Þetta var hins vegar þannig að þegar allt fór upp í loft út af kaupréttartilboðunum þá vildu svo kallaðir sexmenningar ekki að REI og Orkuvetan væru saman í samstarfi og vildi þess frekar selja REI í heilu lagi til auðmanna. Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sleyt  samstarfinu frekar heldur en að láta eftir sexmenningunum úr Sjálfstæðisflokknum. Núna segja Sjálfstæðismenn að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna og þetta er ógeðsleg sögufölsun. Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt frá þessu og frá andsvari samfylkingarinnar, en það sem vantaði í fréttina var það að fréttamenn sjónvarpsins segðu frá því hvað væri rétt í þessu máli. Eftir situr að fullt af fólki er farið að trúa Sjálfstæðismönnum að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna. Þeir eru að ljúga þessu núna svo ekki verði hægt að tengja REI og sjálfstæðisflokkinn saman í mútumáli. Það verður að stoppa þennan óheiðarleika, þetta gengur ekki lengur.

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband