Margfalt stærra mál en tillögur Berdshoffs fyrir 60 árum.

Fyrir 60 árum, þegar Kópavogur hafði nýlega fengið kaupstaðarréttindi og skipulag höfuðborgarsvæðis var í deiglunni, var erlendur sérftæðingur Berdshoff að nafni ef rétt er munað, fenginn til þess að gera drög að heildarskipulagi samgangna á svæðinu. 

Þá var verkefnið einfaldara en nú er, engar lestarsamgöngur og reiknað með vaxandi einkabílaeign. 

Samgöngusáttmálinn nú með tilheyrandi Borgarlínu og Sundabraut, er ekki aðeins margfalt flóknara og stærra verkefni, heldur þenst áætlaður kostnaður út með geigvænlegum hraða. 

Spár um fólksfjölda á höfuðbotgarsvæðinu og tilheyrandi flækjustig sýna einfaldlega, að hér er um risavaxið mál að ræða, þar sem svo sannarlega er úr vöndu að ráða af þeirri stærðargráðu, að Berdshoff skipulagið á sínum  tima bliknar í samanburðinum. 


mbl.is Vilja ekki endurskoða samgöngusáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri samanburð við fyrri atburði vantar.

Mælitæki nútímans voru ekki komin til sögu þegar eldsumbrot urðu á Öskjusvæðinu á síðustu öld og síðasta hluta 19. aldar. 

Fyrir bragðið skortir mikið upp á samanburð við umbrot á þessu tímabili, svo sem Öskjugosin 1961 og 1875. 

Þetta eykur á óvissuna varðandi það, hvað sé að gerast á þessu svæði og hvað kunni að vera i vændum. 

Í sprengigosinu 1875 féll 20 sentimetra þykk aska í allt að 70 kílómetra fjarlægð í loftlínu, og liggja byggðir í Mývatnsssveit, á Hólsfjöllum, á Jökudal og í Fljótsdal.  


mbl.is Finna ekki hitamælana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðin í Afganistan og Víetnam tóku áratugi. Hvað um Úkraínu?

Þegar Fyrri heimsstyrjöldin skall á ríkti mikil bjartsýni hjá stríðsþjóðunum. Fólk fagnaði marserandi hermönnunum og bjóst við að stríðinu yrði lokið eftir örfáa mánuði. 

Þjóðverjar treystu á sóknaráætlun Von Schlieffen sem fólst í því að sækja fram með ofurefli liðs á hægri væng sóknarhersins í gegnum Belgíu og þaðan vestur og suður fyrir París, en láta lágmarks lið halda stöðu á vinstri vængnum og þannig umkringja franska herinn. 

Þegar til kastanna kom fór yfirstjórn þýska hersins á taugum og þorði ekki annað en að styrkja vinstri vænginn. 

Sagt er að aíðustu orð von Schlieffen fyrir adlátið hefðu verið: "Ekki veikja hægri vænginn."

Ýmsir síðari tíma hernaðarsérfræðingar hafa bent á, að það hefði orðið ofviða fyrir hægri vænginn að komast nógu hratt og langt til að læsa sig utan um innilokaða Frakka. 

Hvað um það, styrjöldin stóð í fjögur ár og varð ávísun á aðra stærri 1939-1945 og jafnvel þá þriðju núna. 

Rússar voru sigurvissir þegar þeir réðust inn í Afganistan 1979, en urðu að lúta niðurlægjandi ósigri sjö árum síðar. 

2001 réðust Bandaríkjamenn inn í Afganistan og töldu lítið mál að vinna sigur. 

Tuttugu árum síðar urðu þeir að flýja landið á niðurlægjandi hátt, ekki ósvipað því þegar þeir flýðu frá Saigon í Vietnam eftir að Frakkar höfðu beðið algeran ósigur 1954. 

Nú beinast allra augu að stríðinu, sem háð hefur verið í Úkraínu í tæpt ár. 

Fylgjendur beggja aðila eru sigurvissir og bjartsýnir. En þar gildir, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. 

Þrátt fyrir 14 punkta Vilsons Bandaríkjaforseta í lok Fyrri heimsstyrjöldinni um að láta atkvæðagreiðslur þjóða og þjóðarbrota ráða landamærum, létu sigurvegararnir öryggishagsmuni sína ráða mestu. 

Fjórar og hálf milljón þýskumælandi Súdetaþjóðverja urðu til dæmis að sætta sig við að lenda innan landamæra nýstofnaðrar Tékkóslóvakíu til þess hið nýja ríki fengi náttúrugerðan verndarvegg fjalla sem öryggisvörn gagnvart Þjóðverjum. 

Allt tal um að einhverjar framfarir í valdapólitík landa séu möguleikar í Úkraínu eru augljóslega andvana fæddar.  

Bæði Rússar og NATO lönd horfa á landakortið eins og skákmenn á skákborðið og hernaðarbandalög eru gegnsýrð af öryggishagsmunum í stíl forneskjulegrar nýlendustefnu. 

Eins og er, er stóra hættan fólgin í því að atburðarásin fari úr böndunum, hvað sem líður bjartsýni stríðsþjóðanna. 

Það gæti kallað fram örvæntingarfullar aðgerðir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og stigmögnun. 

Stríðið gæti líka dregist miklu meira á langinn en nokkurn órar fyrir. 

 


mbl.is Selenskí: Rússar eiga ekki möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa.

Gular, appelsínugular eða rauðar viðvaranir og lokanir vega; ekkert virðist geta stöðvað landlæga þrá landans til að fara sínu fram, hvað sem hver segir. 

Veðurlýsing á vedur.is á Hellisheiði í dag: 30 metrar á sekúndu, eins stigs frost og rakastig 100%. Sem sagt, þreifandi blindhríð í vindi, sem nær meira en 100 kílómeetra hraða á klukkustund, sem jafngildir fárviðri. 

Búið að spá þessu, tíu lemstraðir bílar og fjórir slasaðir fluttir af vettvangi í sjúkrabílum, fastir liðir eins og venjulega. 


mbl.is Tíu bíla árekstur á Hellisheiði: Margir enn fastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar og Rússar studdu Norður-Kóreumenn í Kóreustríðinu.

Kóreustyrjöldin hófst miðsumars 1950 með óvæntri innrás N-Nóreumanna inn í Suöur-Kóoeu. 

Litlu munaði að innrásarherinn næði öllum Kóreuskaganum á sitt vald, en fyrir tilviljun höfðu. Sovétmenn dregið fulltrúa sinn tímabundið út úr Öryggisráðinu út af óskyldum málum, svo að samþykki Sþ fékkst fyrir því að stofna fjölþjóðaher til aðstöðar Suður-Kóreumönnum undir stjórn Douglas Mac Arthur yfirhershöfðinga í Bandaríkjaher.  

Snerist dæmið þá við og fjölþjóðaherinn sotti norður eftir Kóreuskaga og inn í Norður-Kóreu. 

En þá kom upp ný staða: Í lofti birtust fyrstu orrustuþotur sögunnar, sem beitt var í stríði, rússneskar MiG 15 þotur, sem voru það miklum kostum búnar, að þrátt fyrir skort á þjálfun flugmanna gerðu þær usla í loftbardögum. 

Þegar stefndi í það að Bandaríkjamenn færu yfir Yalufljót við landamæri Kína urðu aftur tímamót: Vopnaðir kínverskir "sjálfboðaliðar" birtust á vígvellinum, og nú snerist dæmið aftur við og kommúnistaherinn sótti til suðurs og ógnaði Seul. 

Við tók þrátefli og samningaþóf sem stóð í meira en tvö ár. Báðir aðilar stríðsins áttu á hættu að láta stríðið stigmagnað, og þurfti Truman Bandaríkjaforseti að reka Mc Arthur og skipta um yfirhershöfðingja. 

Lokastaðan var í formi vopnahlés, sem enn heldur, en án friðarsamninga. 

Margt er svipað í Úkraínustríðinu og Kóreustríðinu. Styrjaldir staðgengla og stuðnings við báða stríðsaðila sem ber í sér hættu á stigmögnun. 

1950-53 var kjarnorkuógn á frumstigi að ræða, en í beitingu kjarnorkuvopna nú er gereyðingarógnin alger og snýst um líf eða dauða siðmenningarinnar og líf á jörðinniEn hættan nú er í raun margfalt, margfalt meiri vegna þess að þótt kjarnorkuvopn á frumstigi væru ógnin 1. 


mbl.is Segir Kínverja ætla að vopna Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjólin eru dásamlegir fararskjótar.

Síðuhafi er einn þeirra sem hljóp yfir skellinöðrustigið á yngri árum, fór beint úr reiðhjóladellu 19 ára yfir á minnsta og umhverfisvænsta bíl landsins. Léttir við Jökulsárlón

2015 síðan um síðir farið yfir á léttbifhjól og síðan þá hafa verið farnar nokkrar langferðir um ísland fyrir aðeins brot af þeim orkukostnaði sem bílar bjóða upp á og samt haldið sama þjoðvegahraða og á bíl. 

Í lengstu ferðinni voru farnir báðir hringirnir, hringvegurinn og Vestfjarðarhringurinn í einum rykk, 2000 kílómetrar með fullkomið hljómflutningskerfi á hjólinu, fimmtán plötukynningum og þremur tónleikum á fjórum dögum. 

Ein af eftirminnilegustu stundunum var akstur á rafreiðhjóli um Þelamörk og Öxnadal á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur 2015 þar sem kvak fugla í hreiðrum heyrðist greinilega. 

Í Brussel búa Þorfinnur og Ástrós og hafa árum saman farið í margar langar og stuttar ferðir á BMW 850 hjóli allt suður að Miðjarðarhafi og tóku auðvitað Korsíku með í leiðinni.

Nokkrir vinir þeirra í Brussel eiga vélhjól og er farið í hóp á þeim þegar færi gefsr. 

Sjónvarpsþættir Kristjáns Gíslasonar voru aðdáunarverðir og viðtengd frétt á mbl.is um ferð frá Íslandi til Spánar er vel þegin sem dæmi um það að láta drauma á þessu yndislega sviðið rætast.  

Síðuhafi hefur oft orðað það svo að með löngum og stuttum hjólaferðum sé verið að vinna upp glötuð unglingsár á þessu sviði. 

 


mbl.is Fór á mótorhjólinu til Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Höll íss og eims." Askja er engu lík.

Flestir sem koma í Öskju í fyrsta sinn, ekki síst útlendingar, gapa af undurn yfir því sem þeir sjá. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297

Heitið askja er íslensk þýðing á fræðiorðinu caldera, og þarna blasir við hringlaga fjallarimi utan um heild sem er eins og askja í laginu. 

Á botni öskjunnar er síðan vatn sem myndaðist í stórgofinu 1875, 180 metra djúpt og dýpsta vatn landsins og með volgan sprengigíg í einu horninu. 

Sú staðreynd að svona óvenjuleg risamíð sé ekki eldri en þetta vekur mikla undrun og aðdáun ferðafólks, rétt eins og að verið sé að virða fyrir sér upprunalegu sköpun jarðarinnar. 

Ekki minnkar dulúðíð þegar staðið er við minnisvarða um þýsku vísindamennina Knevel og Rudloff, sem hurfu þarna sporlaust 1907 og einnig sú staðreynd að Sigurður Þórarinsson skyldi leiða bandarísku tunglfarana þangað 1967 í æfingaferð fyrir fyrstu tunglferðina 1969. Við þetta bætist síðan sú staðreynd, að allar gðtur síðan 1907 hafi þótt reimt á þessu svæði. 

Þessu lýsa Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir við undirleik Þóris Úlfarssonar í laginu "Kóróna landsins" svona:

 

"Beygðir í duftið dauðlegir menn

dómsorði skaparans hlíta;

framliðnar sálir við Öskjuvatn enn

sig ekki frá gröf sinni slíta. 

Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:

Eldstöð og skaflana hvíta. 

Alvaldsins sköpun og eyðingu´í senn 

í Öskju þeir gerst mega líta. 

 

Höll íss og eims, 

upphaf vors heims, 

djúp dularmögn;

dauði og þðgn..." 


mbl.is Engin skýr merki um virkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ali og Villis: Töframenn ofurhraðans.

Fróðlegt er að kynna sér tvo bardagaíþróttamenn, sem kalla mætti töframenn ofurhraðans. 

Þetta eru þeir Bruce Willis og Muhammad Ali.  

Í ákveðnum atriðum var Willis með svo hraðar hreyfingar að það olli kvikmyndagerðarmönnum vandræðum. 

Ástæðan var sú, einn myndrammi í filmu er einn fertugasti hluti úr sekúndu. 

Ali gaf því höggi tvö nöfn, Phanton punch og Ancor punch og benti á það að höggið hefði verið svo hratt, að það hefði verið styttra en einn kvikmyndarammi. 

Í stríðni útskýrði hann þetta þannig, að á einum fertugasta úr sekdúndu depluðu menn augunum, og að ástæða þess að enginn sá höggið hefði verið sú, að allir í salnum depluðu auga á sama tíma! 

Tíminn átti eftir að leiða í ljós að Vofuhöggið var raunverulegt, því að höfuð Listons færist örsnöggt til á milli myndramma.  

Í bardaga við Ron LyLe áratug síðar ló Ali langan hægri kross svo hratt að Lyle rotaðist án þess að myndin sýndi það nákvæmlega. 

Ali var einhver hraðmælskasti orðhákur sinnar tíðar, en fyrstu einkenni Parkinson heilasjúkdómsins, sem þjáði hann frá 1979, komu fram í röddinni, sem varð óskýr og hæg. 

Talið er að Parkinson sjúkdómurinn tengist oft höfuðhöggum, ýmist frá ungum aldri eða í mkilu magni eins og hjá Ali. 


mbl.is Bruce Willis hefur greinst með heilabilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír Kambavegir, þrjár brýr (sex alls) á tveimur Gilsám og margt fleira.

Þegar ekið er um Noreg er á fjölmörgum stöðum boðið upp á fyrirbæri, sem virðst að mestu fyrir borð borið hér á landi; varðveisla gamalla samgöngumannvirkja, sem eru í raun áhrifamiklar minjar um samgöngusöguna. 

Meðal ótal minja af þessu tagi er gamli fjallvegurinn um Strynefjeld, en af nógu er að taka, þar sem fara saman varðveisla mannvirkjanna í upprunalegri mynd og vönduð skilti með kortum og myndum.  

Í bókinni Stiklur um undur Íslands er fjallað um leiðina frá Kolviðarhóli austur um Kamba, en á þessari leið eru dæmi um vanrækt dæmi á borð við sögustaðinn Kolviðarhól og þrjár kynslóðir af Kambaveginum. 

Einnig um merkileg mannvirki á leiðinni Hvítárbrú-Biskupsbeygja. 

Vel hefði mátt bæta við tveimur Gilsám, báðum á Austurlandi, þar sem hafa verið smíðaðar þrjár kynslóðum af brúm yfir þessar ár. 

En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir. 


mbl.is Synd og skömm að rífa brúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dacia Spring líka til Íslands, "rafbíll litla mannsins."

Kínverjar og Tævanbúar standa mjög framarlega í framleiðslu rafknúinna farartækja af öllu tagi og því er innflutningur á BYD mál, sem vert er að gefa auga. Dacia Spring (2)DSC00454

En í auglýsijngu í dag má sjá, að annar bíll, "rafbíll litla mannsins" Dacia Spring sé líka kominn til landsins líkt og hann er í Danmörku. 

Verð bílsins, 3,4 milljónir, sýnir það sem sýna þarf, og hér á síðunni hefur verið auglýst eftir því að reynt sé að uppfylla þörfina á svona bíl.  

Með því að skoða gögn um bílinn á netinu má lesa úr tölum, hver galdurinn er í aðalatriðum. 

Með því að ná fram með hönnunarbrögðum léttingu bílsins, er uppgefin tómaþyngd aðeins 1045 kíló, sem er alveg ótrúleg tala, aðeins 100 kílóum þyngri en þyngd á tveggja sæta rafbílnum Invicta með 27 kwst rafhlöðu. 

Fyrir bragðið er WLPT drægni Dacia Spring uppgefin 230 km, sem auðvitað er lægri en á flestum öðrum bílum, en getur alveg gagnast fyrir nægjusama. 

Stærð rafhlöðunnar í Dacia Spring er rúmlega 27 kwst, en til samanburðar var rafhlaðan i fyrstu kynslóð Nissan Leaf 24 kwst. 

En Leaf var hálfu tonni þyngri en Spring er, þannig að drægni Spring er furðu góð. Invicta og Tazzari rafbílar

Spring er auðvitað málamiðlun, og til þess að fá fram þetta lága verð er aukabúnaður kannski eitthvað minni en ella. Bíllinn er mjór og stuttur og rými mætti vera betra í aftursætunum, en staðsetning rafhlaðnanna undir þeim, er hluti af hugvitssamlegri útfærslulausn. 

Bíllinn hallast talsvert í beygjum miðað við aðra, stjörnurnar í NCAP mættu vera fleiri. 

En aðalatriðið er að eins og áður í framleiðslu bíla, hefur Dacia verksmiðjunum tekist að brjóta kostnaðarmúr með framleiðslu þessa bíls, sem skilar af sér þolanlegri drægni, 125 km/klst hámarkshraða, sætum fyrir fjóra og 290 lítra farangursrými, en vera samt minni um sig en Toyota Aygo X. 

Neðst á síðunni er mynd af tveimur ódýrustu rafbílunum, sem hafa verið fluttir inn til landsins, báðir tveggja sæta; sá fremri er Invicta 2ds en hinn aftari Tazzari Zero EM1. 

Verð þess fremri er um 2,5 millur, en 2016 þegar sá aftari var fluttur inn, var verðið 2 millur. Mæld drægni var 115 km á Invicta og hámarkshraði 90 km/klst plús, en 90 km drægni og hámarkshraði 100 km/plús á Tazzari.  


mbl.is BYD til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband