Skilar peningunum.

Það má líta á þá ákvörðun Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums að "gefa vangoldin laun sín til góðgerðamála" þeim augum að það geti sett kröfur annarra gefið kröfuharðra kröfuhafa í nýtt ljós og gefið fordæmi.  

Ég hygg að miðað við þau himinháu ofurlaun sem menn skömmtuðu sér og vilja nú ná til sín úr rústum fyrirtækjanna sem þeir stjórnuðu til endalokanna sé réttara að orða þetta þannig að hann vilji skila peningunum og hafa um það að segja að þeir gangi til þeirra sem verst eru settir.

Ofurlaunin voru réttlætt með því að þessir menn tækju svo mikla áhættu að það ætti að umbuna þeim fyrir það. Hins vegar virðist sem svo að þetta hafi aðeins virkað aðra leiðina og miðað við málatilbúnaðinn nú var það aldrei ætlun þeirra að taka neina áhættu, aðeins að græða en ekki til umræðu að tapa neinu.


mbl.is Gefur launin til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Spurning hvort herra Fall mætti ekki skila einhverju af ofurlaunum sínum hvort sem hann fær eitthvað uppí þessa kröfu eða ekki? Mér fannst hann nú taka undir það að bankastjórar hefðu þegið alltof há laun. Ætli hann hafi ekki fengið eitthvað á annað hundrað milljónir í laun í starfinu hjá Straumi, eða svo?

Spurningin er, hefur hann velt því fyrir sér hvort hann eigi siðferðislega rétt á þeim peningum öllum, eitthvað frekar en þeim "vangreiddu launum" sem hann nú gerir kröfu til, en er samt ekki viss um að hann hafi siðferðislegt tilkall til og ætlar því að gefa ef hann skyldi fá kröfu sína greidda...?

Einar Karl, 23.11.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í græðgi var hans Fall þar falið,
og flókið allt það spjall var galið,
bráðum fer nú stríður Straumur,
í steininn, en þó ekki Gaumur.

Þorsteinn Briem, 23.11.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki var að sjá að þarna hefði verið neinn iðrandi syndari á ferð. Hann var einstaklega tungulipur og forðast hvað eftir annað að minnast á mistökin sem fyrirspyrjandinn var sífellt að beina kastljósinu að.

Þó þessi auðmaður telji sig fá einhverja sáluhjálp með innihaldslausri yfirlýsingu skal ósagt látið. En menn reyna allt sem þeir geta, sjá t.d. opið bréf hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í dag. Það er sérkennilegt að hæstaréttarlögmaður riti opið bréf til að kvarta undan rannsókn. Hver skyldi tilgangurinn vera? Ætli það sé ekki sami vaðallinn og í breska braskaranum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband