"ÁHÆTTUSÖM FRAMKVÆMD."

Rafmagnsleysið á Austurlandi í gær rifjaði upp hvernig lögfræðingur Landsvirkjunar lýsti Kárahnjúkavirkjun í greinargerð til þess að sýna landeigendum fram á að hún og þar með vatnsréttindin vegna hennar væri mun minna virði en þeim hafði verið sagt. Svona lýsti Landsvirkjun þessu sjálf: "Virkjunin er erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu-, tæknilegu-,umhverfislegu-, og markaðslegu tilliti, er í raun eyland í raforkukerfinu..." 

Nú er 40 ker í álverinu á Reyðarfirði keyrð með raforku úr vatnslausum hverfli, sem látinn ganga fyrir tafmagni til þess að búa til rafmagn! Ekkert má út af bregða, - reynt er að komast hjá kostnaði og taka áhættu. 

Tekin var mikil áhætta með því að rannsaka ekki fyrirfram það 3-5 km metra breiða misgengissvæði, sem sást mjög vel úr lofti og varð síðar aðalástæðan fyrir hinni miklu og rándýru töf sem orðin er á framkvæmdum. 

Upplýsingafulltrúi virkjunarinnar sagði án þess að depla auga framan í kvikmyndatökuvélina að ekki hefði þótt ástæða til þess að kanna svæðið, "...við þurftum að fara þarna í gegn hvort eð var." 

Nú er Arnarfell í gjörgæslu eftir að komið er í ljós að tilboð fyrirtækisins var allt of lágt og það verður fróðlegt að sjá lokareikninginn frá Impregilo.

Það skipti þá Halldór og Davíð engu máli þegar farið var út í þessa framkvæmd þótt viðvörunarbjöllur hringdu alls staðar, - þeir vissu að þjóðin myndi borga eftir að þeir sjálfir væru komnir í öruggt skjól embætta og dæmalausra og sérsniðinna eftirlaunalaga.

Það liggur fyrir sem sjá mátti fyrirfram, að virkjunin verður baggi á þjóðinni og rétt að enda þennan pistil á broti úr lýsingu Landsvirkjunar sjálfrar: "...ekki er unnt að útiloka stofnkostnaður fari fram úr áætlunum vegna tæknilegra örðugleika á byggingartíma og rekstrarkostnaður Hálslóns geti orðið umtalverður ef beita þarf ítrustu mótvægisaðgerðum vegna skilyrða um umhverfisþætti."

 

 

"....Ekki er unnt að útiloka að stofnkostnaður fari fram úr áætlunum vegna tæknilegra 


Bloggfærslur 10. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband