Þekktu óvininn.

Eitt elsta heillaráð í hernaði: Þekktu óvininn. Á því hefur starf íslenska COVID-19 hersins byggst, þar sem Færeyingar og Íslendingar höfðu afgerandi forystu. 

Í gær kenndi Trump Obama um ömurlega frammistöðu Bandaríkjamanna að minnst kosti fram yfir 20. mars, og má spyrja hve mörg kjörtímabil þurfi að sitja í embætti forseta upp á slík býti, að það sem miður fer sé að kenna forseta, sem hætti störfum fyrir fjórum árum. 

Hvað um það, Trump bætti því við í gær, að nú hefðu Bandaríkjamenn brunað á örfáum dögum fram úr öllum þjóðum í sýnatöku, og er hægt að fagna því ef satt er. 

Svo að aftur sé vikið að þekkingu á óvininum, þarf líka að kunna skil á smitleiðunum í daglegu lífi og því, hvar veiran getur lifað og leynst. 

Aðalatriðið er að enginn smitaður hafi hóstað eða úðað smitúða yfir viðkomandi hlut, svo sem hurðarhúna eða lyftuhnappa, skömmu áður en slíkur hlutur er snertur með hendi og hendin kemst á eftir í snertingu við munn, nef eða augu.  

 


mbl.is Getur veiran borist með umbúðum matvæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn nauðsyn að nýta sér farsóttarástand til að liðka fyrir Bakkusi?

Orðin "gæti reynst sem plástur á svöðusár" eru orð, sem veitingamenn nota um þá brýnu nauðsyn, sem þeir telja til flýtimeðferðar á afar umdeildu frumvarpi um að liðka eftir föngum fyrir sðlu léttvíns og bjórs á netinu svo að þessar veigar eigi sem greiðasta leið inn á heimili landsmanna, líka þau þar sem áfengisbölið er sem mest. 

Tvær hliðar eru á neyslu áfengis og önnur þeirra er risavaxið heilbrigðismál og lýðheilsumál, sem dregur mun fleiri til ótímabærs dauða árlega hér en COVID-19 veiran mun gera. 

Það er því kaldhæðnislegt að vilja nýta sér mikinn lýðheilsuvanda til þess að auka á annan lýðheilsuvanda, sem kenndur er við Bakkus. 

Nær væri fyrir veitingamenn og þjóðfélagið að veita veitingamönnum hærri fjárstyrk og öflugri aðstoð en nú er völ á. 

 


mbl.is „Gæti reynst sem plástur á svöðusár“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærdómur til framtíðar. Svartidauði var á ferli í rúma hálfa öld.

Læknavísindin eru ósambærilega miklu öflugri nú en á 14. öld. A þeirri öld var svartidauði á ferli í Evrópu í rúma hálfa öld, einkum í tveimur stórum faröldrum.

Íslendingar sluppu við þann fyrri einfaldlega vegna þess að engir voru færir um að sigla til Íslands í heil tvö ár.

1402 barst hann með skipi og varð að skæðustu drepsótt allra tíma hér á landi enda var læknisfræðin þá á skelfilega lágu stigi. 

 

Á seinni tímum hafa skæðar drepsóttir eins og berklar, mæuveiki og eyðni geysað, en það hefur tekist að hamla gegn þeim, misvel að vísu, með notkun bóluefnis og lyfja.

En samt er viðbúið að reynslan af COVID-19 faraldurrinum og lærdómar af honum muni marka spor í lífi jarðarbúa um alla framtíð.

Miðað við það hve tæpt stóð gagnvart Ebólu og SARS hlaut að koma að þessu. 

Og þá er bara að taka því með sameiginlegu átaki á heimsvísu. 


mbl.is Minnka má hjarðónæmi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að forðast snertingu handa við munn, nef og augu.

Hendur okkar notum við ósjálfrátt í ýmsu skyni, en með tilkomu COVID-19 veirunnar má skilja leiðbeiningar sérfræðinganna sem svo, að það þurfi alveg nýja meðvitund um snertingar þeirra og aðgát varðandi það, til hvers þær eru notaðar.

Veiran berst víst í meginatriðum aðeins inn um munn, nef og augu.

Öndunarúði frá smituðum getur borist um munn og nef, en einnig skilst manni, að snerting handar við augu, nef eða munn í beinu framhaldi af snertingu við hönd, hurðarhúnKV eða lyftuhnapp með smiti, geti smitað okkur. 

Hvernig sem því er nákvæmlega varið, er ekki verra að aukin aðgát sé viðhöfð varðandi helstu smitleiðir bæði COVID-19 og annarra veira og baktería.

Og til að minna okkur á þetta gæti gagnað að raula eftirfarandi línur úr þekktum söng:

 

"Höfuð, herðar, hné og tær ....

...augu, eyru, munnur og nef..." 

 


mbl.is Þar sem handþvottur er munaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnatökur á milljón íbúa er lykiltala. Því fleiri sýni, því fleiri smit.

Athugum þetta línurit 20. mars yfir fjölda af sýnatökum miðað við fólksfjölda þjóða. C0VID-19 sýni pr.milljón íbúa

Það sýnir Sameinuðu arabísku í afgerandi forystu, en Ísland vantar á línuritið.

 

Ef tölurnar frá Íslandi væru settar inn í súlu, myndi íslenska súlan ná langar leiðir út úr línuritinu, því að Íslendingar taka 2,5 sinnum fleiri sýni en  furstadæmin,  100 sinnum fleiri sýni en Bandaríkjamenn, 15 sinnum fleiri sýni en Þjóðverjar og 5 sinnum fleiri sýni en sjálfir Suður-Kóreumenn,sem hafa verið mærðir fyrir dugnað í þessum efnum. 

Vegna þess að sjúkdómseinkennni koma ekki fram strax við smit, gildir, að því fleiri sýnatökur sem teknar eru, því fleiri eru smitin. Sýnatökur, miðað við fólksfjölda, eru því lykilatriði varðandi sóttvarnir. 

Upphrópanir um "Ísland, sýktasta land í heimi" eru því afar misvísandi og nær að segja, að Íslendingar séu með bestu upplýsingarnar; og því fleiri upplýsingar, því betri yfirsýn og tök á ástandinu.  


mbl.is Læknar vilja loka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært að tryggja flugsamgöngur við útlönd.

Í öllum löndum Evrópu eru aðstæður þannig, að margir varaflugvellir fyrir allar stærðir flugvéla eru hvarvetna í stuttri fjarlægð ef einn lokast.

Lokist völlur til dæmis í Belgíu, er til dæmis stutt að fljúga til annarra flugvalla í fimm nágrannalöndum.  

En Ísland hefur algera sérstöðu, hvað þetta varðar. Keflavíkurflugvöllur ber ægishjálm yfir aðra íslenska flugvelli, þannig að flugvélar, sem þurfa þriggja kílómetra langar brautir, eru í 1300 kílómetra fjarlægð eða meira, vegna þess hvað eyjan okkar hvíta er langt frá öðrum löndum. 

Varaflugvellir hér á landi fyrir flugvélar af millistærð, sem algengastar eru, eru aðeins þrír, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, og allir með sínum takmörkunum. 

Oft kemur það upp í umræðunni að fjölga þurfi íslenskum varaflugvöllum, og eyða jafnvel morðfjár í nýjan flugvöll í Hvassahrauni, en það yrði óráð að eyða fé í slíkt, heldur er og hefur verið brýn nauðsyn á því að endurbæta vellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. 

Vegna þess hve umhverfis Akureyrarflugvöll eru há fjöll getur það takmarkað notagildi hans. 

Á Egilsstöðum er flugbrautin full stutt og myndi það auka mjög gildi hans að lengja hana og bæta aðflugið og fráflugið við syðri enda vallarins. 

Lenging austur-vestur brautarinnar í Reykjavík gæfi lang ódýrasta kostinn til þess að uppfylla þá nauðsyn að hafa tvo góða alþjóðaflugvelli við Faxaflóa. 

Umbætur í millilandaflugi Íslendinga er ekkert einkamál ferðaþjónustunnar, þótt það út af fyrir sig sé mikilvægt atriði. 

Rétt eins og ótryggar og ófullnægjandi samgöngur frá okkar afskekktu eyju við nágrannalöndin var ein höfuðástæðan fyrir því að við misstum sjálfstæðið 1262, eru öruggar, tryggar og góðar flugsamgöngur lykilatriði í því að halda bæði sjálfstæði og góðum kjörum við hér á landi.  


Löngu tímabært að tryggja flugsamgöngur við útlönd.

Í öllum löndum Evrópu eru aðstæður þannig, að margir varaflugvellir fyrir allar stærðir flugvéla eru hvarvetna í stuttri fjarlægð ef einn lokast.

Lokist völlur til dæmis í Belgíu, er til dæmis stutt að fljúga til annarra flugvalla í fimm nágrannalöndum.  

En Ísland hefur algera sérstöðu, hvað þetta varðar. Keflavíkurflugvöllur ber ægishjálm yfir aðra íslenska flugvelli, þannig að flugvélar, sem þurfa þriggja kílómetra langar brautir, eru í 1300 kílómetra fjarlægð eða meira, vegna þess hvað eyjan okkar hvíta er langt frá öðrum löndum. 

Varaflugvellir hér á landi fyrir flugvélar af millistærð, sem algengastar eru, eru aðeins þrír, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, og allir með sínum takmörkunum. 

Oft kemur það upp í umræðunni að fjölga þurfi íslenskum varaflugvöllum, og eyða jafnvel morðfjár í nýjan flugvöll í Hvassahrauni, en það yrði óráð að eyða fé í slíkt, heldur er og hefur verið brýn nauðsyn á því að endurbæta vellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. 

Vegna þess hve umhverfis Akureyrarflugvöll eru há fjöll getur það takmarkað notagildi hans. 

Á Egilsstöðum er flugbrautin full stutt og myndi það auka mjög gildi hans að lengja hana og bæta aðflugið og fráflugið við syðri enda vallarins. 

Lenging austur-vestur brautarinnar í Reykjavík gæfi lang ódýrasta kostinn til þess að uppfylla þá nauðsyn að hafa tvo góða alþjóðaflugvelli við Faxaflóa. 

Umbætur í millilandaflugi Íslendinga er ekkert einkamál ferðaþjónustunnar, þótt það út af fyrir sig sé mikilvægt atriði. 

Rétt eins og ótryggar og ófullnægjandi samgöngur frá okkar afskekktu eyju við nágrannalöndin var ein höfuðástæðan fyrir því að við misstum sjálfstæðið 1262, eru öruggar, tryggar og góðar flugsamgöngur lykilatriði í því að halda bæði sjálfstæði og góðum kjörum við hér á landi.  


mbl.is Undirbúa stækkun Akureyrarflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því færri skimanir, því færri smitaðir og veikir?

Eins og margoft hefur komið fram í heimsfréttum tók Bandaríkjaforseti frekar létt á þeirri vá, sem COVED-19 veiran gæti orðið fyrir Bandaríkin. Skimanir vestra voru allt að hundrað sinnum fátíðari en í öðrum löndum. 

Bein afleiðing þess var auðvitað sú, að opinber tala smitaðra var miklu lægri í BNA en í öðrum löndum. Þessi jafna er auðskilin, því að hún þýðir, að ef enginn sé skimaður sé hægt að draga af því þá ályktun að enginn vírus sé á ferli. 

Hókus-pókus. Útlitið gott á kosningaári. 

Á einhverjum tímapunkti virðist einhvað hafa gerst, sem olli algerum sinnaskiptum forsetans, hvað varðaði boð og bönn. 

Svo virðist að hann ályktaði sem svo, að úr því að faraldurinn stóróx í öðrum löndum, lægi beinast við að banna allt flug með útlendinga til Bandaríkjanna. 

Einfalt mál; Bandaríkjamenn gætu áfram farið yfir Atlantshafið en hinir varasömu og smituðu útlendingar ekki. 

Þar með var gangur veikinnar vestra skýrð sem aðsteðjandi utanaðkomandi ógn en ekki sem ógn vegna smitunar innan Bandaríkjanna. Er þó býsna mikið flug stundað þar innanlands. 

Nú virðist Trump hins vegar aftur vera að hverfa til fyrri afstöðu varðandi ótrú á boðum og bönnum, enda skima Bandaríkjamenn áfram hlutfallslega margfalt færri en aðrar þjóðir svo að opinber tala smitaðra heldur áfram að vera lægri vestra en til dæmis á Ítalíu og Spáni. 

 

 


mbl.is Opna verði landið mjög fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herferðin gegn vísindum og sérfræðingunum.

Herferð er stórt orð um fyrirbæri, en þegar farið er yfir það stórflóð andróðurs gegn vísindum vísindamönnum og sérfræðingum sem hefur verið á samfélagsmiðlum og víðar síðustu ár kemur þetta lýsingarorð vel til greina. 

Þegar þessi orð eru skrifuð er verið að sýna heimildarmynd um starfsemi Veðurstofu Íslands í eina öld, sem gefur svolitla nasasjón af því fjölþætta vísindastarfi sem unnið er þar á bæ. 

Síðuhafi hefur farið í ótal leiðangra með náttúruvísindamönnum um allt land í hálfa öld og dáðst að þeim eldmóði og dugnaði, sem þarf að sýna í vísindaleiðöngrum um allt land við hvaða aðstæður, sem er og við hvaða veðurskilyrði sem er. 

Í ljósi þess ómissandi gildis sem vísindastörfin skila verða til tvenns konar tilfinningar við að sjá heimildaþætti á borð við þennan. 

Annars vega gleði og hrifning yfir því hvernig "vísindin efla alla dáðÞ" eins og skáldið orðaði það, en því miður einnig undrun og dapurleiki yfir því hvernig áhrifamiklir skríbentar á netinu sýna þessu vísidastarfi hina megnustu óbeit og fyrirlitningu. 

Það er tll dæmi undarleg tilfinning að sjá á svona mynd eftir ótal ferðir með vísindafólki hvernig í mörgum ummælum og skrifum er leitast við að ófrægja vísindastarfið.

Í myndinni áðan var til dæmis greint frá samfelldari og langvinnari mælingum á jöklum og veðurfari en þekkst hafa annars og rætt við Odd Sigurðsson, sem hefur starfað við þær í meira en aldarþriðjung, en andófsmönnum gegn niðurstöðum vísindamannanna munar ekkert um það að bera lygar og falsanir upp á vísindafólkið varðandi hlýnun loftslags og áhrif hennar á jöklana.

Nú er meira að segja farið að bera á andófi gegn því sem færustu sérfræðingar í sóttvarnarlæknavísindum hafa fram að færa, einmitt þegar mest þarf á þekkingu þeirra og reynslu að halda.

Nú standa jarðarbúar frammi fyrir mörgum árskorunum þar sem lífsnauðsynlegt verður að vinna úr breyttum aðstæðum með rannsóknum og upplýsingum, meðal annars í ljósi COVID-19 faraldursins og áhrifum rányrkju jarðarbúa á fjölmörgum auðlindum, sem koma fram í súrnun hafs og útblásturs koldíoxíðs.

En harðsnúin valdaöfl með harðsnúna forystu, standa fast gegn öllum breytingum, sem vísindasamfélagið getur lagt til.    


mbl.is Faraldurinn mun breyta framtíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn alheimsdrepsótt verður að nota öll bestu fáanlegu úrræði.

Nú má víða sjá í aðgerðum stjórnvalda og stofnana hve mikilvægt það er að taka COVID-19 engum vettlingatökum.  

Í Noregi lagði ríkisstjórnin fram lagafrumvarp um það að þegar brýn nauðsyn krefði þyrfti ríkisstjórnin ekki samþykki þingsins við lög og aðgerðir, sem þyldu ekki bið. 

Heimildin átti að gilda til fjögurra mánaða, en á þinginu heyrðust þær raddir, að með þessu tæki Erna Solberg sér einskonar einræðisvald, sem ekki hefði áður verið tekið þar á friðartímum í meira en tvö hundruð ár. 

Fór svo að gildistíminn var styttur niður í 100 ár og settir varnaglar, en þetta mál sýnir glögglega að einskonar hernaðarástand getur ríkt í baráttunni við vágesti á heimsmælikvarða. 

Í Bandaríkjunum er vaxandi togstreita á milli ríkisstjóra og valdamanna einstakra ríkja og forseta Bandaríkjanna vegna meints forystuleysis þess síðarnefnda. 

Aðgerðir hér á landi hafa notið þess, eins og í Suður-Kóreu, að rösklegar var gengið að verki við skimun og sýnatöku en annars staðar og þess vegna gáfu ítarlegri upplýsingar hér um gang veikinnar betri grundvöll til að taka yfirvegaðar ákvarðanir. 

Það er því slæmt ef hægt er á því átaki, sem hófst svo myndarlega á dögunum. 


mbl.is „Þetta er alveg með ólíkindum — hvað er að?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband