Ábyrgð að lögum.

Ef miða má við málarekstur erlendis vegna mála sem eru sambærileg við Icesave-málið er sjálfsagt að gildandi lögum um svona mál verði beitt gagnvart þeim, sem hugsanlega beri ábyrgð bæði lagaleg og siðferðilega á því sem gerðist í aðdraganda hrunsins, hvort sem það var vegna ásetnings eða gáleysis.

Það er öllum fyrir bestu að þetta sé gert, ekki síst þeim sem mál verður hugsanlega höfðað gegn, og hafa þarf í huga grundvallar réttaregluna um að hver maður skoðist sýkna saka nema sekt hans sé sönnuð á lögformlegan hátt.


mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn og íslendingar geta bókað það að það er búið að afskrifa milljarða tugi útrásarvíkinga og enginn veit af því vegna þess að hér er jú bankaleynd ...

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:36

2 identicon

Bara svona til ég skilji: hvaða málarekstra erlendis vegna mála  sem eru sambærilegir við Icesavemálið er þú að vitna í?

Agla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband