Vernda þarf flök með grafarhelgi.

Lög um grafreiti gilda um flök eins og flakið af skipinu Goðafossi og flugvélinni Glitfaxa sem liggja í Faxaflóa. Sú grafarhelgi gildir í 75 ár og þýðir það að óheimilt er að hrófla við flakinu af Goðafossi til ársins 2019 og flakinu af Glitfaxa til 2026. 

Að vísu eru engin lík um borð í Pourqois Pas? en líta má á flakið sem grafreit án líka og í því felast óumdeilanlega stórmerkilegar minjar um einhvern dramatískasta viðburð síðustu aldar. 

Að minnsta kosti er þetta flak þess eðlis að ég tel að halda þurfi yfir það og svipuð flök sérstakri verndarhendi og gæta þess að ekki gerist sú ósvinna sem nú virðist hafa gerst út af Mýrum. 

Slysið mikla við Mýrar eins og ég nefndi þátt um það efni í Stiklum hefur ævinlega snortið mig mjög, ekki aðeins vegna þess sem þar gerðist heldur einnig vegna þess að móður minni var það sérstaklega minnisstætt vegna þess að það gerðist á 15 ára afmælisdegi hennar og að réttum fjórum áður síðar eignaðist hún frumburð sinn á þessum sama degi. 


mbl.is Stolið úr flaki Pourquoi-Pas?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjörutíu fórust og einungis fundust lík 23 leiðangursmanna. Aðeins einn komst af."

Pourquoi-Pas
? - Wikipedia


Fallbyssa og lágmynd úr flaki Pourquoi-Pas? til sýnis í Sandgerði


08.11.2006
: "Fornleifavernd ríkisins hefur unnið samkvæmt þessu markmiði sem segir í tillögunum, þ.e. með leyfi forseta:

"Minjar yngri en 100 ára geta haft mikla þýðingu fyrir menningarsögu þjóðarinnar rétt eins og hinar eldri, samanber t.d. iðn- og stríðsminjar 20. aldarinnar og ýmis samgöngumannvirki."

Tvær friðlýsingar hafa verið gerðar frá því að stofnunin tók til starfa 2001. 2002 friðlýsti fornleifaverndin að ósk Landhelgisgæslunnar flugvél sem hrapaði í Skerjafirði í seinni heimsstyrjöldinni og 16. september sl. var flakinu af franska rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? friðlýst að beiðni franska sendiráðsins, aðstandenda áhafnarinnar og Byggðasafns Borgarfjarðar.

Í báðum þessum tilvikum þótti ljóst að minjarnar væru einstakar og stór þáttur í seinni tíma sögu þjóðarinnar, auk þess sem það þótti að sjálfsögðu nauðsynlegt að vernda þessar minjar fyrir ágangi."

Þjóðminjalög nr. 107/2001:


11. gr. ...
Fornleifavernd ríkisins ákveður hvaða fornleifar skulu friðlýstar. ..."

27. gr. Brot gegn ákvæðum 10.–15. gr., 18. gr., 20. gr. og 21. gr. varða sektum til ríkissjóðs nema þyngri refsing liggi við broti skv. 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940."

Þorsteinn Briem, 23.9.2009 kl. 02:33

2 identicon

Hvar er siglingaverndin. Hvernig má það gerast að erlent skip, meira að segja togari eins og kom fram í fréttum, sé að lóna nánast upp í landsteinum í heila viku og enginn gerir neitt. Spyr sá sem ekki veit.

Gunnar. (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vann einu sinni við kvikmynd, sem byggði á þessu slysi. Þar fengum við margt muna, sem eru til í einkaeigu m.a. Þar má nefna forláta rakskáp, með spegli og skál, sem Carchot sjálfur átti.

Þessir munir væru ella glataðir, sef fólk hefði ekki hirt eitthvað af strandgóssinu.  Mér finnst annar einkennilegt að þarna sé hægt að kafa án leyfis og eftirlits. Það á að vera frumskilyrði. Ef ekki, þá geta menn sjálfum sér um kennt.  Það er ekkert víst að kafararnir hafi vitað af þessari friðlýsingu.  Annars er sáralítið, sem ekkert eftir af þessu skipi.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn gaf undirritaður Landhelgisgæslunni hér vandaðan sjónauka sem ég keypti handa henni í Bandaríkjunum en hún er trúlega búin að týna kíkinum. Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Gæslunni, ætti að geta svarað því.

Varnarmálastofnun Íslands
fær 1,2 milljarða króna frá íslenska ríkinu í ár en nýr sjónauki handa Gæslunni kostar eitthvað minna.

Ég skal þó ekki segja hvort Bíbí vinur minn hefur meiri áhyggjur af rússneskum nöfnum sínum, Björnunum, eða erlendum sjóræningjum hér við land.

Mig minnir þó að hann hafi séð kvikmyndirnar Pirates of the Caribbean en þótt þær öllu síðri en Die Hard-myndirnar.

Þorsteinn Briem, 23.9.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband