Meira fjölbreytni og frelsi.

Fyrir kosningarnar 2007 var það eitt af stefnumálum Íslandshreyfingarinnar að auka frumkvæði, fjölbreytni og frelsi í landbúnaði og störfum á landsbyggðinni. Slíkt getur ekki aðeins örvað viðskipti og eflt val og kjör neytenda heldur einnig virkað örvandi fyrir ferðaþjónustu. 

Sem dæmi má nefna að neytendur kunna að gera sér ferð til að versla uppi í Kjós í stað þess að fara eitthverja aðra og hefðbundnari leið í frístundaakstri sínum.

Ekki væri það amalegra ef viðkomandi bóndi ættti heima nærri sjávarþorpi þar sem hægt væri að fá nasasjón af einfaldri smábátaútgerð og kaupa fiskinn, sem þar er á boðstólum.

Möguleikarnir eru miklu fleiri en sýnist í fljótu bragði og margt smátt gerir eitt stórt, hvað sem líður hæðnistali sumra um "eitthvað annað" vegna þess að aðeins stóriðja geti bjargað atvinnumálum þjóðarinnar.

Í sex risaálverum sem nota alla fáanlega orku landsins gætu aðeins 2% vinnuaflsins fengið atvinnu og jafnvel þótt menn gæfu sér að þau störf og tengd störf yrðu alls 8% vinnuaflsins, þarf að finna störf handa 92% við "eitthvað annað."    


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Og nú finnst mér akkúrat rétti tíminn til að auka framleiðslu á íslensku grænmeti... við eigum lækka raforkuna strax til þeirra sem framleiða og vilja framleiða grænmeti...

Það eru gríðarleg tækifæri í þessari grein... grænmeti er nú flutt inn í stórum stíl vegna þess að við framleiðum ekki nóg í dag.
Íslendingar vilja kaupa íslenskt grænmeti.

Af hverju ekki að láta grænmetisbændur fá rafmagn á stóriðjutaxta næstu 5 árin t.d. ?

Brattur, 10.9.2009 kl. 09:55

2 identicon

Það er alger skömm að taxti á grænmetisbændur var hækkuð (um 25% sagði einhver) á meðan við niðurgreiðum rafmagn til erlendra stórfyrirtækja sem gætu aldrei séð landanum fyrir neinu öðru en nokkrum störfum og einhverjum álkögglum. Ég hinsvegar lifi ekki lengi án matar og vatns.

Tumi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband