"Hryggjarstykki" farartækja. Margþætt bylting

Langmikilvægasti, dýrasti og að mörgu leyti flóknasti hluti hvers farartækis er svonefnt "center section" sem kalla mætti hryggjarstykki.

Allir stærstu bílaframleiðendur heims eru með grunngerðir miðhluta eða undirvagna, sem eru gegnumgangandi í gegnum alla venjulega fólksbíla, jepplinga og fjölnotabíla. 

Samvinna bílaframleiðenda um gerð hryggjarstykkja fer sívaxandi, eins og sjá má til dæmis á samvinnu Hyundai og Kia.

Einhver hefði bölvað sér upp á það fyrir nokkrum árum að jafn metaðarfull fyrirtæki og BMW og Toyota myndu sameinast um gerð sportbíls, sem heitir BMW Z4 og Toyota Supra.

En sú er raunin.

Fyrsti bíllinn, sem framleiddur var í milljónum eintaka, alls 15 milljónum, var sígilt dæmi um nauðsyn sem mestrar einföldunar, þrátt fyrir kröfur um fjölbreytni.

Það var Ford T. 1908-1927. Hann var í grunninn sami bíllinn, þótt hann væri líka framleiddur sem vörubíll.

Þegar kemur að kröfunni um einfalda hönnun og smíði hefur rafhreyfillinn með tilheyrandi drifbúnaði hreint ótrúlega yfirburði yfir bulluhreyflana hvað snertir einfaldleika.Volkswagen hryggjarst.

Af því leiðir, að ef þessum yfirburða einfaldleika er fylgt eftir með alveg nýrri og einfaldari gerð af hryggjarstykki, nýtur rafbíllinn þessara yfirburða.

Þessvegna veðjar Volkswagen á gerð slíks stykkis fyrir rafbíla sem burðarás fyrir gengi fyrirtækisins næstu áratugi. 

Þótt framfarir séu í gerð rafhlaðna og þær verði viss dragbítur hvað varðar þyngd, mun nýtt fyrirkomulag varðandi umráðamenn rafbíla verða til þess að dragbíturinn hverfi að miklu leyti.

Það verður til dæmis minnsta mál að aka í striklotu á rafbíl fram og til baka milli Akureyrar og Egilsstað, - einfaldlega stigið ekið af stað og skipt um bíl eftir þörfum á skiptistöðvum á leiðinni.

Slík kerfi eru að verða til í nokkrum borgum í heiminum hvað varðar rafknúin vélhjól og um hreina byltingu að ræða, til dæmis með útskiptanlegum rafhlöðum og rafhjólum.Gogoro. Skiptistöð

Tælenska fyrirtækið Gogoro er komið einna lengst með uppsetningu fullkomnins kerfis 757 skiptistöðva á 350 þúsund manna höfuðborgarsvæðisins Taipei og Tævanarnir eru að hasla sér völl víðar, til dæmis í Evrópu.    


mbl.is Volkswagen vill greiða Tesla náðarhögg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvað fer öll gífurorkan? Hellisheiðin færð til.

Þegar farið var mikinn í upphafi þessarar aldar við að gera skýjaborgaáætlanir um það sem síðar kom fram, að virkja 16 af 19 háhitasvæðum á Reykjanesskaganm og gera svæðið frá Þingvallavatni til Reykjanestáar að eins konar "ruslakistu rammaáætlunar", voru settar fram himinháar tölur um afköst þessara svæða. 

Þegar síðuhafi leitaði að upplýsingum um Krýsuvíkursvæðið var gert ráð fyrir 500 megavatta afli á þeim eina stað af þessum sextán! 

Og afl Hellisheiðarvirkjunar var auglýst 303 megavött. 

Upplýsingar frá Landmælingum í hitteðfyrra sýndu stórfellt landsig bæði á Nesjavalla- og Hellisheiðarsvæðinu annars vegar, og hins vegar á Svartsengis-Reykjanesvirkjunarsvæðinu sem rímaði við mikil orkufall á báðum svæðunum, allt að fjórðungs fall. 

Um daginn var mikið látið með nýja og mikla orku á Hellisheiði, en þegar betur var að gætt, var ekki að sjá annað en að nýja borsvæðið tilheyrði Mosfellsheiði. 

Þegar litið er á það að uppsettar afltölur á þessum virkjunarsvæðum eru mörgum sinnum hærri en nemur þeirri orku, sem þarf til heitaveitu fyrir þéttbýlið, vekur það óneitanlega spurningar, hvernig svo megi vera þótt það komi 4-7 stiga frost í nokkra daga. 

Ætlar enginn fjölmiðill að kanna það?


mbl.is Kemur á óvart að Veitum sé brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gervigreind til að hemja farsímanotkun undir stýri?

Hugsanlega geta bílaframleiðendur og bílabransinn í heild hamla gegn þeim "faraldri" sem nú er að fara fram úr ölvun undir stýri varðandi slys í umferðinni og síðuhafi hefur kallað "fjarverandi vegfarendur." 

Fundinn verði upp búnaður, sem geri kleyft að setja innsiglað tæki í alla bíla bílstjóramegin og samsvarandi mótald í farsíma, sem slekkur á símanum sé hann í notkun í bílstjórasætinu. 

Það er til mikils að vinna, og síðuhafa, auk vinar hans, sem þurfa að  byrja árið á að glíma við afleiðingar tveggja slysa af völdum "fjarverandi vegfarenda" rennur blóðið til skyldunnar að vekja athygli á þessu dýrkeypta vandamáli. 


mbl.is Gervigreind verði notuð til að selja fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjölnota snarlpokinn" lagar málið strax.

 Plastpokavandi nútímans, sem er þegar orðinn að vaxandi ógn í lífríkinu, sem er meira en 99% tilkomin vegna þess að plastpokarnir eru yfirleitt einnota. Fjölnotasnarlpoki

Í mörg ár hefur síðuhafi gengið með sama litla plastpokann á sér hvar sem hann fer, og þarf ekki annan poka næstu misseri eftir margra ára notkun. 

Í honum er ein lítil 200 ml. fjölnota plastflaska með vatnim sem hægt að fylla á út um allt,  minnsta 4K gæða myndatökuvélin á markaðnum, örlítil plastaskja með barnamatskorni auk smáhluta eftir atvikum, lyklum, pennum og jafnvel lítilli minnisbók. 

Ég hafði notað pokann í nokkur ár þegar ég tók meðfylgjandi neðri mynd af honum með því, sem þá var í honum og aldurinn sést á honum. 

Þá var hálfs lítra vatnsflaska í honum og 200 ml Coke Zero flaska.

Fjölnota snarlpoki.

Ég á nokkra aðra fjölnota poka úr taui eða umhverfisvænu efni, þannig að bann eftir tvö ár snertir mig ekki. 

Sjá hefur mátt á samfélagsmiðlum þær skoðanir að fréttir um plastvandinn svonefnda séu "falsfréttir umhverfisöfgamanna."

Samkvæmt því var plastpokahroðinn á íslenskum ströndum,sem síðuhafi gat þegar sýnt í sjónvarpi fyrir aldarfjórðungi "falsaður" og þá væntanlega líka nýjustu rannsóknir, sem sýna, að plastagnir eru komnar inn í lífverur á sjó og landi, allt upp í mennina sjálfa. 

Satt að segja er það ekki síður ógnvænlegt hvernig harðsnúinn hópur manna afgreiðir allar fréttir af þessu tagi sem falsfréttir í síbylju, sem er orðinn að stækkandi vandamáli á samfélagsmiðlum vegna þess mikla ógagns sem hún gerir.  


mbl.is Bannað verði að afhenda plastpoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með 240 ár Íslandssögunnar í fanginu.

Það er heillandi pæling að velta því fyrir sér hve stóran hluta sögu landsins hver maður hafi " í fanginu" eða í minnisbanka sínum og sinna nánustu. 

Í fljótu bragði kann að sýnast að þetta séu ekki nema þau ár sem fólk lifir að meðaltali, hugsanlega mínus þrjú ef fyrstu æviárin eru dregin frá. 

En þetta er víðfeðmara, því að síðuhafi og margir jafnaldrar hans munum eftir persónulegum kynnum af fólki, sem gat miðlað milliliðalaust af lífsreynslu allt aftur til miðrar 19.aldar. 

Og nú er að vaxa upp þriðja kynslóð afkomenda okkar, sem hugsanlega munu muna eftir okkur og minningum okkar um næstu aldamót. 

240 ár í ÍÞegar hugsað er á þessum nótum, svipuðum þeim sem Andri Snær Magnason hefur stundum rætt um, hlýtur tilfinning okkar að vaxa og breytast fyrir ábyrgð okkar gagnvart landi, þjóð, sögu og menningu.slandssögunni er fjórðungur tíma byggðar í landinu, hvorki meira né minna. 

Og ef við bætum við þeim möguleika að langafi eða langamma segi sínum ættingjum frá reynslu næstu kynslóðanna við þau, að vísu ekki án milliliða, stækkar þessi mynd. 

 


mbl.is Afi Zophaníu fæddist fyrir 228 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enduryrking vísnanna um Jón Arason.

Vísurnar um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupsins yfir Íslandi, þegar hann stökkti Dönum úr Viðey, urðu fleygar.  

Nú gætu þær gengið í endurnýjun lífdaga með því að færa þær inn í umræðu nútímans varðandi svonefnt Klaustursmál og átt við hinn atkvæðamesta af Klaustursmönnum: 

 

Víkur hann sér á hið víðkunna Klaustur, 

í víninu trúi´ég hann svamli, sá gamli. 

Um þingkonur fossaði fúkyrðaaustur 

er hann þeim stökkti á flæðar og flaustur 

með brauki miklu og bramli. 


mbl.is Ólga meðal Miðflokksmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvernig aðstæður eru varðandi veggjöld

Veggjöld eru notuð víða um lönd til þess að laða fjárfesta að framkvæmdum sem þykja nokkuð örugg fjárfesting. 

Hér á landi eru Keflvíkurvegurinn á sjötta áratugnum, Hvalfjarðargöngin og nú síðast Vaðlaheiðargöngin dæmi. 

Í öllum tilfellum var hægt að haga framkvæmdum þannig, að ökumenn gætu farið gömlu leiðina án veggjalda en eyða í staðinn meiri tíma og með meiri aksturskostnaði. 

Um slíkt fyrirkomulag á ekki að þurfa að deila, ökumaðurinn á val. 

Ef engin veggjöld eru leyfð og framkvæmdin því ekki möguleg, er það slæmt val, því að þá á ökumaðjurinn engan annan kost, guð má vita hve mörg ár, en að fara gömlu löngu leiðina. 

Manni sýnist að Sundabraut gæti orðið dæmi um þetta og sömuleiðis gætu menn farið Þrengslaveg um Óseyrarbrú fram hjá hringveginum.

Ef aðstæður bjóða ekki upp á neitt þokkalegt leiðarval, verður hins vegar að líta á hverja framkvæmd fyrir sig. 

Þess vegna er svo erfitt að segja algert nei við veggjöldum eða algert já. 


mbl.is Veggjöldin eiga nokkuð í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man einhver Keikó og örlög hans?

Um hríð var nafnið Keikó komið nálægt nafninu Björk sem þekktasta nafn á íslenskri "persónu."

Örlög Keikós af mannavöldum ættu að vera sem flestum þörf áminning um þá ábyrgð sem "hinum viti borna manni" hefur gagnvart lífi og náttúru á jörðinni. 

Mestallt líf Keikós var hann rændur eðlilegu lífi og veslaðist upp um aldur fram. 

Fyrst var hann veiddur og seldur vestur um haf sem ígildi verðmæts varnings, sem hægt væri að græða á. 

Þegar kvikmyndin "Free Willy" og frábært lag Michaels Jackson hafði gert Keikó að heimsfrægum leikara, gramdist dýravinum það eðlilega mjög hvaða örlög þetta heimsfræga dýr hafði hlotið, sem nú malaði gull fyrir kvikmyndaiðnaðinn og tónlistariðnaðinn, og útveguðu fé til rándýrrar "frelsunar" hans og flutnings til upprunalegra heimkynna hans við Íslands. 

Stærsta herflutingaflugvél Bandaríkjshers var leigð til rándýrs flutnings með Keikó til Vestmannaeyja.

Reynt var að lenda við óboðlegar aðstæður, og í harkalegri lendingunni skemmdist risaþotan svo mikið að viðgerðin á henni kostaði morð fjár.

Fyrst var Keikó geymdur i girðingu við innaiglinguna til  að "aðlagast" breyttum aðstæðum.

Auðvitað var það vonlaust mál, því að hann hafði verið svo ungur þegar honum var rænt á Islandsmiðum. 

Keikó lenti á vergangi þegar hann slapp úr prísundinni og þvældist alla leið til Noregs.

Síðuhafi fór til að heimsækja hann skömmu áður en hann drapst, en það reyndist óhjákvæmlegt að koma honum í skjólkví og annast hann.

Honum leið augljóslega illa og veslaðist upp um aldur fram.

Fyrstu uppvaxtarárin við Ísland voru líklega eini tími lifs hans, þar sem honum leið vel við eðlileg skilyrði, frjáls og aðeins háður eðlilegu náttúrulegu umhverfsi, áður en mennirnir rændu hann raunverulegu frelsi og toguðust á um hann, dýrinu til ógagns, þótt enginn efist um góðan hug dýravina. 

Örlög Keikós urðu, að hann fékk aldrei að njóta sín, heldur varð hann utangátta einstæðingur á alla lund. 

Harmsaga hans var þó vonandi ekki til einskis því að með henni fékkst dýrmætur lærdómur.

Það verður vonandi ekki gerð á ný sams konar tilraun og gerð var til að frelsa hann frá afleiðingum misgjörða misvitra manna.

 

 

 

 

 


mbl.is Kayla drapst eftir stutt veikindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló! Ígildi drepsóttar eða faraldurs í gangi. Fleiri refsipunkta?

Í lítilli og lítt áberandi frétt frá Samgöngustofu á einhverjum netmiðlinum um daginn var greint fra því að í gangi sé eins konar faraldur í umferðinni sem hefur hefur gert "fjarverandi vegfarendur", (nýyrði síðuhafa) þ. e. ökumenn og aðra, sem eru uppteknir í símum eða við annan lestur og hlustun, að mestu slysaógn umferðarinnar.

Þetta er alveg ný ógn, á miðjum framfaratíma 21.aldarinnar. 

Fórnarlömbin eru oftast varnarlaus, - til dæmis þegar ekið er skyndilega yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir umferð á móti. 

Samt má telja líklegt, að slysin og öhöppin af völdum þessa fyrirbæris séu miklu fleiri en slysavaldarnir vilja viðurkenna.  

Hér á síðunni var farið yfir orsakir eins slíks lítt áberandi slyss um daginn, en það er til marks um hve algeng þau eru orðin, að þegar síðuhafi ræddi í síma við vin sinn um svipað leyti, bar hann sig ekki vel eftir að hafa lent í slíku slysi, þótt hann sjálfur hefði mátt þakka fyrir hve vel hann slapp úr því. 

Þetta slys var ansi dæmigert:

Hann stöðvaði bíl sinn við rautt umferðarljós en sá í baksýnisspeglinum bíl í nokkur hundruð metra fjarlægð koma á fullri ferð aftan að sér.

Vinur minn gat ekkert gert við því, bíðandi á rauðu ljósi, að hinum aðvífandi bíl var ekið aftan á hann í svo harkalegum árekstri, að bílarnir voru ónýtir á eftir. 

Eftir að síðuhafi fór að nota vespuvélhjól í umferð um götur borgarinnar var hægt að fylgjast betur með hegðun ökumanna við gatnamót en áður, til dæmis í kyrrstöðu þeirra við rauð umferðarljós, af því að lítið vélhjól er handhægara en bíll og gefur knapanum mun betri sjónarhorn en frá bílstjórasæti.

Ástæður hins nýja faraldurs blasa við: Það er skuggalega algengt hvað margir ökumenn eru uppteknir í símum sínum, - miklu fleiri en fólk heldur. 

Í tengdri umferðarfrétt er greint frá háum sektum fyrir hraðakstur og símanotkun. 

Hins vegar er áberandi hve margir hinna brotlegu eru á kraftmiklum og eyðslufrekum bílum og hugsanlega í þeirri aðstöðu að sektir hafi engin áhrif á þá. 

Eitt, sem hugsanlega væri til ráða auk bætts eftirlits er að gefa fleiri refsipunkta. 

Það munar um þá. 

  

 

 

 

 


mbl.is 240 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yrðum samt með hádegið meira en hálftíma of seint.

Eina staðreynd verður að hafa i huga þegar hugað er að stillingu klukkunnar hér á landi miðað við sólargang:

Núverandi klukkan er rosalega fljót, því að jafnvel þótt klukkunni yrði flýtt um klukkustund frá því sem nú er, yrði hádegið áfram rúmlega  hálftíma eftir klukkan tólf hjá þorra landsmanna.

Hin raunverulega lína á milli eins tímabeltis vestan GMT og næsta tímabeltis þar fyrir vestan liggur um 22 gráður og 30 minútur v.l. þannig að Suðurnes með Keflavíkurflugvelli, Snæfellsnes og mestallir Vestfirðir myndu lenda tveimur tímum á eftir GMT tímabeltislínan yrði bein frá suðri til norðurs.      

Þess vegna er það ekki rétt að klukkuseinkunarsinnar hafi einhvern ósanngjarnan sigur með færslu klukkunnar hvað varðar "rétta" klukku, heldur hafa landsmenn aðeins nálgast það að láta klukkuna endurspegla sólarganginn.  


mbl.is Mikill meirihluti vill seinkun klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband