11.7.2007 | 15:16
NÓG ORKA FYRIR ÁLVÆÐINGU OG VETN ISVÆÐINGU?
Í upphafi skyldi endinn skoða. Ef álverksmiðjur rísa í Helguvík, á Keilisnesi, í Þorlákshöfn og á Bakka í viðbót við álverið í Straumsvík er augljóst að ef öll þessi álver eiga að vera arðbær þarf til þess alla efnahagslega virkjanlega orku landsins. Hvar ætla menn þá að fá orku til að: - 1. knýja bíla- og skipaflotann, - 2. selja raforku til netþjónabúanna sem vilja koma hingað og 3: - senda rafmagn um streng til Skotlands? 4. Knýja allar olíuhreinsistöðvarnar sem mönnum sýnist þurfa að reisa á landsbyggðinni til þess að bæta upp minnkandi fiskveiðikvóta.
Allar þessar hugmyndir eru kynntar í belg og biðu án þess að í upphafi sé athugað hvert svona virkjanafyllerí leiðir okkar. Öll notin sem eru númeruð hér að ofan virðast gefa mun hærra orkuverð með mun minni mengun en fyrirhuguð álver.
Netþjónabúin menga ekki og gefa meiri ágóða og fleiri og betri störf miðað við orkueyðslu heldur en álverin og olíuhreinsistöðvarnar.
Hvernig væri nú að setjast niður og forgangsraða t.d. svona: 1. Raforka fyrir vetnisvæðingu bíla- og skipaflotann. 2. Raforka fyrir netþjónabú.
3. Athuga hvort ekki verði komið á endastöð náttúruspjalla á Íslandi með því að framkvæmda nr. 1 og 2 og láta álfurstana og olíufurstaana eiga sig.
![]() |
Fyrsti vetnisfólksbílinn tekinn í gagnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)