Borplanið og anddyri Soganna.

Mig langar til að benda á að vinstra megin á hálfhringsmynd Ragnars Axelssonar á frétt mbl.is um umhverfisspjöll við Sogin sést hið kolsvarta 3000 fermetra borplan, sem grafið var djúpt inn í græna hlíð við mynni Soganna.

Mynni Soganna eru hægra megin á myndinni og Sogalækurinn rennur um miðja mynd.

Hins vegar sést ekki framhald Sogalækjarins né gígurinn með selinu á grónum botninum, skamm frá honum. Þess vegna heldur ekki verktakavegurinn á bakka lækjarins, en þið getið séð hann á öðrum myndum sem fylgja fyrri bloggpistli mínum um þetta efni og séð slóð inn á mynd af honum.  

508958

Rétt er að geta þess að aðeins allra fremsti hluti Soganna sést á þessari annars frábæru mynd, en innri hluti þeirra á sér enga hliðstæðu hvað litadýrð snertir á Suðvesturlandi fyrr en komið er inn fyrir Landmannalaugar.

 

Ég set þessa mynd RAXa hér á síðuna með góðfúslegu leyfi hans, svo að þið getið stækkað hana með því að tvísmella á hana. 

Vísa að öðru leyti til fyrri bloggpistils míns um þetta efni. 

 


mbl.is Umhverfisspjöll við Sogalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara í anda Greifanna sem eiðileggja landið.

forvitinn (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:04

2 identicon

Hér er ein mynd tekin niðri i Sogum. Horft út um nynni dalsins í átt að Keili.

http://www.flickr.com/photos/arnitr/3870575941/ and Mt. Keilir.jpg

kv. Árni Tr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:17

3 identicon

Hún grætur í hljóði náttúran okkar sem við kunnum ekki að umgangast og oft græt ég með henni! Af hverju þarf að gera svona, af hverju þarf allt að vera svona, af hverju?

Anna Berg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:22

4 identicon

Næst er það Krýsuvík. Það er eins og engin viti hvaða umhverfisspjöll eru á dagskránni þar, svipað og var með Trölladyngju. Vita Hafnfirðingar hvað á að fara gera við þetta vinsæla útvistarsvæði sem þeir eiga? Útrásarvíkingarnir í HS orku eru með rannsóknarleyfi þar og ætla að bora eftir orku fyrir álver í Helguvík.

Í skýrslu frá því í sumar um matsskylda framkvæmd fullyrða snillingarnir hjá HS Orku að fyrirhugaðar framkvæmdir í Krýsuvík komi ekki til með að hafa teljandi áhrif á landslag á svæðinu.

Umhverfisstofnun hins vegar furðar sig á þessari fullyrðingu en í umsögn hennar segir: „Að mati Umhverfisstofnunar hefur allt að 8000 fermetra borteigur ávallt töluverð áhrif á landslag á umræddu svæði auk þeirra mannvirkja sem eftir verða”.

Takið eftir því: Átta þúsund fermetra borstæði á að falla svona vel inn í umhverfið! Hvernig geta menn haldið fram þvílíkum þvættingi?

Skipulagsstofnun hins vegar kvittar undir þetta, líkt og hún gerði vegna borframkvæmdanna í Trölladyngju, sem ekki áttu að hafa teljandi umhverfisleg áhrif.

Ummerki HS við Sogin sýndu allt annað og eru fyrirtækinu til háborinnar skammar. 

Fá orkufyrirtækin alltaf sömu sjálfsafgreiðsluna hjá Skipulagsstofnun?

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er aðdáunarvert að einhver nenni að berjast fyrir landið þegar einfaldast er að gefast upp og afskrifa dæmið. Barin þjóð í skemmdu landi virðist vera stefna margra en á meðan enn er fólk sem nennir að berjast, getum við átt von.

Villi Asgeirsson, 7.9.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minni á á sínum tíma kannaði ég það hvort vegurrinn upp með Sogalæk og borplanið ljóta hefðu farið inn á borð Skipulagsstofnununar eða Umhverfisstofnunar og fékk þau ótrúlegu svör að svo hefði EKKI verið.

Hreppamörk lægju fyrir neðan brekkuna sem vegurinn var lagður upp, og Skipulagsstofnun hefði aðeins samþykkt borframkvæmdir og vegaframkvæmdir neðan við brekkuna !

Nú er það sama uppi á teningnum við Leirhnjúk. Þar liggja fáránleg jarða- og hreppamörk þannig, að Landsvirkjun virðist geta vaðið inn svonefndan Vítismó á svipaðan hátt og vaðið var upp með Sogalæknum.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 09:49

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á gott blogg Dofra Hermannssonar um Trölladyngju. Ég hef rætt við jarðvísindamenn sem efa stórlega að í Gjástykki finnist einu sinni þau 30 megavött sem talað er um að geti veitt 20 starsmönnum vinnu á Bakka.

Sogin og Trölladyngjusvæðið eru mér hugleikin vegna þess að nú ætla menn að fremjar margfalt verri umhverfisspjöll á jafn veikum forsendum í Gjástykki.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 11:58

8 Smámynd: Magnús Axelsson

Sæll Ómar. Mér dettur nú í hug að gaman væri að bjóða fólki í gönguferð um Sogin mögulega undir þinni leiðsögn. Væri það eitthvað sem þú hefðir áhuga á að gera? Ég hef um 400+ manns á póstlista sem hefur áhuga á gönguferðum um Reykjanesið. Það væri þá bara ókeypis þáttaka, allir á eigin ábyrgð, hugsanlega sameinast í bíla á einhverjum stað í bænum, lagt hjá Djúpavatni líklegast. Það væri sannarlega gaman að skoða svæðið undir handleiðslu einhvers sem þekkir það og eflaust margir sem vildu ganga með. Sendu mér línu á maggih@mmedia.is ef þú vilt skoða það nánar. 

Magnús Axelsson, 7.9.2009 kl. 13:12

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og er er ég að jafna mig í hægra hné eftir hnéskurð. Best er að fara í þessa gönguferð í sólskini vegna þess að þá sprettur litadýrð Soganna fram í öllu sínu veldi.

Hver sem er getur ekið á hvaða bíl, sem er, og beygt til hægri út af Krísuvíkurvegi áður en komið er í Vatnsskarð inn á leið, sem liggur að Vigdísarvöllum og Djúpavatni. Síðan er hægt að fara út af til hægri á ný inn á svonefnda Lækjarvelli norðaustan við Djúpavatn.

Þaðan er auðveld ganga upp á hálsinn til útsýnis yfir Sogin.

Frá hinni hliðinni og að svæðinu, þar sem spjöllin hafa verið unnin, er enn auðveldara að fara, með því að aka til vinstri frá Reykjanesbraut á Strandarheiði, sunnan við Kúagerði, inn á veg sem ber skiltið "Keilir".

Við Höskuldarvelli er síðan beygt til hægri til vesturs inn með Trölladyngju og upp með Sogalæk.

Með því að vaða yfir lækinn í miðri brekku er komið inn í hið einstæða Sogasel.

Hægt er að sjá mynd af göngu um þennan hluta svæðisins í einum af Stikluþáttum mínum, sem er til sölu á DVD í Sjónvarpinu.

Fyrir 25 árum hlaut sá þáttur einróma lof. Ef ég gerði sama þátt nú og annan um Seltún við Krísuvík yrði ég sakaður um "áróður" og "öfgar" gegn virkjunum og um að standa í vegi fyrir því að stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins nái fram að ganga til bjargar þjóðinni.

Ég hef orðið að láta Gjástykki hafa forgang í sumar til ferðalaga vegna hnémeiðslanna og vegna þess að þar er örlítil von um að einhverju verði bjargað.

Ég bendi á góðan nafna minn, Ómar Smára Ármannsson um frekari aðstoð eða upplýsingar.

Ég vil eindregið ráðleggja fólki að aka austarlega á Hellisheiði út af Hellisheiðarvegi og fara til norðurs að Ölkelduhálsi þar sem nú er hart sótt fram um að stofnsetja Bitruvirkjun.

Þar var að vísu lögð háspennulína að óþörfu rétt við hverasvæðið fyrir tíu árum en ennþá er þó ekki búið að taka þetta svæði í nefið.

Ef tími vinnst til er líka tilvalið að ganga í austur þaðan og niður í Grændal, sem einnig er á óskalista virkjanafíklanna.

Lára Hanna Einarsdóttir og fleira öflugt fólk hefur verið í eldlínunni þarna.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 13:53

10 identicon

Það er ekki hægt að láta virkjunarfíkla komast upp með að eyðileggja þessi fögru svæði.  Var fyrir stuttu í göngu á þessum slóðum.  Sogin eru stórkostleg.  Veðrið var hreint út frábært og við tókum myndir af hjartans lyst/list!  Þetta er útivistarsvæði eins og þau gerast best.  Og það rétt við bæjardyrnar á höfuðborgarsvæðinu.  Og Ölkelduháls, sem verður að láta í friði.  Vil berjast gegn því að Trölladyngju verði spillt og fjallasýnin eyðilögð.  Já og svæðið allt útatað í "pöllum"  Takk Ómar fyrir að halda okkur við efnið.

Auður M (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband