Bara að það haldi !

Það hefur gefist misjafnlega að festa hlutina í efnahagsmálum. Sæmilega tókst um stutt skeið árið 1959 að færa verðlag niður með valdboði. Verr gekk um 1970 þegar fundið var upp það snjallræði sem kallað var verðstöðvun.

Hún hélt raunverulega aldrei.

Fastgengisstefna fyrri tíma hélt aldrei nema í takmarkaðan tíma. Gengi krónunnar var þá yfirleitt skráð hærra en svo að það héldist til lengdar og hágengið skapaði útflutningsatvinnuvegunum vanda.

Sé gengi krónunnar skráð of hátt skekkist allt og ætti reynslan frá hágengistímabilinu í "gróðærinu" og á öðrum svipuðum tímum eins og 1942-1949, síðari hluta sjötta áratugarins og fleiri sambærilegum tímabilum að vera til lærdóms.

Hins vegar eru nú óvenjulegir tímar sem hugsanlega kalla á óvenjulegar lausnir sem þó virðast kallast á við misheppnaðar aðgerðir fyrri tíma.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Hvaðan kemur þessi þörf fyrir draumóra og "óvenjulegar lausnir" vandamálið er mjög stórt en tiltölulega einfalt, það þarf að moka skít. Hætta að velta fyrir sér töfralausnir sem fá skítinn til að gufa upp á meðan hann hrannast upp.  Það þarf að semja um skuldir á eðlilegum viðskiptaforsendum. Minnka innflutning og auka útflutning með því að efla nýsköpun, ferðamannaiðnað, fullvinna hráefni innanlands og spara allstaðar þar sem það er hægt, þetta verður erfið vegferð með þungar byrðar en ef aldrey verður lagt af stað komumst við heldur aldrei á leiðarenda.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson, 27.5.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Pétur Hafsteinn Stefánsson

Frábær hugmynd!

Algjör skammsýni segi ég. Enn og aftur á að rugla með gengið. Erum við orðin svo gjörsamlega heilaþvegin að við eigum ekki aðrar lausnir? Í fyrsta lagi kostar þetta heilmikið af erlendum gjaldeyri að halda genginu enn meira niðri og höfum við þurft að greiða nóg fyrir það undanfarið. Hver borgar það svo, við öll. Verð manna fegnastur þegar komin er alvöru gjaldmiðill í landinu.

Pétur Hafsteinn Stefánsson, 27.5.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mætti ég biðja um að ríkisstjórnin með fulltingi alþingis við Austurvöll festi góða veðrið í sessi a.m.k. út þennan mánuðinn.

Hvernig er máltækið?  "Þeim fær að svíða er undir míga" Við kusum stjórnmálamenn sem einkavinavæddu bankana, reistu Kárahnjúkavirkjun sem við borgum með, bjuggu til þenslu, helltu olíu á eldinn, hækkuðu vexti sem hvatti til útgáfu jöklabréfa.  Þessa timburmenn verðum við að taka út.  Ríkissjóður verður að skera niður útgjöld sín um 80-150 milljarða@ og er vart fær um að bjarga öðrum en sjálfum sér.

@ Talað er um að erlendar vaxtagreiðslur verði 100 milljarðar en ekki er búið að semja um vextina. 

Sigurður Þórðarson, 27.5.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Óraunsæið og firringin veður víða uppi.

Í lok áttunda sjónvarpsþáttarins um Kárahnjúkavirkjun í gærkvöldi sagði fjölmiðlafulltrúi Landsvirkjunar að búið væri að borga Kárahnjúkavirkjun upp og björt framtíð blasti við henni.

Þetta segir hann á sama tíma og ljóst er að fyrirtækið stefnir í stórfelld vandræði ef ekki gjaldþrot vegna skuldanna sem stofnað var til vegna virkjunarinnar og að stór hætta er á að menn freistist til að láta það í hendur útlendinga.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2009 kl. 12:50

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Ómar varðandi firringuna.

Sagði fjölmiðlafulltrúinn þetta virkilega?  Í fyrsta lagi voru náttúruspjöllin aldrei verðlögð eða réttara sagt þá voru þau vit á kr. 0,o-

Raforkuverðið var aldrei gefið upp að öðru leyti en að sagt var að það tengdist álverði. Mig minnir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að virkjunin yrði greidd upp á 40 árum.  Við hofum samt ákveðnar vísbendingar. Talað var um að álverðið þyrfti að vera milli 1600 til 1700 dollar pr. tonn til að sú áætlun stæðist. Kostnaður fór fram úr áætlun og auk þess fara vextir hækkandi.  Varlega áætlað þyrfti álveðið því að vera ekki undir 1700 dollurum.  Núna er álverð hins vegar 1450$.  Þegar álverðið fór hæst 3300$ töluðu menn fjálga um að nú myndi ekki taka meir en 18 ár að greiða lánin. (Það telst þó ekki há ávöxtun).  Til að meta hvort staðan sé alvarleg þyrfti nýja arðsemisreikninga miðað við breyttar forsendur. Stjórn Landsvirkjunar ákvað nýlega að slíkir útreikningar skyldu ekki gerðir.

Sigurður Þórðarson, 27.5.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband