Forsætisráðherrar áður ritstjórar.

Ef Davíð Oddsson verður ritstjóri Moggans verður það ekki í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn, sem á ferli sinum hafa verið forsætisráðherrar, verða ritstjórar þess blað eða blaðs af þeirri útbreiðslu.

Á árunum 1956-59 var Bjarni Benediktsson ritstjóri blaðsins og beitti því mjög skarpt fyrir flokk sinn.

Þótti hann á stundum ekki vandur að meðulum til að koma höggi á vinstri stjórnina sem þá sat. 

Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Fréttablaðsins eins og enn er í fersku minni, hafði reyndar áður verið ritstjóri Vísis.

Það mun hræra rækilega upp í suðupotti íslenskra stjórnmála ef Davíð tekur við stjórn Moggans. Aðstæður eru svipaðar og 1956-59 þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu og Davíð mun vaflaust ekkert draga af sér við að gera vinstri stjórninni, sem nú situr, skráveifur.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Getur DO ekki bara farið? Æ nei, Jóhanna og Steingrímur eru enn verri. Nei, DO setti okkur á lista hinna undirgefnu. Já en J+S seldu nýlenduherrunm börnin okkar.

Eigum við virkilega enga góða og traustsins verða stjórnmálamenn?

Villi Asgeirsson, 21.9.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var mikill aðdáandi Davíðs, en þetta er þetta bara ekki orðið ágætt af honum?

Menn verða að kunna sinn vitjunartíma! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.9.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er sjálfsagt og eðlilegt að lögfræðingur af Briemsættinni verði ritstjóri Morgunblaðsins næstu níu árin. Styrmir Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson eru lögfræðingar. Bjarni Benediktsson var einnig lögfræðingur og í mörg ár prófessor í lögum við Háskóla Íslands.

Því skil ég ekki hvað bakarasonurinn Ómar Ragnarsson, sem hætti í lögfræði, á við þegar hann segir að Bjarni Benediktsson hafi stundum ekki þótt vandur að meðulum. Hann var ekki apótekari. Og allir eru saklausir þar til sekt er sönnuð.

Þorsteinn Briem, 21.9.2009 kl. 23:05

4 identicon

Enginn maður á lýðveldistímanum hefur haft jafn skaðleg áhrif á land okkar

- Þetta væri rökrétt framhald ruglsins sem hefur viðgengist hérna. Nú byrjar fyrir alvöru varðgæslan fyrir glæpasamtökin LÍÚ. Vonandi snýst þetta í höndum þeirra.

Guðgeir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:17

5 identicon

Ómar minn, Er þjóðin ekki búinn að fá nóg af Davíð og hans besætning? Ég verð með þeim fyrstu að segja upp áskriftinni að Morgunblaðinu gerist hann ritstjóri þess. Fólkið er búið að berjast fyrir því að losa sig við þessa gömlu, siðlausu polítíkusa eins og Davíð, en ekki til að afhenda þeim ný vopn í persónulegu stríði milli ákveðina fylkinga. Davíð á jafn stóran þátt í þessu ástandi og Jón Ásgeir, Björgúlfsfeðgar, Bakkabræðrur, Bjarni Ármannsson og hvað þeir heita nú allir. Hannes Hólmsteinn siglir með.

með baráttu kveðju,

Pétur P. Johnson

Pétur P. Johnson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1956-58 voru öll dagblöðin flokksblöð sem básúnuðu skoðanir eigenda sinna. Ég var að vona að þetta hefði breyst eftir að Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hurfu og Morgunblaðið sýndi smám saman meiri lit í því að miðla mismunandi skoðunum þótt ávallt hafi skinið í flokksþjónkunina í gegnum sauðargæruna.

Ef Davíð Oddsson verður ritstjóri er það afturhvarf um hálfa öld. Við verðum með nákvæmlega sama ástand og fyrir réttum 50 árum, óviðráðanlega verðbólgu, skakkt skráða krónu, gjaldeyrishöft og flokksblað sem er stjórnað af fyrrverandi formanni Flokksins og forsætisráðherra.

Sífellt sannast betur að jafnvel villtasti rithöfundur gæti ekki hafa látið sér detta í hug margt af þeim fáránleika og ósköpum sem hafa verið á ferðinni hér.

Ef Davíð verður ráðinn verður það í stíl við farsann sem virðist ævinlega geta náð nýjuj hæðum.

Ómar Ragnarsson, 22.9.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög svipað hlutfall aðspurðra ber mikið traust til Mbl.is og Morgunblaðsins. Munurinn er einungis 1,7% og því tæpast marktækur.

Hins vegar er lesendahópur þessara miðla ekki nákvæmlega sá sami. Margir þeirra sem lesa fréttir á Mbl.is myndu aldrei kaupa Moggann.

Og ég held að margir tengi ekki beinlínis saman Mbl.is og Moggann. Langflestir hafi til dæmis ekki hugmynd um hver er ritstjóri og hver aðstoðarritstjóri Mbl.is. Þessi atriði ráði því meira trausti margra á Mbl.is en sjálfur fréttaflutningurinn og málfarið á þeim miðli.

Þorsteinn Briem, 22.9.2009 kl. 00:32

8 identicon

Davíð þyrfti nú ekki að leggja sig fram við að gera lítið úr þessari vinstrí stjórn.  Þeir sjá alfarið um þann gjörning sjálfir.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:54

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Starfssvið Þorsteins áður en hann varð þingmaður og ráðherra var þó blaðmennska og ritstjórn, svo Þorsteinn Pálsson var einfaldlega að snúa aftur á sitt gamla starfssvið með ritstjórn Fréttablaðsins. Það var líka hægt að færa fyrir því rök að útgefandi Fréttablaðsins hefði af ráðningunni viðskiptalegan ávinning og yki tiltrú blaðsins með ráðningu Þorsteins.

Ef Davið verður gerður ritstjóri Moggans er það hinsvegar hrein og klár pólitísk stefnuyfirlýsing eigenda Moggans. Davíð verður gerður að ritstjóra þó ljóst megi vera að áskrifendum Moggans muni fækka við það (flestir stuðningsmenn DO eru áskrifendur að Mogganum fyrir). Davíð væri þá gerður að ritstjóra þrátt fyrir verulega viðskiptalega áhættu og fórnarkostnað af því pólitíska markmiði sem eigendurnir stefndu að, þ.e. að koma í veg fyrir ESB aðild og verja kvótaeigendur og hvalafangara.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.9.2009 kl. 03:55

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sé ekki að það breiti neinu hver situr þarna sem ritstjóri - hann stoppaði nú ekki lengi sem vara þarna síðast - tja Davíð er ekki verri en hver annar, en efast þó um að hann fara í þetta starf þó vissulega væri hann góður þarna - en í fullri alvöru er þetta ekki orðið ágætt hjá honum

Jón Snæbjörnsson, 22.9.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband