Og þorskurinn líka ?

Ef loðnan hverfur frá Íslandsmiðum vegna hlýnunar loftslags er hætt við að fleira fylgi á eftir samanber rannsóknir Björns Birnis, prófessors.  

Þeir eru til sem ýmist andmæla því að loftslag sé að hlýna af mannavöldum eða segja sem sem svo að það sé aðeins gott fyrir okkur Íslendinga að loftslagið hlýni, það sé hagstætt fyrir okkur hvað sem öðrum þjóðum líði. 

Þeir hafa sagt að okkur megi standa á sama um það þótt barnabörn okkar muni á efri árum verða vitni að því að stórborgir erlendis og lönd hundraða milljóna manna sökkvi í sæ og kvosin í Reykjavík og Sjálandshverfi í Garðabæ sömuleiðis, það eigi ekki að gera neitt til þess að minnka útblástur.

Þessum mönnum er slétt sama þótt loftslagsbreytingarnar kunni að valda slíkum búsifjum fyrir mannkynið í heild að við Íslendingar, sem erum svo háðir samskiptum og verslun við önnur lönd, munum skaðast af því.   

Þeir horfa framhjá því að það er fleira sem hangir á spýtunni og að löng saga jarðarinnar sýnir að tiltölulega litlar breytingar geti haft keðjuverkandi afleiðingar, samanber þá hættu sem er á því að Golfstraumurinn veiklist við útstreymi fersks leysingarvatns vegna bráðnunar Grænlandsjökuls.

Það gæti leitt svæðisbundna ísöld við Norður-Atlantshaf.  

 Einnig eru þeir tilbúnir að taka áhættuna af því að þorskurinn hverfi af Íslandsmiðum, - segja sem svo að eitthvað annað komi í staðinn.

Allt er þetta til marks um þá miklu áhættufíkn sem enn er ríkjandi hér, en hún ásamt skammtímagræðginni olli hruninu mikla.

Menn yfirfæra bara áhættuspilið frá peningunum í bili yfir á umhverfismálin og náttúruverðmætin. 

Ætlum við í raun ekki að læra neitt af þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið?  


mbl.is Loðnan að hverfa vegna hlýnunar sjávar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju hvarf hvorki þorskur né loðna á hlýindatímabilinu 1925-1965?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var hitastig sjávar á þeim árum eins hátt og raunin er í dag Sigurður ?

Óskar Þorkelsson, 3.12.2009 kl. 11:48

3 identicon

Ég hef horft á stærsta daljökul Evrópu (einu sinni) Skeiðarárjökul bókstaflega hverfa fyrir augum mínum. Fyrir 60 árum huldi hann Lómagnúp (800 m hátt standberg), að mestu frá efsta bænum í Skaftafelli (Hæðum) séð. Nú er ekkert eftir nema rislítil klessa sem á einungis  eftir að sýna okkur 300 m djúpa dalinn undir jökultungunni. Það eru nokkrir menn sem neita því að þetta sé að gerast vegna hlýnunar og þeir eiga allir eitt sameiginlegt. Þegar rætt er um að jafna takmörkuðum gæðum jarðar milli fólks er svar þeirra að þess sé ekki þörf "það þurfi bara að stækka kökuna". Stærri kaka = meiri hlýnun.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar er augljóslega einn þeirra, sem trúa því að meint aukning koldíoxíðs (nú 0.038% gufuhvolfsins) um 0,010% muni stofna jörðinni og mannkyninu í glötun. Því er haldið fram, að það hafi verið 0.028% fyrir iðnbyltingu, og þessi fáránlega litla aukning sé nú einhvers konar "ógn" við allt líf á jörðinni. Um þetta snýst málið. Ótrúlegt, en satt. Og þessu trúir Ómar. Ég hélt að við, sem ólumst upp í Stórholtinu værum skynsamari en þetta. Annars er löng grein eftir mig í nýasta hefti Þjóðmála um allt þetta mál.

Raunar er ég alls ekki viss um að tölur um koldíoxíð fyrir iðnbyltingu séu fyllilega áreiðanlegar.  

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.12.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Rétt Vilhjálmur - margar eldri tölur eru erfiðar viðfangs og "bakreikningur" sumra út frá nýrri tölum er hæpinn.

Hins vegar er það rétt hjá Ómari að ef loðnugöngur minnka - verður minna æti fyrir þorskinn - og þar með verður það enn vitlausara en áður að spara veiði á þorski "til að fá meira seinna"....

Traustasti fróðleikur sem ég sé um þessi mál er hjá Ágúst H Bjarnasyni   http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/

Kristinn Pétursson, 3.12.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil aðeins bæta því við að ég er nýbúinn að setja Þjóðmálagreinina sem ég minntist á í fyrri færslu inn á síðuna mína(vey.blog.is). Þá grein ættu gróðurhúsatrúarmenn að lesa, ekki síst Ómar, sem gekk í Lindó eins og ég.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.12.2009 kl. 14:29

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég trúi því ekki að aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu leiði mannkynið til glötunar.

Ég er hins vegar vantrúaður á að verið sé að halda ráðstefnu með tugum þjóðarleiðtoga í Kaupmannahöfn án ástæðu.

Ég held líka að ekki eigi að rugga þeim óstöðuga báti sem mannkynið er í ef hægt er að komast hjá því.

Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 14:46

8 Smámynd: Valgeir

Er Grænlandjökull að hvefa???  Verða menn ekki líka að skoða nýjar rannsóknir þegar þeir tala um að stórkostlegar náttúruhamfarir séu í aðsigi. 

http://www.worldclimatereport.com/index.php/2009/01/23/glacier-slowdown-in-greenland-how-inconvenient/

Hér er vitnað í niðurstöður sem lítið virðist vera fjallað um, að bráðnun á Grænlandi er komin niður í það sem hún var fyrir árið 2000 og samt hefur ekkert verið gert í loftlagsmálum.

Ég er alger illi þegar kemur að þessum fræðum, en Ómar, þú ert maður sem hlustað er á og berð sem slíkur ábyrgð á því að fjalla ekki um þessa hluti eins og hér sé allt á leiðinni undir sjávarmál fari þjóðin ekki að breyta sínum lífsháttum.  Við erum örfá og 0,00045% af útblæstri Evrópu. 

Þess fyrir utan átti ekki sá mikli ísmassi sem brotnaði frá Grænlandjökli fyrir 3 árum að hækka yfirborð sjávar um 20 fet.  Hvar er sú hækkun???

með annars bestu kveðjur og þakkir fyrir afþreyinguna í gegnum árin. 

Valgeir , 3.12.2009 kl. 15:08

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar sjórinn er eins og akur, ef að ein tegund nýtir hann ekki þá stekkur sú næsta til.

Loðnan hefur gefið eftir en aukning hefur orðið á öðrum tegundum s.s. makríl og síld. Annars eru þetta furðulegar áhyggjur af þorskinum því hann lifir góðu lífi langt fyrir sunnan landið í talsvert hlýrri sjó.

Sigurjón Þórðarson, 3.12.2009 kl. 15:24

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þessum mönnum er slétt sama þótt loftslagsbreytingarnar kunni að valda slíkum búsifjum fyrir mannkynið í heild ...."

Það er skelfilegt að sjá svona koma frá þér, Ómar. Trúir þú því virkilega að þeir sem hafa efasemdir um hlutverk mannskepnunnar í hlýnun jarðar, sé einhver sérstök tegund fólks sem elskar náunga sinn lítið sem ekkert?

Nei, þannig er það nú ekki. Það er hins vegar vaxandi hópur fólks og þá sérstaklega meðal vísindamanna, sem þorir að gagnrýna alþjóðleg risafyrirbæri líkt og IPCC, sem rekið undir verndarvæng opinbers fjármagns aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Á jötunni hjá IPCC eru á þriðja þúsund "vísindamenn", sem skrifað hafa þykka doðranta af skýrslum um framtíðina. Þessir vísindamenn koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins og alls ekki allir af sviði veður og loftslagsfræða.

 Nokkuð stór hópur fólks í IPCC-nefndinni, eru ekki neinir sérstakir fræðingar, hvað þá sérfræðingar.... og þaðan af síður geta þeir kallað sig vísindamenn, nema kröfum varðandi slíkan titil hafi verið breytt í veigamiklum atriðum.  Þessi "vísinda akademía", (IPCC nefndin) er gríðarlegt battarí og starf nefndarinnar grundvallar störf vaxandi iðnaðar á sviði loftslagsmála í heiminum.

Hundruðir þúsunda, jafnvel einhverjar miljónir vel menntaðra einstaklinga hafa átt lífsviðurværi sitt sl. 10-15 ár undir velvild stjórnmálamanna sem ólmir virðast láta fé af hendi rakna af skattpeningum almennings, því oftar en ekki er það einhverra atkvæða virði.

Að geta skreytt sig titlinum "vísindamaður", kemur sér vel þegar ná þarf athygli fjölmiðla og stjórnmálamanna. Þetta hafa vísindamenn á sviði loftslagsmála notfært sér óspart. (Reyndar í mörgum fleiri greinum, s.s. í umhverfismálum)  Eðlilega, því þeir eru að tryggja tilvist sína. Hvar voru loftslagsfræðingar fyrir 25 árum? Það var ekki mikið verið að bóka þá í viðtalstíma hjá sjóvarpsstöðvunum.   Ég sé fyrir mér "sérfræðingavandamál" í framtíðinni.

Svar IPCC við loftslagsvandamálinu er að minnka losun Co2 út í andrúmsloftið. Ég ætla ekki að fara nánar út í afleiðingar þess fyrir efnahag ýmissa ríkja og reyndar heimsins alls. Mengunarvarnir og þróun þeirra hljóta þó alltaf að vera af hinu góða.

Ég er efasemdarmaður um allar þær hörmungar sem sagðar eru að dynja muni yfir heimsbyggðina með hækkandi hitastigi. Ég vonast frekar eftir þægilegra loftslagi á enn stærri hluta hnattarins. Ræktunarsvæði stækka á norðurslóðum, meira en sem nemur minnkun annars staðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 15:29

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Málið er, að jörðin og náttúran er svo miklu, miklu, miklu stærri en mennirnir og brölt þeirra. Hvað loftslag varðar eru þættirnir sem við sögu koma ótalmargir og toga auk þess hver í annan á margvíslegan hátt. Þar við bætist að fjöldamargt í þessu ofurflókna dæmi er alls ekki þekkt nægilega vel. Eftir stendur þó, að dálítil endurhlýnun og afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags fyrri árþúsunda, t.d. á dögum Rómverja eða enn fyrr væri öllum fyrir bestu, mönnum, dýrum og jurtum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.12.2009 kl. 17:29

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langar að benda á eftirfarandi færslu, af loftslag.is, Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi. Einnig fyrir þessa herra hér að ofan sem reyna að vísa vísundunum á bug, þá langar mig að benda á þetta. Það er að sjálfsögðu óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en það er barnalegt að halda því fram að við getum ekki haft áhrif á loftslagið með því að auka magn gróðurhúsalofttegunda þar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 20:58

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Smá villa hjá mér í síðustu ahtugasemd, vísundunum = vísindunum

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 21:04

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

20 fet eru sex metrar og mér vitanlega spáði enginn svo fáránlegri hækkun yfirborðs sjávar út af bráðnun Grænlandsjökuls fyrir þremur árum. Ég spyr nú samt á móti: Hver spáði þessu?

Ég fæ ekki betur séð en að Gunnari Th. Gunnarssyni sé slétt sama um þurrka, vaxandi eyðimerkur og gróðureyðingu og sökkvandi lönd sunnar á hnettinum, bara ef "ræktunarsvæði stækka á norðurslóðum".

Gunnar telur að sú stækkun verði meiri en sem nemur minnkuninni í þróunarlöndunum.

Ég vil benda honum á að áhyggjur manna beinast ekki hvað síst að suðveturhluta Bandaríkjanna.

Ég fæ ekki betur séð en að Gunnar telji það í lagi að iðnaðarþjóðirnar á norðurhvelinu hækki hitastig loftins ef það verður til hagsbóta fyrir þær sjálfar þótt það muni bitna á þjóðum sunnar á hnettinum.

Finnst þér réttlátt, Gunnar, að við og aðrar iðnaðarþjóðir gerum það?

Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 21:17

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ekki get ég annað en dáðst að sterkri röksemdafærslu Vilhjálms.

"Málið er, að jörðin og náttúran er svo miklu, miklu, miklu stærri en mennirnir og brölt þeirra. Hvað loftslag varðar eru þættirnir sem við sögu koma ótalmargir og toga auk þess hver í annan á margvíslegan hátt. Þar við bætist að fjöldamargt í þessu ofurflókna dæmi er alls ekki þekkt nægilega vel."

Jörðin stór. Mennirnir litlir. Dæmið flókið. Ótrúlegt hvað sumir komast langt á gáfum og skynsemi meðan aðrir sem hafa  rannsakað fyrirbærið árum, ef ekki áratugum saman vaða í villu...

Hörður Þórðarson, 4.12.2009 kl. 02:08

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég þakka einlæga aðdáun þína á mér. Allar þessar kenningar um áhrif mannanna á hitastigið eru fyrst og fremst dæmi um "hubris", óraunsætt ofmat mannanna á eigin afrekum og áhrifum. Um þátt svonefndra "vísindamanna" er ekki pláss til að ræða hér, en ég vík m.a. að þeim í greininni "Að flýta ísöldinni" á vefsíðu minni. Þættirnir sem ráða loftslagi jarðar eru nefnilega ekki aðeins ótalmargir, heldur ekki síður hitt að um marga þeirra er alls ekki nægilega mikið vitað til að hægt sé að draga áreiðanlegar ályktanir. Þessi svokölluðu "loftslagsvísindi", sem byggja nær eingöngu á tölvuspám eru í rauninni ekkert annað en getgátur út í loftið og nú er að koma betur og betur í ljós að ýmsir ábúðarmiklir menn sem af sjálfum sér og öðrum eru kallaðir "vísindamenn" vita einfaldlega ekki hvort þeir eru að koma eða fara, þótt þeir hafi, eins og þú segir "rannsakað fyrirbærið árum saman". 

"Climategate"- hneykslið er einungis byrjunin. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 02:55

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er t.d. hægt að lesa um "Climategate hneykslið" á vef Nature, þar sem m.a. er sagt, Stolen e-mails have revealed no scientific conspiracy; http://www.nature.com/nature/journal/v462/n7273/full/462545a.html

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.12.2009 kl. 08:30

18 identicon

Já það sér hver heilvita maður að sú fáránlega litla hækkun 0.01% sem orðið hefur á koltvísýringi í andrúmsloftinu skiptir engu máli. Jörðin er svo miklu miklu miklu stærri  en mennirnir að brölt þeirra, t.d. mengun, olíunotkun, ofveiði og þessháttar er algjör tittlingaskítur. Mikil gæfa er það að jörðinni er stjórnað af þeim sem sjá þetta af gáfum sínum og skynsemi en ekki forpokuðum vísindamönnum sem vita ekki  hvort þeir eru að koma eða fara þótt þeir hafi rannsakað fyrirbrigðið árum saman. Eins og t.d. Sigfús Johnsen sem boraði gegnum Grænlandsjökul og fann ekki annað út úr því en breytingar á hitastigi og koltvísýringsmagni í andrúmsloftinu síðust þúsund aldirnar eða svo. Aðrir hafa borað gegnum jökulinn á Suðurheimskautslandinu og sjá hvernig koltvísýringsmagnið hefur sveiflast í 400 þúsund ár gegnum 4 ísaldir og ótal hlýindaskeið innan þeirra og utan. Þar sést að meðalmagnið er 0.024% en hefur 5 sinnum hækkað upp í næstum 0.03% og 5 sinnum lækkað rétt niður fyrir 0.02% þ.e. á ísaldarskeiðunum. Þeir sjá m.ö.o. náttúrulegar sveiflur í koltvísýringsmagninu upp á 0.005% og nákvæmlega í takt við þær eru hitasveiflur upp á 5°C en væntanlega þó meiri á heimskautssvæðunum. Nú hefur veri hlýindaskeið um nokkur þúsund ár og koltvísýringsmagnið var samsvarandi 0.03% fyrir iðnbiltinguna. En á síðustu öld hefur magnið hækkað um 0.01%. Sú hækkun sem nú hefur orðið að mestu leiti af mannavöldum er semsagt þrisvar sinnum stærri en nokkur sú hækkun eða lækkun sem dunið hefur yfir jörðina af eldgosum og annarri óáran í 400 þúsund ár. Þeir sem sáu mynd Al Gore um sannleikann óþægilega muna kannski eftir því hvað hann þurfti stóran stiga til að teikna nýjustu koltvísýringsmælingarnar inn á töfluna sína. Ekki veit ég af hverju hitastigið á jörðinni hefur þá enn ekki hækkað um 10 °C til viðbótar við þá  hækkun sem varð fram að iðnbyltingunni en í versta falli gæti hækkun hitastigs sjávar valdið aukinni vatnsgufu í andrúmsloftinu sem eykur líka gróðurhúsaáhrifin. Hafið hitnar þá enn meira og gæti á endanum gufað allt upp og hitinn aukist svo mjög að allur koltvísýringurinn sem lífið hefur bundið í kalklögunum á botni sjávar leysist úr læðingi. Jörðin verður þá eins og Venus með þykkan koltvísýringshjúp og samsvarandi hitastig. Nú en eins og Vilhjálmur hefur bent á af visku sinni og náttúrugáfum: 0.01% er svo fáránlega lítil tala og jörðin svo stjarnfræðilega stór so what me worry?   

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 09:05

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Einar: Allt þitt tilskrif er þvílík steypa að það þarf múrarameistara til að vinna úr því. Ég nenni ekki einu sinni að byrja, en bendi þó á eitt: Heimskan er sterkasta aflið í heiminum. Ekkert vinnur á henni. Engar pillur. Engar sprautur. Ekki þýðir að segja heimskingjanum til, hann misskilur allt og rangtúlkar. Ekkert læknar heimskuna nema dauðinn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 12:24

20 identicon

20 feta vísunin var dæmi um fyrirsagnar gleði manna eins og Al Gore en hann sagði þetta meðal annars og vísaði þá í http://pubs.usgs.gov/fs/2005/3055/. Hér er á ferðinni maður sem ótrúlega mikið af fólki virðist hlusta á þrátt fyrir að hann gerist sekur um jafnvel verri náttúrufræðilegar missagnir en sjálfur ég. Bæði sagði hann þetta um þá íshellu sem slitnaði frá Grænlandi. En einnig sagði hann að hiti í kjarna jarðar væri nokkra milljón gráðu heitur en það á auðvitað frekar við kjarna sólu sem hann ruglar hér saman. sjá http://www.globalwarminghoax.com/news.php?extend.11 ef menn vilja skoða fleirri athugasemdir við hans málatilbúnað

Þessi 20 fet eða sex metrar eru auðvitað slitnir úr samhengi hjá honum því ísinn í öllum Grænlandsjökli er áætlað að myndi hækka sjávarmál jarðar um 6. metra. Einnig er vísað til þess að ef Norður og suðurpóllinn myndu hverfa auk allra jökla hér á jörðinni þá myndi sjávarmál hækka um 80 metra http://pubs.usgs.gov/fs/fs2-00/ Takið eftir þetta er .gov ending sem stendur fyrir hið opinbera.

Samt sem áður er ekkert gert ráð fyrir því eins og tíður álitsgjafi hér á síðu þinni bendir á að með aukinni bráðnun þá eykst raki.

Ég vildi í raun engöngu benda á að þessar dómsdagsspár eru orðnar ansi margar, og það er eins og menn trúi því að jörðin breytist á viku eins og flestar myndir í LA ganga út á.

Það er ekkert að því að vilja vernda jörðina, með því að passa upp á sitt fótspor en að reyna að ná því fram með svona fyrirsögnum um að allt sé á leiðinni til ands.. fær mig bara til þess að vilja kaupa landcruiser 100 bensínbíl í stað þess að fá mér wv polo dísel.

Byrjum á því að beina fólki inn á að kaupa sér dísel. Lækkum tolla og álögur á díselinn. Lækkum svo álögur á díselbíla. Fellum niður álögur á rafmagnsbíla og störtum þessari breytingu í stað þess að hrópa alltaf úlfur úlfur. Látum fólk finna fyrir því að það er betra að vera á dísel. Rafmagnið kemur síðar en svo tekur auðvitað vetnið við.

valgeir J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:23

21 identicon

Ég tek undir kjarnyrði Vilhjálms um heimskuna enda beindust skrif mín fyrst að yfirmáta barnalegum “rökum” hans og kolvitlausri niðurstöðu, þ.e að jörðin sé svo miklu miklu miklu stærri en maðurinn að hnattræn hlýnun sé útilokuð og flestir loftlagsvísindamenn viti ekki einu sinni hvort þeir eru að koma eða fara. Skrif Harðar líka því varla er Vilhjálmur slíkur sakleysingi að hann sjái ekki að með upphafsorðum sínum er Hörður að gera gys að rökleysum hans.

 

Þar með er ég alls ekki að segja að allir þeir sem hafa sínar spurningar eða efasemdir um hnattræna  hlýnun séu á sama gáfnastigi og Vilhjálmur. Þótt vísindmenn sjái það að  hitastigið á jörðinni og koltvísýringsmangið hafi fylgst nákvæmlega að í 400 þúsund ár segir það eitt og sér ekkert um það hvort hækkað koltvísýringsmagn hafi hækkað hitann eða öfugt. Ýmsar staðreyndir benda til þess að málið sé flóknara en fyrri möguleikinn einn. Til dæmis er hlýnun jarðar enn fremur óveruleg þó að koltvísýringsaukningin sé nú margfalt meiri en nokkru sinni í 400 þúsund ár., Einnig eru ísaldar hitasveiflurnar í stórum dráttum mjög reglulegar og hafa verið skýrðar út frá breytingum á braut jarðar. En mælingar á ískjörnum virðast líka sýna að ísöld getur komið mjög snögglega meðan breytingar á braut jarðar um sólu eru mjög hægar.

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband