Flugstjórar hafa flogið í "black-out" ástandi.

Heilinn er torskilið fyrirbrigði og fyrirbærið "black-out" eða algert minnisleysi vegna ölvunar eða taugaáfalls er þekkt meðal áfengissjúklinga. 

Það getur orðið svo magnað fyrirbæri, að jafnvel flugstjórar hafi flogið heilar flugferðir án þess að mun neitt eftir því eftir á.

Einn af meðferðarráðgjöfum SÁÁ, kona, lýsti því hvernig hún lagði sig fram við að leyna veikleika sínum með því að sinna foreldrisskyldum sínum til hins ítrasta. 

Eitt sinn vaknaði hún svo seint, að komið var hádegi, og sér til skelfingar mundi hún ekkert eftir sér frá því kvöldið áður. 

Hún hafði því ekki aðeins vanrækt að vekja son sinn til að fara í skólann, heldur líka vanrækt að útbúa fyrir hann nesti eins og hún gerði ævinlega og sjá um að hann færi í nýþvegin föt.  

Þegar drengurinn kom heim í þann mund sem hún vaknaði fór hún varfærnislegs að spyrja hann um atburði morgunsins og þá kom í ljós að nestið og fötin höfðu verið til staðar upp á punkt og prik eins og venjulega.

Hún hafði sinnt þessu öllu óaðfinnanlega í "óminnisástandi". 

Þegar Joe louis var í fyrsta sinn á glæsiferli sínum sleginn í gólfið í 4. lotu, reis hann strax upp og barðist áfram vasklega í sjö lotur eftir það í þessu einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Hafði meira að segja betur í nokkrum lotum.

Eftir bardagann sagðist hann ekki muna eftir neinu frá 4. lotu þangað til bardaganum var lokið.


mbl.is Týndi fötunum og man ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanræksla, sem getur ráðið úrslitum þegar litlu munar.

Góðar merkingar og öryggisatriði og viðhald þeirra geta aldrei komið ein og sér í veg fyrir slys og óhöpp, sem hljótast af mistökum eða gáleysi eða lögbrotum í umferðinni.

En því miður er vanræksla á þessum atriðum, til dæmis á viðhaldi of oft það sem endanlega ræður úrslitum í þessum efnum eins og síðuhafi getur vitnað um varðandi árekstur tveggja rafreiðhjóla  á mjórri hjólabraut fyrir þremur vikum, sem kostaði annan hjólamanninn axlarbrot af völdum gáleysis hins hjólamannsins. 

Hinn gálausi var að reyna að lesa niður fyrir sig í rökkri á ferðinni á lítinn rahlöðumæli til að átta sig á því hvort nægt rafafk væri eftir til að komast á leiðarenda. .

Við þessa dýrustu og umtöluðustu hjólabraut landsins eru lágir ljósastaurar sem gefa hugsanlega næga lýsingu til þess að lesa á svona mæli. ef hjólið er statt beint undir þeim.

Í stað þess að stansa undir staur og gera þetta ákvað rafhjólsmaðurinn að reyna að "grísa" á lesningu án þess að hægja ferðina.

Það þýddi að aðeins sást á mælinn innan við sekúndu þegar hjólið fór framhjá hverjum staur. 

Svona fráleit freisting byggist að hluta til á því að þótt knapinn horfði niður sæi hann jafnframt hvítu strikalínuna, sem er á miðju hjólastíga og skiptir þeim í tvennt.

En þá kom að atriðinu sem réði úrslitum: 

Viðhald á hinum máluðu línum hefur lengi verið vanrækt, svo að sums staðar hafa þær alveg horfið og sums staðar rétt grillir í þær. 

Fyrir bragðið missti hjólamaðurinn sjónar á stöðu sinni og fór yfir á rangan stígshelming í veg fyrir hjól sem kom á móti. 

Slysið gerðist í "sumarveðri", sjö stiga hita, logni og þurru veðri eftir marga vikna góðviðriskafl. 

Algengasta orsök umferðarslysa "fjarverandi vegfarendur" við lestur eða hlustun olli þessu slysi.

En ekki er hægt að útloka að vanræksla við viðhald merkinga hafi ráðið úslitum um það hvernig fór. 

 

   ´   

 


mbl.is Vilja bætta lýsingu og merkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarlíffræði er önnur Ella en hrein hagfræði.

Fyrir löngu er viðurkennt að ekki er hægt að beita hagfræði á fiskveiðar nema byygja veiðarnar á rannsóknum og niðurstöðum fiskifræðinga.

Þess vegna hefur ráðgjöf þeirra verið forsenda fyrir ákvörðunum um veiðar úr fiskistofnum í hálfa öld. 

Af þessum sökum vekja ýmis vinnubrögð og niðurstaða Hagfræðistofnunar varðandi hvalveiðar ekki aðeins furðu og harða gagnrýni, heldur líka sorg af því að virt vísindastofnun á í hlut.


mbl.is „Deild­ar mein­ing­ar um þessa skýrslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölhæfasta verkfærið í snjó: Kústurinn.

Fyrir um það bil áratug, þegar snjóaði talsvert í Reykjavík, fjallaði pistill hér á síðunni um efni fyrirsagnarinnar hér að ofan; að hreinsa snjó af bílum og í kringum þá. Kústur 1 

Áratuga reynsla síðuhafa hefur fært síðuhafa heim sanninn fyrir gagnsemi fjölhæfasta og hlutfallslega handhægasta verkfærinu, sem er einfaldlega gamli góði strákústurinn. 

Að vísu verður yfirleitt að grípa til góðrar snjósköfu eftir notkun strákústsins við að fínhreinsa ís og hrím, en lengdin á skafti strákustsins gerir hann að yfirburða verkfæri til að hreinsa ALLAN snjó af bílnum og af svæðinu næst honum.

Kústurinn nýtur sín best í lausamjöll, sem fallið hefur í frosti, en síður ef snjórinn er blautur og þungur eða hefur frosið og orðið að skara og hjarni. 

Að undanförnu hefur kústurinn skipt sköpum fyrir síðuhafa, sem hefur verið einhentur vegna axlarbrots. Kústur 2

Kústurinn hefur líka reynst ómetanlegur fyrir bakveikan mann við að einhenda sér í verkið.  

Myndirnar eru teknar við upphaf verks í dag, áður en dimmdi.

Kústur og skafa 3Kústur og skafa 4A þessum bíl, Susuki Grand Vitara dísil árgerð 1998, jöklabreyttur á 35 tommu dekkjum, er sérstök kúla á stýrinu fyrir fatlaða, og þess vegna hefur hann verið hafður klár að undaförnu.   


mbl.is Lögreglan varar við grýlukertum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á örlög Glenn Millers.

Hvarf flugvélar með Emiliano Sala yfir Ermasundi minnir á enn stærri harmleik 1944 þegar flugvél með hinum heimsfræga tónlistarsmanni og hljómsveitarstjóra Glenn Miller hvarf sporlaust á leið yfir sundið.Piper-Malibu-PA-46-Paint-1[1]

Aldrei spurðist neitt til flugvélarinnar og hvarf hennar varð einn af eftirminnilegri atburðum stríðsins, því að lög hljómaveitarinnar voru efst á vinsældalistunum víða um heim á þessum árum og hafa sum, svo sem lögin "In the mood", og "Moonlight serenade" orðið að tærri klassík og táknum þeirra tíma.

Piper Malibu er flott og fullkomin mjög hraðfleyg og sparneytin lítil skrúfuþota með jafnþrýstklefa og þægindum og enda þótt hreyfillinn sé aðeins einn, er ómögulegt að segja neitt um orsök slyssins.

Eins hreyfils flugvélar með skrúfuþotuhreyfli eru með lægri slysatíðni en tveggja hreyfla vélar með bulluhreyflum.  


mbl.is Kveðjustundin sem engan grunaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 ára styrjöld, sem ekki sér fyrir endann á.

Þegar Kalda stríðið hófst eftir Seinni heimsstyjöldina mótaðist sú stefna Bandaríkjamanna að reisa eins konar varnarmúra hernaðarbandalaga utan um kommúnistaríkin Sovétríkin og Kína. 

Á 6.áratugnum mótaði John Foster Dulles utanríkisráðherra þessa stefnu, en áður höfðu Bretar og Bandaríkjamenn gefið tóninn með því að steypa Mossadeck af stóli í Íran til að tryggja olíuhagsmuni sína.

Sovétmenn litu á þessa stefnu sem ógn við sig tilraun til umkringingar og innilokunar.

Afgaistan leit í þeirra augum eins og nauðsynlegur stuðpúði á milli Sovétríkjanna og Pakistan, og gerðu stjórn Afganistan að eins konar leppstjórn sinni.

En síðla árs 1978 fór allt í bál og brand þegar múslimskir uppreisnarmenn, Mujahedin, skæruliðar,sem Bandaríkjamenn höfðu að sjálfsögðu veitt aðstoð, réðust til lokaatlögu og hrifsuðu völdin.

Við þetta varð Sovétstjórnin felmtri slegin, ekki aðeins af hernaðlegu ástæðum Kalda stríðsins, heldur einnig vegna múslima meðal íbúa í nálægum ríkjum Sovétsamveldisins.

Rauði herinn var því sendur inn í Afganistan í árslok 1979 til að koma á fót hliðhollri stjórn  að nýju.

Þetta var hins vegar arfa vanhugsuð aðgerð, sem varð eitt af því sem olli falli Sovétríkjanna og kommúnismans í Austur-Evrópu.

Öfgafullir múslimar, Talibanar, efldust í valdastólunum og árásin á Bandaríkin 11, sept 2011 kórónaði það hvernig skepnan reis gegn skapara sínum, sem hafði stutt hana gegn Sovétmönnum.

Í kjölfarið kom innrás NATO og styrjaldarástand, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Við blasa hræsni, vanmat, skilningsleysi og axarsköft stórveldanna, sem drógu meðal annars íþróttafók heimsins inn í deilur sínar og eyðilögðu tvenna Ólympíuleika. 1980 og 1984.    

 


mbl.is 65 létust í árás talibana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógurinn sem enginn fær að sjá í fjölmiðli.

Sveitarstjórn Reykhólaleið hefur "samþykkt" "tilboð, sem ekki er hægt að hafna", sem er gamalkunnug aðferð til nota afgerandi hótanir til að kúga fólk til hlýðni með afarkostum. 

Settir eru fram tveir kostir um Vestfjarðaveg um Reykhólahrepp:

Annað hvort eiga þau í hreppsnefndinni að vera hlýðin og samþykkja kostinn, sem Vegagerðin heimtar að sé tekinn, eða að það verði ekki verði lagður neinn nýr vegur.

Nú hefur klofin sveitarstjórn "samþykkt" afarkostina og þessu "samþykki" er slegið upp í fréttum.

Ýmis önnur gamalkunnug brögð hafa verið notuð við að valta yfir heimamenn, og fyrir því standa öfl sem gjarnan hafa hreykt sér af því að standa vörð um vilja heimamanna, svo sem skipulagsvald þeirra.

Göng undir Hjallaháls voru slegin út af borðinu með augljósum reikningskúnstum og enn hefur ekki sést mynd af Teigsskógi sjálfum í fjölmiðlum.    


mbl.is Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta undirrót heimsstyrjaldanna er sprellifandi.

Heimsstyjöldin, sem braust út í Asíu 1937 eða í Evrópu 1939 eftir því frá hvaða sjónarhóli menn líta það, snerist um nýlendustefnu í víðri merkingu þess orðs.

Nýledustefna átti einnig drjúgan þátt í Fyrri heimsstyrjöldinni sem var eins konar fyrri hálfleikur. 

Japanir þráðu að komast í klúbb vestrænu nýlenduveldanna, sem áttu nýlendur, bæði beinar (Bretar, Frakkar og Hollendingar) og óbeinar (Bandaríkjamenn), og réðust því á Kínverja 1937.

Þjóðverjar öfunduðu Breta og Frakka af nýlendum þeirra og vildu endurheimta þýsku nýlendurnar í Afríku auk þess sem Hitler stefndi að yfirráðum yfir Evrópu, þar sem slavnseku þjóðirnar yrðu undirokaðar og skilgreindar sem óæðri kynþáttur.

Þótt nýlendustefnan liði að nafninu til undir lok á árunum 1945-1960 hefur hún í raun haldið velli síðan.

Bandaríkjamenn tóku við af Frökkum í Víetnam og Rússar undirokuðu Austur-Evrópuþjóðirnar.

Í þriðja heiminum sjá stórfyrirtæki um áframhaldandi arðrán.

Eitt stórfelldasta arðránið felst í tollamúrum og stórfelldum stuðningi vestrænna ríkja við innlendan landbúnað sem skekkir svo mjög samkeppisaðstöðu ríkja utan Evrópu og Norður-Ameríku í verslun á búvörum, að jafngildir því að ræna þróunarlöndin lífsbjörginni.  

  


mbl.is Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf Seðlabankamálsins: "Peningarnir urðu til hérna í bankanum."

Upphaf listaverkamáls Seðlabanka Íslands má rekja hálfa öld aftur í tímann þegar Jóhannes Nordal, fyrsti  Seðlabankastjórinn, var af sumum stundum talinn valdamesti maður landsins.

Þegar verðbólga var sem mest gátu gengisfellingar orðið allt að tvær á ári, og þær fóru þannig fram, að Jóhannnes kallaði til blaðamannafundar og tilkynnti:

"Seðlabanki Íslands hefur, að höfðu samráði við ríkisstjórn Íslands, ákveðið að fella gengi íslensku krónunnar um xx prósent."

Og þar með var það ákveðið.

Enginn viðlíka yfirburðamaður hefur setið á valdastóli Seðlabankns í sögu hans að dómi síðuhafa.

"Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann" mörg sumur á landinu bláa. 

Fleiri sýndu snilli á þessum árum. Sifelldar gengifellingar voru afar óvinsælar, og greip einn fjármálaráðherra þessara ára til þess snjallræðis að kalla þær "gengissig í einu stökki."

Róaðist þjóðin við það.

Enn snjallari var Seðlabankastjórinn þó.

Þegar upp komst að hann hafði látið Seðlabanka Íslands starfrækja eins konar neðanjarðarhagkerfi í fjárveitingum til menntamála framhjá stjórnarskrárvörðu fjárveitingavaldi Alþingis með því að láta Seðlabankann kaupa listaverk fyrir tugi- ef ekki hundruð milljónir króna á núvirði og liggja síðan á þessu einstæða listaverkasafni eins og ormur á gulli að forspurðum fulltrúum Alþingis, hins raunverulega eiganda verðmætanna og peninganna, feykti Seðlabankastjórinn þessari hörðu gagnrýni út í hafsauga með einni snilldar setningu:

"Peningarnir urðu til hérna í bankanum."  

Við framsetningu þessarar íðilsnjöllu hagfræði féllust ráðþrota gagnrýnendum hendur og hefur ekki verið minnst á þetta síðan, - úrskurðurinn stendur enn.

Myndast hefur hálfrar aldar hefð fyrir því að innan veggja Seðlabankans ríki, auk sértæks fjárveitingavalds og hagkerfis,  sérstakt vald yfir mati á listaverkum, sem urðu til í bankanum, nokkurs konar allsherjar leiðarstef á landi hér í almennu listaverkamati til útskúfunar eða velþóknunar í boði bankans.

Margt kemur til greina, svo sem að sveipa búrkum til öryggis um varasamar styttur og málverk.  

 


mbl.is Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáþjóðirnar tapa meira á útpískuðum leikmönnum.

Króatar hafa vakið undrun og aðdáun víða, ekki síður en Íslendingar, fyrir það í hvað mörgum flokkaíþróttum þeir eru í fremstu röð á heimsvísu.

Ástæðan fyrir þessari undrun er ekki síst sú, að að öðru jöfnu hafa stærstu þjóðirna úr margfalt meira meira mannvali að spila við að skipa í landslið heldur en smáþjóðir, að ekki sé nú talað um örþjóðir eins og Íslendinga.

Nú er að gerast alltof algengt fyrirbæri á stórmótum, að þegar líður á mótið, fara leikmenn, dregið hafa vagninn í ómanneskjulegri útpískun leikjahalds, að hrynja niður.

Og það bitnar harkalega á liðum smáþjóðnna. Þessu verður að linna.    


mbl.is Króatar fyrir miklu áfalli á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband