Speglar ástandið.

Ef rétt er að verið sé að kyrkja starfsemi St. Jósepsspítala hægt og hljótt þá speglar það ástandið í íslensku þjóðfélagi sem stefnir í meiri samdrátt opinberrar starfsemi en dæmi eru um.  

Orðið speglar er vel við hæfi, því að sú starfsemi spítalans sem annast speglanir er snar þáttur í starfsemi hans og sjálfur hef ég kynnst því hve gott starf er unnið þar. 

Það þarf því að svara spurningunum um það hvert sú starfsemi fari og hvort hún verði nægilega öflug.

Speglanirnar eru oft fyrirbyggjandi aðgerðir sem geta komið í veg fyrir óþörf veikindi og dauðsföll. Veikindi og ótímabær dauðsföll eru gríðarlega kostnaðarsöm og sársaukafull fyrir þjóðfélagið og sem ánægður viðskiptavinur þessarar góðu þjónustu er mér hvorki persónulega né fyrir hönd annarra sama um það hvað verður um hana.

Svo að slegið sé á léttari strengi hef ég spurst fyrir um það hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvort þar séu viðrekstrarherbergi eins og er í St. Jósepsspítala og fengið dauf svör. Eftir veru mína í slíku herbergi að lokinni ristilspeglun þarna suður frá skildi ég þar eftir þessa þakkarvísu til læknisins:

 

Ristilspeglun indæl er   / 

með útkomunni glæstri.  /

Ánægður ég þakka þér  /

með þarmalúðrablæstri.   

 

Fyrir ristilspeglunina er maður láttinn laxera heima hjá sér og ég var ekki nógu ánægður með leiðbeiningablaðið, sem fengin er sjúklingum í hendur þar sem aðeins er tilgreint að maður eigi að taka inn meðalið og ganga síðan um þar til það fer að virka.

Ég vildi fá nákvæmari upplýsingar um þessa laxeringargöngu og setja hana í vísuformi sem viðbót inn á eiðbeiningablaðið:

 

Laxeringin gengur glatt   /

ef gætir þú að orðum mínum.  /

Þú átt að ganga, -  ekki of hratt  /

og alls ekki í hægðum þínum.  


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Alltaf góður Ómar...Ég hef farið i einhverjar speglanir..en ekki fyrir það sem þú fórst í þarna...

Tek undir með þér..Speglanir  verðum við að halda vörð um sem og margt annað....

Halldór Jóhannsson, 20.9.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef til vill, mætti gera tilraun með einkarekstur þess spítala,,,og þá með meðferð útlendinga, sem fókus.

En, það allra versta væri, að missa starfsfólkið úr landi. Ef heilbrigðiskerfið, fer að vinna fyrir gjaldeyristekjum, að einverjum hluta,,,þá, gæti skapast fjármagn fyrir fleiri aðgerðir á Íslendingum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2009 kl. 18:56

3 identicon

Góðir punktar að venju hjá þér Ómar en við erum komin í hreint hörmulegum málum.  Þjóðarkakan hefur rýrnað all verulega.  Á "góðæristímanum" jukust ríkisútgjöld um 43% fra 2002.  Núna að óbreyttu eru útgjöldin nær 600 miljörðum meðan skatttekjurnar eru nær 400 miljörðum.  Það er náttúrulega hægt að stækka sneiðina sem hið opinbera fær en það þýðir bara hærri álagningu.  Það er náttúrlega hægt að fresta því að gera neitt og lána fyrir hallanaum en við fáum vart lán.  Þessi halli krefur undan trausti á okkur, grefur undan gjaldmiðlinum og okkur lengra niður í skítinn. Þannig að þessi halli er afleitt mál.

Vandamálið er að Íslendingar kunna ekki að spara og hafa í raun aldrei skorið neitt niður og núna þarf að skera endanlega niður.  Þar eru tvær aðferðir ein leiðin er náttúrlega að skera jafnt niður alls staðar og það mun leiða til þess að allt heilbrigðiskerfið stropast.  Hitt er skipulagsbreytingar þeas nýta féð betur þá er spurningin er það góð nýting að vera með 6 sjúkrastofnanir í Reykjavík og nágrenni sem nokkur konar sjúkrahús: Landspítalinn x2 gamli Lsp og Bsp sitt hvorum megin við hæðina er náttúrulega hrikalega óhagkvmæmt.  St. Jósefspítalinn í Hafnarfirði, Sjúkrahúsið á Akranesi, Sjúkrahúsið á Selfossi og Keflavík. Þarna mætast byggðasjónarmið og hagsmunasjónarmið að nýta starfsfólk og fé sem best.

Annars fer fólk ekki á milli landa til ristils eða magaspeglanna það held ég ekki sé neitt að sækja enda eru þetta hvergi neitt dýrar rannsóknir og rannsóknartæki ekkert sérstaklega dýr eða flókin.

Annað sem við þurfum að líta á er allt það starfsfólk sem ekki tengist sjúklingameðferðinni beint er það nauðsynlegt.  Er það nauðsynlegt að hafa yfirstjórn á 5 af þessum 6 sjúkrahúsum í kringum smábæinn Stór-Reykjavík sérstaklega ef það felst í því að við munum ekki hafa efni á að meðhöndla fólkið okkar með bestu fáanlegu meðferðinni, að mikið af okkar bestu sérfræðingum flýji land og allt heilbrigðiskerfið stropast með þeim afleiðingum að það verði tvö heilbrigðiskerfi eitt fyrir þá fátæku og anað fyrir þá ríku.

Annað sem mætti spara er að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Það er bara flottræfilsháttur að hafa 2 flugvelli. Er ekki hægt að flytja allt til Keflavíkur og sparast þar ómælt fé.

Eins mætti spara ómælt fé í menntakerfinu.

Það er á þessum tímum að bætt og ódýrari umsýsla er mikilvæg og það gæti til framtíðar verið okkar blessun. 

Gunnr (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband